Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 16

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 16
35 LÖGRJETTA 36 Björn hafði jafnt og þjett unnið sjer og blaði sínu fylgi og hafði látið meira eða minna til sín taka meðferð allra almennra mála, þótt ekki ætti hann sæti á þingi. Hann var því mikill kraftur, er hann gekk fyrst fram fyrir skjöldu í baráttunni um Valtýsk- una, þá liðlega fimtugur, og honum sárnaði mjög ósigurinn. Hann sagði, að heimastjórn- armenn hefðu stolið eggi Valtýskunnar og ungað því út, og honum sveið það, er fylgis- mennirnir frá fyrri árum skildu við sinn gamla flokk og gengu í lið við stjórnina, en þeir menn voru ekki fáir, bæði innan þings og utan. Hlustuðu margir á, er þeir deildu um þetta fyrir opnum gluggum á veitinga- húsinu á Sigríðarstöðum Björn og Guðlaug- ur sýslumaður, þegar ritsímadeilan hófst, því Guðlaugur var svo hátalaður að til hans heyrðist langt út á götu. En nú var alt fengið, sem Valtýingar höfðu krafist og búsetuákvæðið að auki. Það var því enginn ástæða til þess fyrir þá, að halda uppi hinni gömlu flokkabaráttu. Á bændafundinum var flokkur Valtýinga, sem áður hafði kallað sig framsóknarflokk, skírður um og nefndur þjóðrækisflokkur, og það hjet hann þar til á Þingvallafundinum 1907, er landvarnar- flokkurinn sameinaðist honum, og var hinn sameinaði stjórnarandstæðingaflokkur þá skírður sjálfstæðisflokkur. Það voru landvarnarmennirnir, sem lögðu flokknum til það vopnið, sem varð honum drýgst í sókninni. Það hafði jafnan reynst svo, að þeir, sem mestar gerðu kröfurnar um rjettindi íslands, náðu eyrum manna. Þótt mikið væri fengið með heimastjórninni, þá voru gömlu kenningarnar um landsrjett- indi Islands ekki viðurkendar af Dönum. Það voru þær, sem landvarnarmennirnir vöktu upp og þjóðrækisflokkurinn tók smátt og smátt að sjer, enda þótt þar rjeðu sömu mennirnir, sem fyrstir höfðu orðið til þess að líta framhjá þeim og setja verklegar framfarir efst. Þeir, sem lengstan tíma voru talsmenn landvarnarkenninganna voru Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson bókavörður, áður for- seti neðri deildar. Af mönnum, sem á ýms- um tímum lögðu flokknum lið, má nefna Guðmund Hannesson prófessor, dr. Jón Þorkelsson landsskjalavörð, Einar Arnórs- son hæstarjettardómara, Einar Benediktsson skáld, Einar Gunnarsson ritstjóra, Magnús Torfason sýslumann, Ara Arnalds, síðar sýslumann, Gísla Sveinsson, síðar sýslumann, Guðmund Guðmundsson skáld, Þorstein Erlingsson skáld og Jakob Möller alþingis- mann. Eftir að Sigurður Eggerz, fyrrum forsætisráðherra, kom á þing, varð hann forvígismaður landvarnarkenninganna, eins og siðar mun verða sagt frá. En það er Bjarni Jónsson frá Vogi, sem öllum öðrum fremur er tengdur við þetta mál. Bjarni var gáfaður maður og góður drengur, en þannig gerður, að hann gat á ekkert mál litið nema frá einni hlið, og krókaleiðir og hyggindafikur við að koma málum sínum fram viðurkendi hann ekki og skildi ekki. Hann hafði engin afskifti haft af stjórnmálum framan af æfinni, var reglu- maður mesti á námsárunum, bæði hjer í Reykjavík og á háskólanum í Kaupmanna- höfn, og var kominn á fertugsaldur, er hann kom heim hingað og varð kennari við latínu- skólann, fæddur 1863. En hann varð eftir heimkomuna um eitt skeið óreglumaður og var vikið frá skólanum, eftir tillögum rektors, skömmu eftir að stjórnin fluttist heim. En hann var vinsæll af lærisveinum sínum, og bæði honum sjálfum og fleirum fanst hann verða fyrir rangindum og settu það í sam- band við forgöngu hans við stofnun land- varnarflokksins, sem jeg hygg þó að ekki muni vera rjett. Bjarni átti oft á næstu árum við þröngan kost að búa og varð fiokkur sá, sem hann vann fyrir, löngum að sjá honum farborða, en hann gaf sig nú allan við stjórnmálunum, varð þingmaður 1908 og síðan alla tíð til dauðadags, 1926. Og þrátt fyrir ýmsar misfellur á hann það skilið, að hans sje minst með fullri viður- kenningu, er stjórnmálasaga íslands á þess- um árum verður skrifuð, því hann lifði fyrir áhugamál sitt. Heimastjórnarflokkurinn hafði á þessum árum yfirgnæfandi meirihluta hjá þingi og þjóð. Hann fann, eins og rjett var, að nýr framfaratími var að færast yfir landið undir hans forsjá og áleit sig og sína stjórn trygga i sessi. Hann hafði fjelagsskap hjer í bæn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.