Lögrétta - 01.01.1936, Side 35

Lögrétta - 01.01.1936, Side 35
73 LÖGRJETTA 74 voru utan samtakanna Kristján Jónsson og Sigurður Eggerz, og úr sjálfstæðisflokknum Björn Kristjánsson og Þorleifur í Hólum. Skúli, Bjarni og Benedikt voru nú í hópi út af fyrir sig. Jón Magnússon var nú forseti sameinaðs þings og formaður sambands- flokksins. Það var nú ætlunin, að Hannes Hafstein leitaði hófanna hjá Dönum um sambands- málið, er hann færi á konungs fund að loknu þingi. Af þessu leiddi, að stjórnarskrárfrum- varpi því, sem samþykt hafði verið á þinginu 1911, var ekki hreyft á þessu þingi. En sjö manna nefnd var kosin til þess að semja til- lögur til samkomulags í sambandsmálinu: Guðlaugur Guðmundsson, sjera Jens Pálsson, Jón Magnússon, Jón í Múla, sjera Sigurður Stefánsson, Stefán skólameistari og dr. Val- týr. Sambandsflokkurinn birti ekki þessar breytingartillögur, taldi það óþarft fyr en kunnugt yrði um undirtektir Dana. En Ing- ólfur náði í þær og birti þær og kallaði bræð- inginn. I viðleitni sinni til þess að koma fram nýju skipulagi á sambandi Islands og Danmerkur hafði Hannes Hafstein áður átt mikla stóð í Friðriki konungi VIII. En hann andaðist þetta vor, 14. maí. Hann var mjög vinsæll hjer á landi fyrir öll þau afskifti, sem hann hafði haft af málum íslands og fór fram f jöl- menn minningarhátíð um hann hjer í alþing- ishúsinu 3. júní. Við völdum tók sonur hans, núverandi konungur, Kristján X. Til þess að sýna viðhorf Islandsmála í Danmörku á þessum tímum, tek jeg grein sem I. C. Christensen, forsætisráðherra með- an á sambandssamningunum stóð 1908 og mesti og áhrifaríkasti þáverandi stjórnmála- maður Dana, skrifaði í blað sitt Tiden þeg- ar hann fjekk vitneskju um þann viðbúnað, sem væri í undirbúningi hjer heima til þess að leita samkomulags við Dani um sambands- málið. Hann segir: Islenzka þjóðin hefur eftir því sem ald- irnar liðu smátt og smátt fengið einhvern keim af jarðeldanáttúru landsins. Landið er rólegt og kalt til að sjá. Jöklar þekja fjöll- in, en innra fyrir ríkir eldur, og áður en varir brýzt hann fram og gerir stóra byltingu. — Það gengur áþekt þessu í íslenzku stjórn- málunum. Huldir eldar brjótast fram þegar minst varir. Flokkar rofna og klofna, og nýir flokkar og flokkabrot myndast. — Ný- lega hefur átt sjer stað ný íslenzk stjórn- málasambræðzla, þar sem nokkur hluti heimastjórnarmanna hefur sameinast nokkr- um hluta sjálfstæðisflokksins um nýja stefnu- skrá í hinu svo nefnda dansk-íslenzka sam- bandsmáli. Það virðist svo sem nú sjeu það þeir fyrverandi ráðherrarnir Hafstein og Björn Jónsson, sem tekið hafi höndum sam- an. Ef til vill er það fyrirsögn um fall núver- andi ráðherra (Kr. J.) og framkomu hr. Haf- steins á ný, og ef til vill verður það orsök til nýrrar flokksmyndunar á alþingi. Alt þetta skulum vjer láta ósagt. — En þar á móti sjáum vjer ekki, að stefnuskrá sam- bræðslunnar geti breytt nokkru um afstöð- una til Danmerkur, því stefnuskráin virðist sú, að krefjast enn víðtækari tillátssemi frá Danmerkur hálfu en dansk-íslenzka sam- bandslagauppkastið hafði að bjóða, og um nýja tillátsemi getur að vorri hyggju ekki verið að tala. Menn verða að minnast þess, að skilyrðin fyrir hinum dönsku ívilnunum 1908 voru skýr og ákveðin, þau, að með þær skyldu Is- lendingar tjá sig ánægða, svo að framvegis gæti komist á friður og ró í hinu íslenzka stjórnarfarsmáli um afstöðuna til Danmerk- ur. Það var og álit manna, að með þessu væri vegur opnaður til ávaxtasams stjórn- málastarfs heima fyrir á Islandi til eflingar þjóðmenningar og framfara í landinu. En Is- lendingar vildu annað þá. Við alþingiskosn- ingarnar kom gos. Meðhaldsmenn nefndar- uppkastsins biðu mikinn ósigur, og alþingið samþykti alt annað en menn höfðu orðið ásáttir um 1908. Þar með var nefndarupp- kastið í raun og veru drepið, og það getur ekki gagnað, þótt menn nú, eftir nýtt gos þar norður frá, reyni að blása lífi í líkið. Það er dautt, og Islendingum mun eigi takast að gera það, sem orðið er, að engu. Vjer höfum sjeð, að vorum miklu ívilnunum hefur verið varpað í nasir oss. Hvernig er þá hægt að hugsa sjer, að vjer eftir það sjeum fúsir á að gera nú nýjar og enn meiri? Nei. Upp á slíka skilmála getum vjer auðvitað ekki sam- ið. Eigi að semja nú, þá verður málið að tak-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.