Lögrétta - 01.01.1936, Síða 19

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 19
41 LÖGRJETTA 42 Sveinsson í ritlingi, sem út kom vorið 1897 og var svar við fyrirlestri dr. Valtýs í lög- fræðingasamkundunni dönsku, sem fyr er frá sagt, og stefnu þingsins 1895: Vjer teljum það sjálfsagða skyldu við föðurland vort og sjálfa oss, að halda áfram hiklaust óbreyttri endurskoðaðri stjórnarskrá þangað til að út- sjeð er um, að sá vegur leiði til árangurs. En kæmi sá dagur, að vjer hefðum gert skyldu vora í þessu í augum sjálfra vor og annara þjóða og þetta leiddi ekki til sigurs á gerræði og mótþróa Danastjórnar, væri auðvitað ekki annað fyrir oss að gera en að kref jast skilnaðar. Hann gaf því skilnaðar- hugmyndinni samþykki sitt, en þótti hún aðeins ekki tímabær enn. Svo hafði skiln- aðarhugmyndin öðru hvoru rekið upp höf- uðið í stúdentafjelögunum hjer og í Kaup- mannahöfn, þar einkum hjá Gísla Sveins- syni á námsárum hans. Og þótt jeg væri nú í stjórnarflokknum, þótti mjer undir niðri gaman að því, að mín gamla skilnaðarhug- mynd kom þarna fram á Þingvallafundinum. En jeg var nú, eins og flestir aðrir, fulltrúa á það, að fyrir milligöngu Hannesar Haf- stein fengist nú stórum bætt afstaða íslands til Danmerkur. Skal nú skýrt frá skoðun Hannesar Haf- stein á málinu eftir ræðu, sem hann flutti á þingmálafundi í Eyjafirði vorið 1907, sem prentuð er í Lögrjettu. Hann sagði: Eftir að það hefur um langan undanfarinn tíma verið gersamlega ómögulegt að ná eyrum eða áheyrn bræðra vorra í Danmörku fyrir ósk- um og kröfum um aðra ákvörðun á stjórnar- farslegri stöðu Islands gagnvart öðrum hlut- um ríkisins, og annan grundvöll fyrir stjórn- skipun þess heldur en þann, sem stöðulögin frá 1871 hafa að geyma, er nú loks svo kom- ið eftir vinsamlega samfundi alþingismanna og ríkisþingmanna á síðasta sumri, að mjög margir af leiðandi mönnum Danmerkur, þar á meðal ýmsir mikils megandi ríkisþings- menn, vilja gera alvarlega tilraun til þess, að finna form, sem allir gætu gert sig ánægða með. Á sameiginlegum fundi alþingismanna og ríkisþingsmannanefndarinnar í Kaup- mannahöfn síðastliðið sumar var það einhuga ósk allra alþingismanna, að sett væri nefnd, sem skipuð væri bæði íslenzkum og dönskum þingmönnum, til þess að taka samband land- anna til athugunar og undirbúa nýja, sam- eiginlega löggjöf um stjórnarfarslega stöðu Islands. Og það varð niðurstaðan, að kon- ungur skipaði úr hópi alþingismanna og ríkis- þingsmanna milliþinganefnd, er skyldi rann- saka og ræða stjórnarfarslega afstöðu Is- lands innan Danaveldis og taka til ítarlegrar yfirvegunar, hverjar ráðstafanir löggjafar- völdin mundu geta gert til þess, að koma fullnægjandi skipun á þetta mál, þannig, að fengist gæti ný löggjöf, samþykt bæði af al- þingi og ríkisþinginu, um samband milli Is- lands og Danmerkur í stað stöðulaganna, sem aðeins voru sett af ríkisþinginu. Þetta hefur konungur vor, sem alt vill Islandi sem bezt og einskis óskar fremur en að vjer fá- um löglegan rjett vorn í öllum greinum, að- hylst, og er það tilgangur hans, að láta það verða sitt fyrsta verk, þegar hann er stiginn á íslenzka grund, að gefa út konungsúrskurð um skipun þessarar nefndar í því trausti að starf hennar verði upphaf að ráðstöfunum Islandi til hags og blessunar. Hann skýrir svo frá því, að ríkisþings- mennirnir hafi þegar komið sjer saman um, hverja þeir vilji hafa í nefndinni, og nú eigi alþingismenn að gera eins, á prívatfundum utan þings. Þykir mjer sjálfsagt, segir hann, að fult tillit verði tekið til landvarnarflokks- ins, þótt hann eigi ekki nema einn mann á þingi. Hann skýrir svo frá, hvert verkefni nefndarinnar eigi að vera. Hún á að rann- saka, segir hann, hvað sje sögulega rjett og satt. Við eigum að sannfæra með rökum, en ekki loka leiðum fyrir oss með ofsafengnum kröfum og einstrengingslegum kenningum . . . Við verðum að muna eftir því, að frá sjónar- miði útlendinga erum við allir ein heild í þessu máli . . . Við berum í þessu máli ábyrgð einn fyrir alla og allir fyrir einn gagnvart umheiminum og eins gagnvart eftirkomendum vorum. Það má ekki fórna máli eins og þessu á altari flokkadeilanna, ekki fipa þá, sem þræða eiga einstigið mjóa, með ópum og köllum eða aðkasti, þegar þeir eru að klífa tæpasta klifið . . . Menn verða að treysta því, að allir Islendingar, sem í nefndina verða kjörnir, hafi hugfast, að framfylgja sjálfstjórnarrjetti Islands eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.