Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 24

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 24
51 LÖGRJETTA 52 Nefndarmennirnir og aðrir fylgismenn uppkastsins töldu sjer sigurinn vísan hjá þjóðinni og voru því óvarir um sig og sitt mál. Þeir skeyttu lengi fram eftir andmæl- unum og árásunum minna, en þeir hefðu þurft að gera, í trausti þess, að sigurinn hlyti að verða sín megin. Þeir báru uppkast- ið saman við það ástand, sem við áttum þá við að búa, og við eldri sjálfstæðiskröfur, og stóð uppkastið vel að vígi í þeim saman- burði. En andstæðingar uppkastsins báru það saman við þær fylstu kröfur, sem gerð- ar höfðu verið, kröfur Þingvallafundarins 1907. Þetta voru allólík sjónarmið. I dönskum blöðum komu einnig fram mjög skiftar skoðanir á málinu. Hægrimannablað- ið Vort Land mun hafa gengið einna lengst í andmælum gegn því. Það sagði m. a.: Nefndarálitið sýnir ljóst og rækilega alt það dugleysi, allan þann heigulskap og vesaldar- skap, sem danska þjóðin er nú sokkin niður í undir hinni ríkjandi stjórn. Tvær skoðanir komu þarna fram, önnur dönsk, hin íslenzk, og samkomulag hefur náðst á þann einfalda hátt, að íslenzka skoðunin verður alstaðar ofaná. I síðasta lagi eftir 37 ár geta Islend- ingar breytt sambandinu miili íslands og Danmerkur í hreint persónusamband. Og fyrir þessi merkilegu vildarkjör á Danmörk að borga Islandi 1 y2 miljón króna. . . Niður á við, altaf niður á við, þangað til engin Danmörk er framar til. Nationaltidende mótmæltu uppkastinu af þeirri sök, að Færeyingar yrðu þar fyrir skakkafalli. Það er hægt að segja upp fæðingjarjetti Dana og Færeyinga á Islandi eftir 35 ár, og þá missa þeir rjett sinn til fiskiveiða við Island. Því eftir 25 ár geta menn verið vissir um, að íslendingar vilja vera út af fyrir sig. Nú sem stendur hafa þeir hagnað af sambandinu vegna þess að efnahagur landsins gerir því ekki fært að nota ýmsar auðsuppsprettur sínar. En eftir 25 ár verður það orðið fært um þetta, og þá munu Islendingar sjálfir ákveða, hverj- um þeir vilja hleypa inn í nægtabúr land- helgi sinnar. Því Island er framtíðarland. Það geta allir sjeð. Blaðið skorar á ríkis- þingið að leiðrjetta þetta. VI. Ágreiningsatriði Skúla Thoroddsen í sam- bandslaganefndinni voru að mestu í samræmi við kröfur Þingvallafundarins 1907. Hann vildi hafa í 1. grein frumvarpsins: Island er frjálst og fullvalda ríki. Svo vildi hann setja inn ákvæði um það, að engar hernaðarráð- stafanir mætti gera á Islandi nema með sam- þykki íslenzkra stjórnarvalda, og að fengin væri viðurkenning fyrir hlutleysi hins ís- lenzka ríkis. Islenzka kaupfánann taldi hann vera sjermál Islands, en ekki sameiginlegt mál. Hann vildi að hlutkesti skyldi ráða um það, hvort forseti hæstarjettar eða æðsti dómari íslands yrði oddamaður í gerðar- dómi þeim, sem skera skyldi úr hugsanlegri deilu um það, hvað sameiginlegt mál skyldi telja. Svo vildi hann stytta nokkuð fresti þá, sem ákveðnir voru í frumvarpinu til upp- sagnar á samningnum og taka fram, að öll mál væru uppsegjanleg nema konungssam- bandið. Hinir íslenzku nefndarmennirnir gátu að sjálfsögðu fallist á alt þetta. En þeir gátu ekki fengið dönsku nefndarmennina til þess að faliast á það, og samnefndarmenn Skúla sögðu, að þeir hefðu ekki vitað um það fyr en á allra síðustu stundu, að hann mundi skerast úr leik. Skúli Thoroddsen var áhrifamikill maður í íslenzku þjóðlífi, gamall þingskörungur í miklu áliti. Hann var fæddur 1859 og því nálægt fimtugu, er hjer segir frá. Hann hafði ungur orðið sýslumaður í Isaf jarðarsýslu og gerðist þar brátt mjög umsvifamikill, stofn- aði blaðið Þjóðviljann og varð forgangs- maður í kaupf jelagsskap þar vestra. Hann kom á þing 1891 og varð þar einn af kröfu- hörðustu mönnunum í flokki Benedikts Sveinssonar. Hann rjeðist mjög freklega á Magnús landshöfðingja Stephensen og aðra þá, sem honum þótti ekki sinna rjettinda- kröfum Islands svo sem skyldugt væri, og hann átti lengi í illvígum deilum við Björn Jónsson og Isafold. Þessar erjur o. fl. leiddu til þess, að honum var vikið úr embætti 1895. Hann vann þó fyrir hæstarjetti mál það, sem höfðað var gegn honum til afsetn- ingar, og var honum þá boðin önnur sýsla,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.