Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 28

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 28
59 LÖGRJETTA 60 umgerðar uppkastsins. Það voru einkum þau mál, er eftir uppkastinu eiga að vera sam- eiginleg, sem nákvæmlega voru rædd og óskuðu alþingismennirnir að þau yrðu svo fá, sem fremst mætti verða. Þar sem það nú kom í Ijós, að skoðan- irnar voru mjög fjarstæðar, eigi aðeins um tillögugrundvöllinn, heldur og, að eigi var talið gerlegt af hálfu Danmerkur að ganga að nokkrum hinum minstu efnisbreytingum á frumvarpstextanum, og lögð sterk áherzla á það, að meiri hluti hinna dönsku nefndar- manna hefði þokað svo langt til samkomu- lags, sem með nokkru móti væri unt að gera — þá varð úrslitaálitið það, að sem stendur væri ekkert útlit til þess, að málið gæti náð fram að ganga á viðunanlegan hátt. Þar á móti voru í ljósi látnar, bæði frá hlið alþingisforsetanna og forsætisráðherr- ans, bestu vonir um, að síðar mætti takast að finna leið til þess að nálægja skoðanirn- ar hvora annari, með tilhliðrunarsemi á báða bóga, svo að af samningunum yrði verulegur árangur, er miðaði til þess að þróa hið góða samband milli landanna. I viðræðum við dönsk blöð lýsti Björn því skýrt yfir, að hann væri skilnaði and- vígur og gerði lítið úr því, að nokkur veru- leg skilnaðarhreyfing, sem taka þyrfti tillit til, ætti sjer stað hjer á landi. Ljetu þau vel yfir þessu og mæltu vingjarnlega í hans garð. Um það var kveðið hjer heima: Danska mamma blíð á brá Björn við sat á rabbi: Þú skalt, hollvin, hjeðan í frá heita danski pabbi. Var mikið gert úr því í heimastjórnar- blöðunum að öllum umbótum á sambandi Islands og Danmerkur væri nú siglt í strand og að allur vígamóðurinn og alt skilnaðar- skrafið frá kosningabaráttunni 1908 væri hjaðnað niður eins og froða og að engu orðið. Rjett er að minnast hjer á eitt atriði frá þingsetningunni 1909. Dr. Valtýr Guðmunds- son var talinn kosinn á Seyðisfirði með eins atkvæðis meirihluta yfir sjera Björn Þor- láksson á Dvergasteini. Þingmeirihlutinn ónýtti þá kosningu og vildu margir þegar í stað úrskurða sjera Björn rjett kosinn. En þó varð það ekki úr, heldur var úrskurðað, að kosning skyldi fara fram að nýju. En dr. Valtýr varð að víkja af þingi meðan á því stæði. Þegar hann var á leið út og kom- inn fram í dyr þingsalsins, mundi hann eftir, að hann hafði gleymt einhverju þar inni, sneri við og gekk aftur inn í salinn. Stóð á því dálitla stund, að hann fyndi það, sem hann hafði gleymt. Dr. Jón Þorkelsson, gamall andstæðingur Valtýs frá samveru- árum þeirra í Kaupmannahöfn, leit þá upp frá sæti sínu og kallaði með hárri og hvassri rödd: Ætlar hann ekki að gegna og fara? Dr. Valtýr hafði þá fundið það, sem hann Ieitaði að, og gekk fram að salsdyrunum, en sneri sjer þar við og sagði brosandi: Það lítur út fyrir, að jeg eigi að koma hingað aftur. Átti hann við, að það er gömul al- þýðutrú hjer á landi, að sá, sem gleymir einhverju, er hann flytur frá býli sínu, eigi að lenda þar aftur. En ekki varð honum að þeirri trú í þetta sinn, því sjera Björn var nú kosinn á Seyðisfirði. Við þetta bættist meirihlutanum eitt þingsæti, svo að hann hafði nú 25 gegn 15. Þegar forsetarnir komu heim úr Kaup- mannahafnarförinni, settist Björn Jónsson í ráðherrastólinn. Sjálfstæðismenn rjeðu nú öllu í þinginu og settu sína menn þar að öllum störfum. Þingsveinar allir, hvað þá heldur aðrir, urðu að vera vel ættaðir, þ. e. komnir af góðum og gildum sjálfstæðis- mönnum. Guðmundur Magnússon skáld hafði að undanförnu verið umsjónarmaður á lestr- arsal þingsins. Hann var heimastjórnarmað- ur, þótt hann reyndar Ijeti stjórnmál af- skiftalaus. Hann var að sjálfsögðu látinn fara og voru þó á þessum árum hinar ágætu skáldsögur hans sem óðast að koma út. En þingið 1909 var fjörugt. Aldrei hefur t. d. verið ort meira af þingvísum en þá. Björn Jónsson sat við mikið meirihluta- fylgi, er þingi var slitið, og verður í næsta erindi sagt frá valdatíð hans. VII. Eins og fyr er frá sagt, var í raun og veru til fullnustu ákveðið um örlög sam- bandslagafrumvarpsins í viðtali alþingisfor- setanna við forsætisráðherra Dana, áður en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.