Lögrétta - 01.01.1936, Page 12

Lögrétta - 01.01.1936, Page 12
27 LÖGRJETTA 28 með því að þingið hafði samþykt nýtt frum- varp um stjórnarskrárbreytingu, og við þær kosningar komust báðir foringjar flokkanna aftur inn á þing. Á þinginu 1903 var heima- stjórnarfrumvarpið samþykt til fullnustu, og að því búnu var Hannes Hafsten kvaddur á fund stjórnarinnar til þess að taka við hinu nýja ráðherraembætti. Þar með var sex ára baráttunni lokið. Hannes Hafstein var glæsilegur maður og hafði marga og mikla kosti til að bera sem foringi. Hann var liðlega fertugur að aldri, fæddur í árslok 1861. Reyndar hafði hann ekki, þegar hann tók við ráðherradómi, unnið önnur afrek í stjórnmálum en þau, sem frá er sagt hjer á undan. En þau voru mikils metin af flokksmönnum hans. Hitt er það, að hann hafði lengi verið mjög dáður sem ljóðskáld og fyrir gáfur og glæsimensku. Hann hafði um eitt skeið verið landritari, þ. e. æðsti maður á skrifstofu landshöfðingja, en síðan um nokkur ár sýslumaður ísfirð- inga. Það fór nú svo, að margir, sem áður höfðu stutt dr. Valtý, snerust til fylgis við hann. Hann reyndist hinn mesti starfsmaður og áhugasamur um breytingar og framfarir á öllum sviðum. I fyrstu hafði hann allan hugann á verklegum framförum og varð framkvæmd símamálsins fyrsta og helsta viðfangsefni hans. I samgöngumálin innan lands, vegagerðir og brúagerðir, færðist nú einnig nýtt líf. Á mentamálasviðinu má nefna fræðslulögin og kennaramentunina. Kjördæmabreytingin, með leiðrjettingu á misrjetti kjósendanna, var honum mikið áhugamál, þótt hann fengi ekki leyst það. íslandsbanki kom hjer á fót skömmu eftir stjórnarskiftin og varð undirstaða til ger- breytingar á sjávarútgerðinni. Yfir höfuð eru framfarir og framfarahugur ráðandi á öllum sviðum á því tímabili, sem hefst með heimflutningi stjórnarinnar. Hvorki stjórnar- skráin 1874 nje fullveldisviðurkenningin 1918 hafa markað jafndjúp spor í framfarasögu Islands og heimflutningur stjórnarinnar 1904. Hin nýju fyrirtæki, síminn, bankinn o. s. frv. breyttu ekki aðeins athafnalífinu á skömm- um tíma heldur einnig hugsunarhætti manna. Kyrstöðutímabilið var um garð gengið og nýr tími runinn upp, tími starfsins, áhugans og framkvæmdanna. Forvígismaðurinn var ótrauður. Hannes Hafstein var hugsjóna- maður, framgjarn og kappsfullur. Hann vildi vera foringi og honum þótti mikið í það varið, að verða fyrsti innlendi ráðherra Is- lands og forgangsmaður nýsköpunar og margskonar umbóta hjá þjóð sinni. Á fyrstu þingunum hafði hann öruggan meirihluta að baki sjer, sem bar ótakmarkað traust til hans og áleit sig geta skelt skolleyrunum við þeim árásum, sem haldið var uppi af tiltölu- lega fámennum andstæðingaflokki í þinginu, sem ekki gat gleymt ósigri sínum í hinni áköfu deilu, sem á undan var gengin. Á fyrsta heimastjórnarþinginu, 1905, urðu hörð átök um símamálið. Hannes Hafstein hafði gert samning við Stóra norræna rit- símafjelagið um símalagningu hingað til lands og yfir land frá Seyðisfirði til Reykja- víkur. Þetta var mál, sem Valtýsflokkurinn hafði áður talið sitt mál. En nú stóð svo á, að Marconifjelagið enska var farið að koma á loftskeytasamböndum á ýmsum stöðum; þó var þetta enn í bernsku og á tilrauna- stigi. Fjelagið hafði mann hjer uppi og reisti loftskeytastöng á Rauðarártúninu. Hann náði stundum sambandi út og flutti hingað fregn- ir þaðan loftveginn. Risu stjórnarandstæð- ingar nú upp og töldu sjálfsagt, að velja loftskeytasambandið og hætta við símalagn- inguna, töldu hana alt of dýra og reiknuðu út með mikilli nákvæmni, að ef við legðum út í það fyrirtæki, yrði landið gjaldþrota innan fárra ára. Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, gamall Valtýingur, var þá for- maður og framsögumaður nefndar þeirrar í neðri deild, sem hafði símasamninginn til meðferðar, en Guðmundur Björnson, síðar landlæknir, var ritari hennar. Guðmundur sat þá í fyrsta sinn á þingi, hafði verið kos- inn í Reykjavík 1904, og fjekk höfuðstað- urinn þá fyrst tvo þingmenn, en hinum kaup- stöðunum þremur hafði jafnframt verið veitt- ur rjettur til þess að eiga fulltrúa á þingi. Gerðist þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1903, og voru þingmenn þá orðnir 40. En það, sem einkum gerir viðureignina út af símamálinu á þingi 1905 sögulega, er það, að nærri lá að uppreisn yrði út af málinu meðan á þingi stóð. Stjórnarandstæðingar

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.