Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 37

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 37
77 LÖGRJETTA 78 ríki, og nokkrum öðrum atriðum breytt, sem að hafði verið fundið. En tveimur atriðum, sem mótmælt hafði verið í dönskum blöð- um, eins og fyr segir, var einnig breytt, og voru það ákvæðin um fæðingjarjettinn og landhelgina. Danska þingið eitt skyldi nú veita fæðingjarjettinn, en með þeim takmörk- unum, að hann veitist engum manni bú- settum á fslandi án samþykkis alþingis. fbú- ar Færeyja skyldu jafnan vera jafnrjettháir íslendingum á landhelgissvæði íslands. Þegar Hannes Hafstein kom heim, boðaði hann þá menn Sambandsflokksins, sem til náðist, á fund í stjórnarráðinu og var hið nýja sambandslagauppkast rætt þar á tveim- ur fundum. En árangurinn af umræðunum varð sá, að ákveðið var að Sambandsflokk- urinn tæki það ekki að sjer til flutnings. Komu þó fram mismunandi skoðanir um þetta, og rjeð það úrslitum, að ýmsum þótti, þrátt fyrir nokkrar breytingar til bóta, þetta frumvarp óaðgengilegra en hitt, vegna þeirra tveggja breytinga, sem inn voru nú komnar samkvæmt kröfu frá Dönum. Því fór fjarri, að Hannes Hafstein væri ánægður með erindisrekstur sinn í Danmörku að þessu sinni. Hann hafði búist við betri árangri. Ljet hann nú birta frumvarpið með þeirri athugasemd frá sjer, að það væri hvorki tilboð frá Dönum nje tillaga frá sjer, heldur ætti það að sýna, hvað hann yrði nú að telja hið mesta, sem unt væri að fá fram- gengt í Danmörku á grundvelli frumvarps- ins frá 1908 í sambandi við tillögur þing- manna 1912. Frumvarpið verður því aðeins lagt fyrir þingið af stjórnarinnar hálfu, sagði hann, að þjóðin hafi áður við nýjar kosn- ingar, eða á annan hátt, látið í ljósi, að hún óski þess, og engar ákvarðanir verða teknar um, hvort málið skuli, þannig vaxið, borið undir þjóðina fyr en alþingismenn hafa átt kost á að athuga það í sameiningu á næsta þingi. Landvarnarblaðið Ingólfur hafði verið mjög á móti stofnun Sambandsflokksins og sömuleiðis Þjóðviljinn. Samkomulagsatriðin um sambandsmálið á þinginu 1912 kallaði Ingólfur: bræðinginn. En frumvarpið, sem nú kom fram, kallaði hann: grútinn. — Islenzk landhelgi er gerð aldönsk óuppsegjanlega, sagði blaðið. Fiskiveiðarjetturinn er fenginn Dönum, Færeyingum, Grænlendingum og svertingjum á Vesturhafseyjum Dana. Danir einir veita fæðingjarjett á Islandi. Til enn meiri háðungar er Island kallað ríki um leið og þess er vandlega gætt, að ísland hafi ekkert ríkiseinkenni. Öðrum göllum frum- varpsins frá 1908 er vandlega haldið. — Það er stórum furðulegt, að ráðherra skuli hafa uppburði til þess að færa íslenzku þjóðinni þessu lík tilboð nú, hann, sem sjálfur var feldur frá völdum fyrir fylgi við frumvarp- ið 1908, en þetta er hálfu fráleitara. Það er nú ekki laust við, að þetta eigi nokkuð skylt við gífuryrði, þegar þess er gætt, að landhelgin var í framkvæmdinni al- dönsk, fiskiveiðarjetturinn þar náði til allra danskra þegna og fæðingjarjetturinn var danskur, þegar orðin voru skrifuð. Sjónar- miðin voru svo ólík, að sumir iitu á þáverandi ástand, en hinir litu á það eitt, hvað æski- legt væri og rjett frá þeirra sjónarmiði. IX. Eins og drepið hefur verið á áður, var ýmsum heimastjórnarmönnum það móti skapi, er Hannes Hafstein fór að leita banda- lags við andstæðingaflokkinn vorði 1912. En er það sýndi sig á aukaþinginu, hve vel þetta gekk í upphafi, þá hvarf sú andúð að mestu, og allir gamlir flokksmenn Hannesar gerðu sjer nú góðar vonir um, að hann næði þeim árangri, sem hann ætlaði sjer að ná, með fylgi hins fjölmenna sambandsflokks. En þetta fór alt öðruvísi en ætlað var. Þingið 1913 kom saman 1. júlí. En fyrir þingsetninguna hjelt sambandsflokkurinn fund, og skýrði Hannes Hafstein þar frá árangrinum af málarekstri sínum í Dan- mörku, en samþykt var, eftir tillögu frá hon- um sjálfum, með öllum atkvæðum gegn einu, að sambandsmálið skyldi ekki tekið fyrir á þessu þingi. Það lá síðan í dái fram til 1918. Næsta dag var aftur fundur í flokknum og þar samþykt með töluverðum meiri hluta, að honum skyldi haldið áfram sem starfandi þingflokki. En minni hlutinn vildi þá ekki beygja sig og sagði sig úr honum. Fór nú öll hin eldri flokkaskifting á ringulreið. Urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.