Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 11

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 11
25 LÖGRJETTA 26 m. Jeg var í síðasta erindi kominn fram yfir aldamótin. Þegar þing kom saman 1901, reyndist svo, að flokkarnir, sem barist höfðu, voru jafnir, höfðu 18 þingmenn hvor um sig, en þingmenn voru þá alls 36, í neðri deild 24 og í efri deild 12. En einn þingmaður heimastjórnarflokksins, sjera Arnljótur Ólafsson á Sauðanesi, gat ekki sóttþingiðsök- um veikinda. Aldursforseti sameinaðs þings var í flokki heimastjórnarmanna, en forset- ar höfðu þá ekki atkvæðisrjett. Þetta tvent gaf Valtýingum tveggja atkvæða meirihluta við kosningu til efri deildar, og gátu þeir þá komið heimastjórnarmönnum í forsetasætin í báðum deildum og svift þá þannig atkvæðis- rjetti. Höfðu Valtýingar þá þriggja manna meirihluta við atkvæðagreiðslur og yfirhönd- ina í báðum deildum. Þeir samþyktu nú frum- varp sitt í neðri deild gegn harðvítugri mót- stöðu heimastjórnarflokksins, en Hannes Hafstein var nú orðinn helzti fyrirliðinn þeim megin. En rjett eftir að frumvarpið var kom- ið í gegnum neðri deild, kom fregn um það, að hægrimannastjórnin væri fallin í Dan- mörku og vinstrimenn teknir við völdum. Heimastjórnarmenn risu þá upp með mikl- um móði og töldu, að nú væru líkindi til þess, að kröfur Islendinga mættu öðrum viðtökum í Danmörku en áður. Skoruðu þeir á þingið, að halda ekki lengur frumvarpi dr. Valtýs til streitu, en sameinast um fyllri kröfur en þar væri haldið fram. En Valtýingar neit- uðu og efri deild samþykti frumvarpið, svo að það var nú orðið að lögum frá alþingi. Þetta reyndust síðar hin mestu mistök hjá floknum og varð undirrót að ósigri hans. Einn þingmaður í neðri deild yfirgaf flokk- inn út af þessu máli. Það var sjera Einar Jónsson á Kirkjubæ. Framkoma hans var í alla staði skynsamleg og rjett, enda var hann samvizkusamur maður og hinn besti dreng- ur. Það sýnir meiri manndóm og sjálfstæði, að brjóta af sjer flokksböndin, en að bera þau gegn sannfæringu sinni. En þetta var lagt honum út til ámælis og fyrir það fjell hann við næstu kosningar. Hann var kallaður sjera Einar hálfur, eins og stendur í Alþing- isrímunum: Nær því jafnmargt lýða lið laufa háði gjálfur. Báðum fylgdi á sóknar svið sjera Einar hálfur. Heimastjórnarmenn sömdu ávarp til stjórnarinnar og sögðu þar, að enda þótt frumvarp dr. Valtýs væri nú komið gegnum þingið, væri hvorki þing nje þjóð ánægð með það. Og undir þetta ávarp fjekst eins manns meirihluti í þinginu. Forsetar beggja deilda gátu komið þar fram sem flokksmenn og svo gerði nafn sjera Einars meirihlutann. Hannes Hafstein var svo sendur af heima- stjórnarflokknum á fund stjórnarinnar, að þingi loknu, til þess að mæla með ávarpinu. Nýi íslandsráðherrann, sem var hinn síðar margumtalaði Alberti, svaraði svo, að hann samdi nýtt frumvarp, sem fara skyldi sem mest að óskum heimastjórnarmanna, og bauð íslendingum að velja sjálfum milli þess og Valtýsfrumvarpsins. Eftir þessu frum- varpi skyldi ráðherra íslands vera búsettur í Reykjavík, en þar var skýrt ákvæði um, að mál Islands skyldu flutt í ríkisráðinu, í stað þess, að ekkert var um það sagt í Valtýsfrumvarpinu, þótt það væri öllum vit- anlegt, að þeirri venju yrði haldið, ef íslend- ingar veldu það. Þegar þetta nýja frumvarp kom fram, völdu báðir flokkarnir það ein- um rómi, og Valtýingar köstuðu sínu gamla frumvarpi fyrir borð, sögðust altaf hafa helst kosið, að ráðherrann yrði búsettur hjer, ef það reyndist fáanlegt. Samt var flokka- skiftingin söm og áður við kosningarnar 1902, sem skera skyldu úr því, hvort frum- varpið yrði valið. Báðir flokkarnir vildu eigna sjer sigurinn, og báðir höfðu nokkurn rjett til þess. Nýja frumvarpið var Valtýskan að viðbættu búsetuákvæðinu. En nú varð heima- stjórnarflokkurinn í töluverðum meirihluta, og alt þingið kaus nýja frumvarpið. Svo undarlega tókst til við þessar kosningar, að foringjar beggja flokkanna fjellu. Sjera Sig- urður Stefánsson feldi nú Hannes Hafstein í Isafjarðarsýslu, og Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, feldi dr. Valtý í Vestmanna- eyjum. Hafði Jón fyrir nokkrum árum verið þar sýslumaður og var þar mjög vinsæll. Nú urðu kosningar að fara fram enn á ný,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.