Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 7

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 7
17 LÖGRJETTA 18 og fremst á sviði atvinnumálanna. Hefði nú þetta gengið, þá eru öll líkindi til þess, að dr. Valtýr hefði reynst vel í því, að knýja hjer fram margskonar umbætur. En hann beið að lokum ósigur, var misskilinn og hefur verið rangt dæmdur. II. Frumvarpi dr. Valtýs, sem frá var sagt í næsta erindi hjer á undan, var fundið margt og mikið til foráttu undir eins og það kom fram ' þinginu 1897. Fyrst og fremst var það, að það færði íslendingum lítt eða ekki aukið sjálfstæði. Þar væri að mestu leyti fallið frá eldri kröfum þingsins. Sjermál Is- lands ættu eftir sem áður að flytjast í ríkis- ráðinu danska og væru þar með eftir sem áður lögð undir úrskurðarvald þess. Hafði það verið tekið fram í þingsályktuninni 1895, að þingið hjeldi fast við kröfur sínar um breytingu á þessu, og dr. Valtýr hafði einnig haldið þeirri breytingu fram í fyrirlestri sínum í dönsku lögfræðingasamkundunni. En þeirri breytingu var neitað af stjórninni. Margt fleira var það, sem fundið var að. Og dr. Valtý voru valin óþvegin orð fyrir íhlutun sína um málið. Það var sagt, að hann hefði gerst erindreki eða flugumaður dönsku stjórnarinnar til þess að kveða niður sjálf- stæðiskröfur Islendinga. Embætti hans hefðu Danir skapað handa Gísla Brynjúlfssyni vegna andróðurs hans gegn Jóni Sigurðssyni. Sú kvöð lægi á embættinu, að sá, sem það hlyti, ætti að vera talsmaður danska valds- ins gegn íslendingum o. s. frv. — „Tólfunum kastar í framkomu stjórnarinnar", sagði Þjóðólfur, ,,er hún neitar opinberlega að taka nokkrar stjórnarbótakröfur vorar til greina, en gefur sig um leið í eitthvert laun- makk við danskan embættismann, sem gengið hefur á tánum inn um bakdyrnar hjá stjórn- inni og gert sjálfan sig að miðli milli hennar og alþingis með eins konar fulltrúavaldi, sem engum lifandi manni hjer á landi hefur komið til hugar að fela honum.“ — „Val- týskan er grímuklædd tilraun til þess að færa stjórnina út úr landinu yfir til Kaup- mannahafnar og tryggja innlimun Islands í ríkisheildina traustum bönum.“ — „Um sjer- stakan ráðherra fyrir Island getur alls ekki verið að ræða, í orðsins eiginlegu þýðingu, þá er hann á að sitja í ríkisráðinu og bera þar upp sjermál Islands.“ — „Þetta er að fleygja landsrjettindum Islands fyrir borð“, sagði Dagskrá. „Það er naumast hægt að hugsa sjer að lengra verði komist niður á við í stórflónsku og gegndarlausri óvitafram- hleypni.“ Þrátt fyrir þetta skiftist þingið í nokkurn vegin jafna hluta með og móti frumvarp- inu. Með því urðu, auk dr. Valtýs, t. d. Skúli Thoroddsen, Guðlaugur Guðmundsson sýslu- maður, yfirdómararnir Kristján Jónsson og Jón Jensson, sjera Sigurður Stefánsson, Þórður Thoroddsen og Hallgrímur Sveinsson biskup, svo að nokkrir sjeu nefndir. En móti voru: Benedikt Sveinsson, Klemenz Jónsson sýslumaður, Pjetur á Gautlöndum, Jón Jacobson, Tryggvi Gunnarsson, Jón Hjalta- lín, Lárus Sveinbjörnsson dómstjóri o. s. frv. Sjest af þessu, hve miklir áhrifamenn voru þar bæði til sóknar og varnar. Isafold taldi mikið fengið með frumvarpi dr. Valtýs. „Við vinnum það“, sagði hún, „að samvinna fæst milli þings og stjórnar. Við losnum við óhæfan ráðherra. Við fáum tals- mann í ríkisráðinu. En hverju töpuðum við?“ spyr hún, og svarar: „alls engu.“ Dr. Valtýr sagði sjálfur í einni ræðu sinni: „Að taka tilboðinu er eins og að taka við afborgun á gamalli skuld. Afstaðan er betri á eftir til þess að ná meiru.“ I þingsályktuninni frá 1895 hafði það verið tekið fram, auk þess sem mótmælt var flutn- ingi íslenzkra mála í ríkisráðinu, að þingið óskaði eftir sjerstökum ráðherra fyrir Island, sem búsettur væri í Reykjavík. Landshöfð- ingi hafði í tillögum sínum til stjórnarinn- ar lýst yfir þeim skilningi sínum, að sjer- mál íslands ættu ekki að flytjast fyrir kon- ungi í ríkisráðinu, en hann áliti það ekki geta átt sjer stað, að ráðgjafi væri annarsstaðar búsettur en við hlið konungs. Landshöfðingi kemur mikið við þetta mál. Hann var móti frumvarpi dr. Valtýs og var jafnvel um eitt skeið talinn mestu ráðandi í andstöðuflokki þess, þótt hann vegna afstöðu sinnar til stjórnarinnar mætti sem minst koma þar opinberlega fram. Varð hann fyrir hörðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.