Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 14

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 14
31 LÖGRJETTA 32 son ritstjóra hafa verið forgangsmanninn, því eftir heimflutning stjórnarinnar var dr. Valtýr ekki lengur talinn fyrirliði stjórnar- andstöðuflokksins, heldur Björn. Jón Ólafs- son skrifaði illvíga háðgrein um bændafund- inn í Reykjavíkina og var henni á eftir mjög hampað framan í þá, sem þátt höfðu átt í förinni. En ýmsum mönnum í þingflokki Jóns þótti greinin um of svæsin og tónninn ekki sem best viðeigandi frá konungkjörnum þing- manni, en Jón hafði orðið konungkjörinn, er Hannes Hafstein tók við völdum. En Jón sagði, að fólkið úti um land yrði að fá sæmi- lega lýsingu á förinni til þess að það gæti talað um hana heima í sveitunum við þá, sem í henni hefðu verið. Nú er það sannast að segja, að það voru engir óvitar, sem fyrir bændaförinni geng- ust, heldur þaulvanir stjórnmálamenn, og margir af þeim, sem þátt tóku í förinni, voru merkir menn, sem ekki vildu vamm sitt vita, eins og t. d. sjera Jens Pálsson. En mjer er óskiljanlegt að þeir hafi getað hugsað sjer, að stjórnin ljeti undan síga fyrir þessum aðförum, jafnsterka aðstöðu og hún hafði í þinginu, eða að þingmennirnir legðu niður umboð sín. Mjer virðist næst, að líta á þetta sem einskonar heræfingu. Förin varð árangurslaus og það er ekkert efamál, að þeir, sem í henni voru, sáu flestir eftir því, enda viidu jafnan sem minst um för- ina tala. En deilunni um símamálið var haldið áfram í þinginu. Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, sem var framsögumaður sima- málsins, eins og fyr segir, og gamall Valtý- ingur, ætlaði að komast inn á Bárufundinn, en var vísað frá. Skúli Thoroddsen var þá formaður þingflokks stjórnarandstæðinga. Rjett eftir Bændafundinn gerðist það, að meðan Guðlaugur, sem var skarpgáfaður maður og einn hinn mesti mælskumaður, sem setið hefur á alþingi, var að flytja ræðu í símamálinu, lagði Skúli skjal á borðið fyrir framan hann, og var það tilkynning um, að hann væri rekinn úr sínum gamla flokki. Eins og kunnugt er, var símasamningur Hannesar Hafstein samþyktur af þinginu, og Hannes fylgdi nú málinu eftir með slíkum krafti, að síminn var kominn til landsins og kringum land næsta haust, 1906, og var þá opnun hans fagnað með fjölmennu samsæti hjer í bænum, og hvervetna um landið var ánægja látin í ljósi yfir þessu mikilvæga framfaramáli. Hannes Hafstein hefur að makleikum fengið mikið lof fyrir dugnað sinn í síma- málinu. En til þess að sýna einnig, hvernig andstæðingar hans litu á málið, tek jeg hjer kafla úr brjefi, sem dr. Valtýr skrifaði mjer um það löngu síðar. Það var eftir dauða Hannesar, þegar hann hafði lesið grein um hann eftir mig í Andvara. Brjefið er að því leyti merkilegt, að í því kemur fram dóm- ur Valtýs um Hannes, sem verið hafði aðal- mótstöðumaður hans þegar mestu skifti. Valtýr segir: Jeg finn ástæðu til að þakka yður fyrir ritgerð yðar í Andvara um Hannes Hafstein. Hún er svo vel og ágætlega rituð, að mjer fanst til um, og á jeg þar við, hve hlut- drægnislaust og af hve mikilli rjettsýni hún er skrifuð. Slíkar ritgerðir eru vanalega tómt lof (eða oflof) um þá menn, sem um er ritað. Hjer er líka lof, en ekki frekar en H. H. átti skilið. Því hann átti skilið mikið lof fyrir margt, en var vanþakkað einmitt það, sem hann gerði best, og þá feldur frá völdum (1908 og 1913—14). En aftur vai honum þakkað ofsalega fyrir sumt, sem hann átti minna lof skilið fyrir. Mjer finst þjer hafið ratað furðuvel hinn gullna meðalveg, sem annars er svo vandrataður, og hjer er í fyrsta sinn skýrt rjett og hlutdrægnislaust frá stjórnarskrárbreytingunni 1904 og að- dragand'mum að henni. — Það eina, sem ,ieg hef að athuga, er að mjer finst þjer lofa hann um of fyrir afskifti hans að símamál- inu. Hann fær þar meira en hann á skilið. Málið lá fullbúið, þegar hann tók við, og það var jeg og minn flokkur, sem mest barðist fyrir því. Og það var persónulega mjer að þakka, að við fengum síma yfir landið. Magnús Stephensen, Tryggvi Gunn- arsson og Hannes Hafstein börðust af alefli fyrir, að síminn yrði lagður upp til Reykja- víkur (eða í Þorlákshöfn), en við á móti, og að hann yrði lagður til Seyðisf jarðar og línur yfir landið, sem ella myndu seint koma, ef hann kæmi fyrst til Reykjavíkur. Og mjer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.