Lögrétta - 01.01.1936, Side 23

Lögrétta - 01.01.1936, Side 23
49 LÖGRJETTA 50 starf sambandslaganefndarinnar. En bæði kváðust þau hafa orðið fyrir vonbrigðum. Landvarnarblaðið Ingólfur, sem þeir stýrðu þá Benedikt Sveinsson og Ari Jónsson Arn- alds, tók þegar í stað eindregið afstöðu gegn uppkastinu. Skúli stendur einn við kröfur Þingvallafundarins, sagði blaðið og birti svo- hljóðandi símskeyti frá Kaupmannahöfn: Stórgallar á frumvarpinu. Islendingar inn- limaðir óuppsegjanlega dönsku valdi í utan- ríkismáium og hermálum. Öllum þegnum danska ríkisins heimilaður fiskiveiðarjettur í landhelgi Islands 30—40 ár. Dannebrog jafnlengi lögfest verzlunarflagg. Helsti kost- urinn að sjermálin eru losuð úr ríkisráðinu. — Þetta skeyti er að líkindum sent af Bjarna frá Vogi, sem þá hafði dvalið um tíma í Kaupmannahöfn. Málið var rætt þar á stúdentafundi, urðu 19 með uppkastinu, en 15 á móti. 14 vildu ekki greiða atkvæði. 27. maí komu nefndarmennirnir heim frá Kaupmannahöfn allir nema Skúli Thorodd- sen; hann var lasinn og dvaldi þar enn um hríð. 1. júní var almennur kjósendafundur fyrir Reykjavík haldinn í Templarahúsinu, og hafði Hannes Hafstein lofað að skýra þar frá starfi sambandslaganefndarinnar. Húsið fyltist brátt og komst ekki inn nema lítill hluti þeirra, sem á vildu heyra. Voru þá allir gluggar opnaðir, og mannf jöldinn skip- aði sjer í stóran hóp utan við húsið. Þegar ráðherra var að byrja ræðu sína, kallaði Björn Jónsson framan úr húsinu og óskaði, að fundurinn yrði færður upp í Barnaskóla- port, svo að öllum gæfist kostur á að heyra frásögn ráðherrans. Eftir nokkurt karp um þetta neituðu fundarboðendurnir að taka til- lögu hans til greina, og gekk Björn þá út. Ráðherra flutti langa ræðu, en hún er ekki prentuð, svo að það, sem jeg segi úr henni, tek jeg eftir minni. Hann sagði frá mörgu í viðureign Dana og Islendinga í nefndinni, skoðunum Dana á málunum, er nefndin tók til starfa, og hvernig málum hefði verið miðlað smátt og smátt, og má sjá margt af því í ritinu um nefndarstörfin, sem prent- að er. Hann skýrði frá, hver atriði það væru, sem Danir hjeldu fast við og eigi yrði að svo komnu um þokað, og hvað aftur á móti væri fengið, sem alt til þessa hefði verið ófáanlegt. Var ræða hans svo öfgalaus sem mest mátti verða, og á engan hallað. Hann sagði, að þetta væri nú það, sem nefndin hefði getað lengst komist, og að sá tími, sem Islendingar yrðu samkvæmt ákvæðum uppkastsins að láta sjer þetta nægja, væri ekki langur tími í lífi þjóðarinnar. Hann endaði svo með þeim orðum, að hann bæði menn að minnast þess, að fósturjörðin, móðir vor, þarfnaðist meir skjólfata en skrautklæða. Að lokinni ræðu ráðherra samþykti fund- urinn með yfirgnæfandi meirihluta tvær til- lögur: 1. Fundurinn heitir frumvarpi sam- bandslaganefndarinnar fullu fylgi sínu. 2. Fundurinn þakkar sambandslaganefndinni starf hennar. Næsta dag boðuðu þeir til fundar í Barna- skólaportinu Björn Jónsson og Guðmundur Hannesson læknir, þá á Akureyri, til þess að ræða sambandslagauppkastið. Kom þang- að mikið fjölmenni. Björn flutti langa og hógværa inngangsræðu. Hann bað fundinn að láta í ljósi þakklæti til sambandslaga- nefndarinnar og var það gert án andmæla. Síðan talaði hann um ýmislegt, sem honum fanst á vanta í uppkastið og taldi að breyta þyrfti og líklegt væri að hægt væri að breyta. En ráðherra hafði sagt, að engu mætti breyta í uppkastinu, ef vissa ætti, að vera fyrir því, að ríkisþingið samþykti það. I sömu átt og Björn, og þó ákveðnara gegn uppkastinu töluðu þeir Guðmundur Hannes- son og Einar H. Kvaran. I sama streng tók Kristján Jónsson dómstjóri. En nefndar- mennirnir tveir, Steingrímur Jónsson og Stefán Stefánsson, mæltu með uppkastinu. Engin atkvæðagreiðsla fór fram. Hannes Hafstein var ekki á fundinum. Kom það nú meira og meira í ljós í blöð- unum, að stjórnarandstæðingar voru að sækja í sig veðrið til andstöðu gegn upp- kastinu. Landvarnarmenn fundu því alt til foráttu, töldu íslenzku þýðinguna falsaða og kölluðu, að allir nefndarmennirnir aðrir en Skúli Thoroddsen hefðu brugðist ættjörð sinni. Þó urðu þeir fyrir þeim vonbrigðum, að flokksforingi þeirra, Jón Jensson yfir- dómari, snerist eindregið til fylgis við upp- kastið og skrifaði bækling til varnar því.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.