Lögrétta - 01.01.1936, Síða 42

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 42
87 LÖGRJETTA 88 skurður verði gefinn út. Jeg geng að því vísu, að þessi fáni verði ekki eftirtakanlega líkur fána neins annars lands og vænti síðar tillögu ráðherra Islands um lögun og lit fán- ans. Jeg óska að mönnum verði það ljóst, að það, hvernig tekið er í þetta mál frá Dana hlið, stafar af einlægri löngun til þess að efla gott samkomulag með Danmörku og íslandi. Þessi konungsúrskurður um íslenzkan sjer- fána vakti töluverðar umræður í dönskum blöðum. Knud Berlin hjelt því fram, að kon- ungur hefði ekki haft heimild til þess að út- kljá málið með úrskurði án þess að það kæmi til kasta ríkisþingsins, og skoraði á ríkis- þingið að mótmæla þessu. Líkar skoðanir komu víða fram í dönskum blöðum og á fundum hægrimanna í Danmörku, sem not- uðu málið til árása á dönsku stjórnina. X. Hannes Hafstein hafði nú fengið loforð konungs um staðfesting á stjórnarskrár- frumarpi alþingis og konungsúrskurð um sjerfána eða landsfána handa Islandi. En þótt þetta væri hvorutveggja í samræmi við vilja alþingis 1913, þá fór því fjarri, að and- stæðingar hans hjer heima fyrir væru ánægð- ir. Um bæði þessi mál reis upp hörð blaða- rimma. Ráðherra skipaði eftir heimkomu sína nefnd til þess að gera tillögu um gerð fán- ans. Var Guðmundur Björnson landlæknir formaður hennar, en hinir voru: Jón Aðils sagnfræðingur, Matthías Þórðarson þjóð- menjavörður, Ólafur Björnsson ritstjóri og Þórarinn Þorláksson málari. Þeir sömdu fróðlegt rit um málið, sem út var gefið, og er meginhluti þess eftir Guðmund Björnson. Þangað geta þeir leitað, er nánar vilja kynn- ast upprnna og gerð fána og skjaldarmerkja. Aðaltillaga nefndarinnar var, að þríliti fán- inn yrði löggiltur, sá er við nú höfum, en varatillaga, að við tækjum bláan kross á hvítum feldi, þá gerð sem Finnland valdi síð- ar, er það varð frjálst ríki eftir heimsstyrj- öldina. Stóð enn hörð deila um fánagerðina. Mótstöðumenn þrílita fánans kölluðu hann glundroða, og var það rauði liturinn í hon- um, sem þeir vildu útrýma. Loforði konungs um staðfestingu stjórnar- skrárinnar var fundið það til foráttu, að for- sætisráðherrann danski hefði blandað sjer í það á ríkisráðsfundinum, hvar íslenzk mál væru borin upp, og að tilkynning um þá breytingu, sem til stæði, hefði opinberlega verið birt í Danmörku, enda þótt þar væri um íslenzkt sjermál að ræða. Þingkosningar fóru fram í apríl 1914. Með- al nýrra manna, sem við þessar kosningar komu inn í þingið, og mikið koma á næstu árum við sögu stjórnmálanna, má nefna Einar Arnórsson, Guðmund Hannesson og Svein Björnsson. En tveir menn, sem margt hefur verið sagt frá hjer á undan, hurfu nú af stjórnmálasviðinu fyrir fult og alt: dr. Valtýr Guðmundsson og Lárus H. Bjama- son. Hannesi Hafstein leyzt svo á kosning- arnar, að hann mundi vera í minni hluta og bað um lausn frá ráðherraembættinu áður en þing kom saman. Þingið benti á Sigurð sýslu- mann Eggerz til þess að taka við því. Fór hann á konungsfund og tók við embættinu 21. júlí. Stjórnarskrárfrumvarpið frá 1913 var nú samþykt í annað sinn. En þingið Ijet fylgja því fyrirvara, sem svo var nefndur, eða þingsályktun svohljóðandi: Um leið og alþingi samþykkir frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskrá íslands 1874 og stjórnskipunarlögunum 1903, álykt- ar það að lýsa yfir því, að ef svo yrði litið á, að með því, sem gerðist á ríkisráðsfundi 20. október 1913 sbr. konunglegt opið brjef, dagsett sama dag, hafi uppburður sjermála Islands verið lagður undir valdsvið dansks löggjafarvalds eða danskra stjórnarvalda, þá getur alþingi ekki viðurkent slíka ráðstöfun skuldbindandi fyrir Island, þar sem hún bryti í bág við vilja þingsins 1913 og fyrri þinga. Ennfremur ályktar alþingi að lýsa því yfir, að það áskilur, að konungsúrskurð- ur sá, er boðaður var í fyrnefndu opnu brjefi, verði skoðaður sem hver annar íslenzkur konungsúrskurður, enda geti konungur breytt honum á ábyrgð Islandsráðherra eins og án nokkurrar íhlutunar af hálfu dansks löggjafarvalds eða danskra stjórnarvalda. Heldur alþingi því þess vegna fast fram, að uppburður sjermála íslands fyrir konungi í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.