Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 8

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 8
19 LÖGRJETTA 20 árásum frá dr. Valtý og hans liði, er taldi honum skylt, að mæla fram með þeirri lausn á málinu, sem stjórnin hefði tjáð sig fylgj- andi. En hann kvaðst enga skyldu hafa til þess, þar sem hann væri þeirri lausn and- vígur. Eitt lítið skjal, sem nefnt var ,,Guli snepillinn“, vakti töluvert umtal þá á þing- tímanum. Það var brjef frá dr. Valtý, skrifað kunningja hans, en komst í hendur andstæð- inganna. Innihaldið var það, að þótt frum- varp Valtýs næði fram að ganga, þá væri ráðherrastaðan ekki ætluð Magnúsi lands- höfðingja. Þessum svo kallaða gula snepli var hampað gegn dr. Valtý til þess að sýna, að það væri valdagirni, sem lægi að baki gerðum hans og flokks hans. Þarna sýndi það sig, hverju þeir væru að berjast fyrir. Og ekki er það ólíklegt að einmitt þetta, að nýr flokkur manna ætlaði sjer að brjótast til valda hjer innan lands, hafi orðið til þess, að hrinda sumum frá frumvarpi dr. Valtýs, en laða aðra að því. Magnús Stephensen landshöfðingi var hjer voldugur maður og í miklu áliti, kominn að helztu höfðingjaætt- um landsins, lagamaður ágætur og skýr í hugsun, þjóðrækinn maður, unnandi íslenzk- um fræðum, fastur í skapi, mjög sparsamur á landsfje og íhaldssamur að eðlisfari. Eins og allir, sem með völd fara, átti hann bæði meðhaldsmenn og mótstöðumenn. Hann átti erfiða aðstöðu sem milligöngumaður milli þings og stjórnar og fann mjög til þess sjálf- ur, eins og skýrt kemur fram í ræðu, sem hann flutti við stjórnarskiftin 1904. Hann sagði þar m. a. að í landshöfðingjastöðunni hefði hann verið eins og lús milli tveggja nagla, þingsins öðru megin og stjórnarinnar hinu megin. En hann hjelt virðingu embættis síns alla tíð vel uppi. Samkvæmt því, sem áður er sagt um fyrir- ætlanir dr. Valtýs, er það ljóst, að hann ætl- aði sjer og sínum flokki völdin hjer heima, ef hann fengi nokkru þar um ráðið. Því, sem vakti fyrir honum og flokksmönnum hans, hefur þegar verið lýst: framfarir á verklega sviðinu fyrst og fremst. íslendingar voru orðnir langt á eftir nágrannaþjóðunum í verklegum framkvæmdum. Hjer var alt í kyrstöðu. Þessu varð að breyta, og það var nýi, fyrirhugaði ráðherrann í samvinnu við þingið, sem átti að breyta því. Og danska stjórmn hafði nú loíað að faliast á þá breyt- mgu. En landsrjettmdadeiian var óieyst eítir sem áður. Mótstöóuflokkur Valtýskunnar var ekki vel samstæður i byrjumnni. Mjer viröist svo sem þrjár stoðir hafi runnið undir stofnun hans. í'yrst fylgismenn Benedikts Sveinsson- ar og gamia endurskoðunarfrumvarpsms. Þeir voru nú ekki orómr fjölmennir ínnan þingsins, en úti meðal þjóðarmnar höfðu þeir enn sem komið var án efa mest fyigi. h‘rá þessum hópi var sókmn hörðust gegn Val- tiskunni. Þeir sögðust standa á veröi fyrir rjettindum landsms og kölluðu Valtýinga fóðurlandssvikara, innhmunarmenn og þar fram eftir götunum. I öðru lagi voru svo fylgismenn landshöfðingja, sem sumir höfðu jatnan áður verið á móii stefnu Benedikts tíveinssonar. Þeir munu ekki hafa viljað stuðla að því að koma hjer upp nýjum, inn- lendum valdamannaflokki. I þriðja lagi voru svo forsprakkar kaupfjelaganna, sem einmitt nú voru að sækja fram til þess, að gera áhrif sín í verzlunarmálum gildandi á alþingi. Foringi þeirra var Jón Vídalín, þótt ekki sæti hann á þingi. Hann var duglegur maður og vann af kappi fyrir það málefni, sem bann hafði tekið að sjer. Það var eitthvað í fari hans, sem minti í einu lagi á enskan auðnnnn og íslenzkan bændahöfðingja. Hann var mik- ill maður vexti og höfðinglegur í sjón, gest- risinn og glaður í viðmóti. Hefur án efa verið allmikill fjármálamaður. En það spilti gengi hans, að hann gerðist síðar ölkær í meira lagi. Hann var mikill vinur landshöfð- ingja og heimili hans stóð þingmönnum opið, svo að álitið var, að mörg ráð væru þar ráð- in, sem hefðu áhrif á gang málanna á þingi. Á þetta minnir vísan, sem lifði á allra vör- um á þeim árum: I Vinaminni Vídalín valdsmenn kann að dorga. Veitir klára kampavín. Kaupfjelögin borga. Deilunum á alþingi 1897 lauk svo, að frum- varp dr. Valtýs var felt. En mótflokkurinn hafði ekki heldur magn til þess, að koma nokkru fram. Því var haldið fram í ísafold,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.