Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 18

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 18
39 LÖGRJETTA 40 til viðræðu um ágreiningsefnin. Aldrei f jekst þó Björn Jónsson til þess að koma þar, en Einar H. Kvaran kom þar, Jón Jensson og Bjarni frá Vogi og síðar Sigurður Eggerz. Voru það þá Lögrjettumenn, sem gengu þar á milli og sefuðu æsingar, ef á þeim bólaði. Urðu stundum úr þessu hnippingar innan flokksins eftir á og þóttu Lögrjettumenn slælegri flokksmenn en hinir. En Hannes Hafstein kunni því illa, að honum væri borið á brýn, að hann hjeldi niðri sjálfstæðiskröfum Islendinga. Ríkis- ráðsseta íslandsráðgjafans var nú skýrð svo af honum, að þar ætti aðeins að fara fram af Dana hálfu eftirlit með því, að alþingi færi ekki í löggjöf sinni út fyrir sjermála- sviðið, en innan þess ljetu danskir ráðherrar mál Islands með öllu afskiftalaus. Sú skoðun ríkti enn hjá Dönum, að ríkiseiningin væri órjúfanleg, sjerstakt ríkisráð fyrir ísland gæti ekki komið til greina. Nú urðu konungaskifti í Danmörku. Krist- ján IX. andaðist 1906, en hann var vinsæll hjá Islendingum frá þeim tíma, er hann heim- sótti landið og færði því stjórnarskrána 1874. Við tók Friðrik VIII., sem, eins og eðlilegt er, var miklu frjálslyndari og nær nútímans hugsunarhætti en faðir hans hafði verið. Hannes Hafstein tók nú að semja við Friðrik VIII. um nýtt fyrirkomulag á sambandi Is- lands og Danmerkur. Hann lagði áherzluna á það, að í stað stöðulaganna frá 1871, sem voru undirstaða stjórnarskrárinnar 1874, kæmu ný sambandslög, sem veittu Islandi þau rjettindi í sambandi landanna, sem þeir teldu sig eiga að rjettu lagi. En stöðulögin frá 1871 voru valdboðin lög frá ríkisþinginu, sem alþingi hafði aldrei löglega samþykt. Hafstein fjekk góðar undirtektir hjá kon- ungi, sem fjelst á það, að Island ætti ríkis- rjettindi út af fyrir sig, eins og fram kom í ræðu hans á Kolviðarhóli 1907. Án efa hafði konungur mikil áhrif í þá átt, að eyða göml- um rótgrónum kenningum danskra stjórn- málamanna um stöðu Islands gagnvart Dan- mörku. Það varð nú úr, að konungur og ríkis- þing Dana bauð öllu alþingi til heimsóknar í Kaupmannahöfn sumarið 1906. Fjekk alþingi þar hinar mestu alúðarviðtökur og fór víða um Danmörku. En konungur boðaði jafnframt komu sína til Islands næsta sum- ar ásamt fjölda ríkisþingmanna og ýmsra annara helstu manna meðal Dana. Hugðu menn alment gott til þessa og lof Hannesar Hafstein var nú á allra vörum. Vorið 1907 boðuð stjórnarandstæðingar til Þingvallafundar og var hann haldinn 29. júlí. Þangað komu fulltrúar til og frá af landinu og margt manna úr Reykjavík reið þangað, svo að þar var um 400 manns. Fulltrúarnir, sem kosnir höfðu verið, samþyktu þar svo- hljóðandi tillögur: 1. Fundurinn krefst þess, að væntanlegur sáttmáli við Dani um afstöðu landanna sje gerður á þeim grundvelli einum, að Island sje frjálst land í konungssambandi við Danmörku, með fullu jafnrjetti og fullu valdi yfir öllum sínum málum. En þeim sátt- mála má hvor aðili um sig segja upp. Fund- urinn mótmælir allri sáttmálagerð, sem skemra fer, og telur þá eigi annað fyrir hönd- um en skilnað landanna, ef eigi nást slíkir samningar, sem nefndir voru. — Fundur- inn telur sjálfsagt, að Island hafi sjerstakan fána, og felst á tiilögu Stúdentaf jelagsins um gerð hans. — Fundurinn krefst þess, að þegnrjettur vor verði íslenzkur. 2. Vegna þess, að alþingi var ekki rofið, þegar afráðið var að skipa samninganefnd í sjálfstæðis- málin, skorar fundurinn á alþingi og stjórn, að sjá um, að nefnd verði ekki fyr skipuð af íslands hálfu en kosið hefur verið til alþingis af nýju. Einn maður úr stjórnarflokknum hafði verið meðal fundarboðendanna. Það var Hannes Þorsteinsson ritstjóri. Jeg var á fundinum sem blaðamaður og hygg jeg að ekki hafi verið þar fleiri menn úr stjórnar- flokknum. Jeg ætla að minnast á það atriði með nokkrum orðum, að þama var farið fram á skilnað Islands og Danmerkur, ef fullnægj- andi sambandssamningar næðust ekki. Jeg hafði áður en Valtýskan kom til sögunnar haldið því fram í blöðum þeim, sem jeg gaf þá út, Sunnanfara í Kaupmannahöfn og Is- landi í Reykjavík, að Islendingar þyrftu að herða á kröfum sínum í sjálfstæðismálinu og heimta skilnað, ef engu fengist um þokað. Þetta var þá nokkuð rætt í fleiri blöðum, en fjekk litlar undirtektir. Þó sagði Benedikt j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.