Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 4
11
LÖGRJETTA
12
Benedikt Sveinsson hafði enn haldið fram
gamla endurskoðunarfrumvarpinu óbreyttu.
Hann taldi að með hinni aðferðinni sýndi
þingið hik í baráttunni og staðfestuleysi í
kröfum sínum um þau landsrjettindi, sem
gamla frumvarpið hjeldi fram. Hinir töldu
það óhyggilegt þrálæti, að samþykkja hvað
eftir annað kröfur, sem menn vissu fyrir
fram, að ekki næðu samþykki hins máls-
aðilans, og yrðu því árangurslausar, í stað
þess að reyna nýjar leiðir til samkomulags.
Margir þingmenn höfðu fylgt Benedikt
að málum og viljað samþykkja gamla frum-
varpið enn á ný. En hinir urðu þó fleiri, sem
vildu reyna aðra leið í þetta sinn. Flestir
konungkjörnu þingmennirnir, sem áður
höfðu greitt atkvæði móti frumvarpi Bene-
dikts, höfðu nú gengið í sveit þeirra, sem
hjeldu fram nýju leiðinni, og tjáð sig sam-
mála þeim atriðum, sem fram voru tekin í
þingsálvktuninni, svo að hún hafði náð yfir-
gnæfandi meirihluta í efri deild og nokkr-
um meirihluta í neðri deild. Landshöfðingi
hafði einnig látið uppi, að hann væri þings-
álvktuninni velviljaður, og meðal blaðanna
veitti Isafold henni fylgi.
Þetta er aðdragandinn að því, sem gerðist
á þinginu 1897.
Þá hófst ný stefna í sjálfstæðismálinu og
stóðu um hana ákafar og oft heiptúðugar
deilur næstu sex árin. Forvígismaður þeirr-
ar stefnu var dr. Valtýr Guðmundsson, þá
þingmaður Vestmannaeyja. Hann hafði fyrst
átt sæti á þingi 1894. Á þinginu 1895 hafði
hann verið í hópi þingsályktunarmanna.
Hann var búsettur í Kaupmannahöfn og
danskur embættismaður, docent í íslenzkum
fræðum við háskólann. Og hvort sem það var
nú af því, að honum hafi verið falið það af
skoðunarbræðrum hans á alþingi, eða hann
r jeðst í það af eigin hvötum, þá tók hann
að túlka sjálfstæðismál íslendinga fyrir
dönsku stjórninni og setja henni fyrir sjónir,
hve óhæfilegt það væri, ef hún ætlaði til
lengdar að svara kröfum íslendinga um
stiórnarfarsbætur með bláköldu nei-i.
Á þingunum næst á undan hafði járn-
brautarmálið vakið mesta athygli. Það kom
fram á þinginu 1894. Hugmyndin um jám-
brautalagningar hjer um land var vakin af
Sigtryggi Jónassyni frá Winnipeg, Eyfirðingi,
sem mikið hafði látið til sín taka í nýbyggj-
aralífi íslendinga vestan hafs, en 1894 dvaldi
hann um hríð hjer heima. Dr. Valtýr var
einn af forgangsmönnum þessa máls, og eftir
því skírði hann tímarit, sem hann um þetta
leyti stofnaði í Kaupmannahöfn og kallaði
„Eimreiðina". Þóttu fylgismenn járnbrautar-
málsins allmiklir loftkastalamenn á þeim ár-
um, eins og fram kemur í vísu Björns rektors
Olsens:
Valtýr Eimreið fer um Frón,
flýgur Jens á loftballón o. s. frv.
en það er Jens prófastur Pálsson í Görð-
um á Álftanesi, sem jafnan var einn hinn
mesti áhugamaður um samgöngubætur.
A jólunum 1894 hafði dr. Valtýr fjölment
boð heima hjá sjer í Kaupmannahöfn og
flutti þar langa ræðu um skoðanir sínar á
helstu framfaramálum Islendinga. Hann
sagði, að allir mundu álíta, að samgöngu-
málin væru sjer ríkust í huga. En sú breyt-
ing væri nú á orðin, að stjórnarskrármálið
væri nú mesta áhugamál sitt. Hann lýsti svo
viðhorfi þess og hvað það væri, sem sjer
fyndist brýnust þörf á að breytt yrði. Þykir
mjer ekki ólíklegt, að hann hafi átt mikinn
þátt í því, að breytt var til um sóknarað-
ferð í málinu á þingi 1895, eins og fyr er
sagt.
Eftir þinglok 1895, þegar dr. Valtýr var
kominn heim til Kaupmannahafnar, var
fundur haldinn í lögfræðingasamkundu Dana,
Juridisk Samfund í Kaupmannahöfn, 6. nóv-
ember, og þar tekin til umræðu landsrjett-
indi Islands og stjórnmálabarátta. Var þetta
án efa gert að undirlagi dr. Valtýs, og flutti
hann þar fyrirlestur um málið. Þessi fyrir-
lestur er prentaður í II. árg. Eimreiðarinn-
ar, 1896, og koma þar fram þær skoðanir
á sjálfstæðismálum Islendinga, sem dr. Val-
týr hjelt síðan fast fram. öllum Islending-
um í Kaupmannahöfn var boðið á fundinn
og einnig mörgum Dönum, þingmönnum og
fleirum, sem einhver afskifti höfðu haft af
málum íslands. Ráðherra Islands kom þó
ekki á fundinn, en í hans stað kom þar for-
stjóri íslenzku stjórnardeildarinnar, A Dyb-
dal. Var hann þarna helsti og reyndar ein-