Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 22

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 22
47 LÖGRJETTA 48 skjal, að jeg verð að taka hjer upp aðal- efni þess. Þar segir; Island er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið, í sambandi við Dan- mörk um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og ísland eru því í ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs, og skal nafn íslands tekið upp í titil konungs á eftir nafni Dan- merkur. Ríkiserfðalög þau, sem í gildi voru, skyldu haldast. Þetta skyldi koma í stað þess ákvæðis stöðulaganna: ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sjerstökum landsrjettindum o. s. frv. Áður höfðu í stjómarskránni frá 1874 sjermál Islands verið talin upp, svo að öll mál, sem fjellu utan við þá upptalningu, urðu að teljast sameiginleg. Nú voru sam- eiginlegu málin talin þarna upp, svo að alt, sem fjelli utan við þá upptalningu, skyldi teljast sjermál. Sameiginleg mál voru talin: 1. Konungsmata. 2. Utanríkismál. Engin þjóðasamningur, er snerti Island sjerstak- lega, skyldi þó gildur fyrir ísland nema rjett stjórnarvöld íslenzk samþykki. 3. Hervarnir á sjó ásamt gunnfána. 4. Gæzla fiskiveiða- rjettar þegnanna, að óskertum rjetti íslands til þess að auka eftirlit með fiskiveiðum við Island eftir samkomulagi við Danmörku. 5. Fæðingjarjettur. Löggjafarvald hvors lands um sig skyldi þó geta veitt fæðingjarjett með lögum, og næði hann þá til beggja land- anna. 6. Peningaslátta. 7. Hæstirjettur. Þó skyldi löggjafarvald Islands geta sett á stofn innlendan hæstarjett í málum sínum. En þar til svo yrði gert, skyldi, er sæti losnaði í hæstarjetti Dana, koma þangað maður með sjerþekkingu í íslenzkum lögum. 8. Kaupfán- inn út á við. Öðrum málefnum, sem taka bæði til Dan- merkur og Islands, svo sem póstmálsamband og símasamband, ráða dönsk og íslenzk stjórnarvöld í sameiningu. Sje um löggjaf- armál að ræða, gera löggjafarvöld beggja landanna út um málið. Danir og Islendingar á Islandi og Islendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnrjettis. Þó skulu forrjettindi íslenzkra námsmanna við Kaupmannahafn- arháskóla haldast og Islendingar búsettir á Islandi undanþegnir herskyldu á sjó og landi. Um fiskiveiðar í landhelgi við Danmörku og ísland skulu Danir og Islendingar jafnrjett- háir meðan Danir verja fiskimiðin. Þangað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, er ríkisþing o g alþingi setja og konungur stað- festir, fara dönsk stjórnarvöld fyrir Islands hönd með sameiginlegu málin. Að öðru leyti ræður hvort landið um sig öllum sínum málum. Meðan Island tekur engan þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, tekur það ekki heldur þátt í kostnaði við þau. Ríkis- sjóður Danmerkur greiði landssjóði Islands í eitt skifti fyrir öll, iy2 miljón króna og eru þá jafnframt öll skuldaskifti milli Danmerk- ur og íslands fullkomlega á enda kljáð. Ef ágreiningur risi upp um það, hvort mál væri sameiginlegt eða eigi, þá skyldi 9 manna gerðadómur gera út um það og skyldi konungur nefna til 4 menn, ríkisþingið 2 og alþingi 2, en þeir velja sjálfir oddamann. Og ef þeir kæmu sjer ekki saman um hann, þá skyldi forseti hæstarjettar sjálfkjörinn. Loks var ákvæði um, að ríkisþing og alþing gætu hvort um sig krafist endurskoðunar á lögunum er liðin væru 25 ár frá því, er þau fengju gildi. Og ef samkomulag næðist ekki um nýjan sáttmála eftir nánar tiltekið árabil, skyldi konungur ákveða með tveggja ára fyrirvara, eftir tillögu frá ríkisþingi eða al- þingi, að sambandinu um sameiginlegu málin skyldi slitið að nokkru eða öllu leyti. Þetta er meginatriði sambandslagaupp- kastsins. I símskeytinu fylgdu með til skýr- ingar þessar setningar úr nefndarálitinu: ísland er sjerstakt ríki jafnhliða Danmörku. Island hefur fullveldi yfir öllum sínum mál- um, meðal annars yfir því, hvernig málin eru borin upp fyrir konungi og hvernig hagað er skipun íslenzkra ráðherra. Fyrstu undirtektir blaðanna voru á þessa leið: Stjórnarblöðin Lögrjetta og Reykjavík tóku uppkastinu vel. Þjóðólfur og Isafold tóku því ekki illa, en töldu bæði að allmikið vantaði á, að kröfur Þingvallafundarins 1907 væru teknar til greina. Bæði sögðu þau, að íhuga þyrfti með stillingu og gætni, hvort taka bæri þeim kostum, sem uppkastið biði, og bæði fóru þau viðurkenningarorðum um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.