Lögrétta - 01.01.1936, Síða 26
55
LÖGRJETTA
56
og sviksemi hinna íslenzku við málstað sinn,
fjasið um innlimun o. s. frv. keyrði fram úr
öllu hófi fyrir þessar kosningar. Jeg get
ekki sagt það með neinni vissu, hvernig
almenningur hafi litið á málið meðan á
baráttunni stóð. Þó heyrðist mjer það á
mörgum eftir á, að þeir hefðu ætlast til að
frumvarpinu yrði eitthvað breytt með sam-
komulagi, en ekki hins, að því yrði með öllu
kastað fyrir borð. Forsprakkarnir í and-
stöðunni gegn frumvarpinu vildu fyrir hvern
mun fella Hannes Hafstein. Það var öllum
Ijóst. Ýmsir af þeim munu hafa hugsað
sem svo, að ívilnanir þær, sem Danir höfðu
nú boðið, gætu þeir ekki aftur tekið, en að
teygja mætti þá lengra með fastari átökum.
En án efa vakti skilnaðarhugsunin fyrir
mörgum, sem atkvæði greiddu gegn frum-
varpinu. Það hafði komið fram í nefndar-
umræðunum, að Danir töldu hreint persónu-
samband, án nokkurra sameiginlegra mála,
sama sem skilnað, og jafnvel óaðgengilegra
fyrir sig en fullan skilnað, og það hafði líka
komið fram, þótt aðeins væri í munnlegu
viðtali, að þeir mundu ekki beita Islendinga
hemaði, þótt þeir heimtuðu skilnað. íslend-
ingar vestan hafs risu upp gegn frumvarp-
inu, hjeldu víða fjölmenna fundi og sam-
þyktu alstaðar skilnað frá Danmörku. Jeg
ætla að taka hjer upp kafla úr grein í
Lögrjettu, nokkru fyrir kosningarnar, sem
fjallar um þessi atriði málsins. Það er opin-
bert, segir þar, að þeir, sem mest berjast
móti sambandsmálinu, eru skilnaðarmenn. . .
Þeir ætla eftir á að spana þjóðina upp til
þess, að heimta fullan skilnað. Þá verður
látið klingja: Þetta ástand er óþolandi. Við
erum með stöðulögum og stjórnarskrá, ríkis-
ráðssetu og undirskrift stjórnarforsetans
danska innlimaðir í Danmörku. Okkur er
haldið í hnappheldu. Danir vilja ekki sam-
þvkkja lögin eins og við viljum hafa þau,
svo að ekkert er annað að gera en að heimta
skilnað. En heigulskapurinn er þó svo mikill,
að það er varla nema Ingólfur einn, sem
skýrt kveður upp úr með það, að skilnaður
sje eina og æskilegasta ráðið. Isafold þorir
ekki að segja það hreinskilnislega, en stikl-
ar í kringum það eins og köttur í kringum
heitan graut, af því hún veit, að þjóðin vill
ekki skilnað, þótt hann stæði okkur opinn.
. . . Það er bersýnilegur og ómetanlegur
hagur fyrir Island að vera í fjelagi með
Dönum um viss mál, þar sem við þurfum
engum eyri til þeirra að kosta nema við
sjálfir viljum.
Hugsum okkur nú, að við hefðum enn
átt að búa við stöðulögin frá 1871 og stjórn-
arskrána frá 1874; Danir hefðu neitað öll-
um breytingum og skilnaði sömuleiðis. Þá er
hætt við, að þeir, sem feldu frumvarpið frá
1908, hefðu fengið harða dóma. En rás við-
burðanna varð sú, að fall frumvarpsins
flýtti fyrir lausn sambandsmálsins og því
geta nú frumvarpsandstæðingar þrátt fyrir
alt litið ánægðir yfir framkomu sína 1908.
En ekki vissu þeir og gátu engar hugmyndir
haft um það 1908 og 1909, að eftir 5 ár
kæmi upp heimsstyrjöld, sem kollvarpaði
ríkjaskipun Norðurálfunnar og gerbreytti
öllum hugsunarhætti manna og skoðunum,
sem rótgrónar voru í heiminum þegar sam-
banslaganefndin gamla sat á rökstólum. En
það var þetta, sem leiddi til þess, að við
fengum fullveldisviðurkenninguna 1918.
Frumvarpsmennirnir biðu, eins og alkunn-
ugt er, algerðan ósigur í kosningunum 1908.
Hjer í Reykjavík voru þeir kosnir dr.
Jón Þorkelsson landskjalavörður og Magnús
Blöndahl kaupmaður með liðlega 100 atkv.
fram yfir þá Guðmund Björnson og Jón
Þorláksson. I Borgarfirði feldi Kristján Jóns-
son dómstjóri sjera Þórhall Bjarnarson lector.
1 Mýrasýslu feldi Jón á Haukagili Jóhann
Eyjólfsson. I Snæfellsnessýslu feldi sjera
Sigurður Gunnarsson Lárus H. Bjarnason.
I Dalasýslu feldi Bjarni frá Vogi sinn gamla
flokksforingja Jón Jensson. Bjöm Jónsson
var kosinn í Barðastrandasýslu og sjera
Kristinn Daníelsson í Vestur-Isaf jarðarsýslu,
en frumvarpsmenn fjellu í báðum þeim
sýslum. I Strandasýslu feldi Ari ritstjóri
Jónsson Arnalds Guðjón Guðlaugsson. Stefán
skólameistari fjell í Skagafirði. Á Akureyri
feldi Sigurður Hjörleifsson Magnús Krist-
jánsson. Benedikt Sveinsson ritstjóri feldi
frumvarpsmann í Norður-Þingeyjarsýslu og
Jón á Hvanná annan í Norður-Múlasýslu.
Þorleifur í Hólum feldi Guðlaug sýslumann
Guðmundsson í Austur-Skaftafellssýslu og