Lögrétta - 01.01.1936, Síða 47

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 47
97 LÖGRJETTA 98 var sett 11. desember. Einar Arnórsson, sem enn var þingmaður Árnesinga, ljet af stjórn. En vegna þeirra vandræða, sem stöfuðu af heimsstyrjöidinni, var nú mynduð sam- steypustjórn með þremur ráðherrum. Stóðu þrír flokkar að stjórnarmynduninni: heima- stjórnarflokkurinn, sem nú var f jölmennast- ur, lagði til forsætisráðherra og dómsmála- ráðherra, Jón Magnússon; sjálfstæðisflokk- urinn, sem var næst stærstur, lagði til fjár- málaráðherrann, Björn Kristjánsson, og framsóknarflokkurinn lagði til atvinnumála- ráðherrann, Sigurð Jónsson frá Ystafelli. Björn Kristjánsson fór þó, eftir eigin ósk, úr stjórninni eftir nokkra mánuði, en í hans stað kom Sigurður Eggerz. Þingið 1917 varð síðasta þingið, sem Hannes Hafstein sat. Hann lifði það, sem eftir var æfinnar, við sífeld veikindi og oft sárþjáður, og andaðist í árslok 1922, aðeins 61 árs gamall. Ber löggjöf íslands og allir hagir þess miklar menjar um stjórnmála- starfsemi hans, og glæsilegri forvígismann munu Islendingar seint eignast. Honum tókst ekki að binda enda á sambandsmálsdeiluna, sem lengi hafði þó verið mesta áhugamál hans. En þótt hann mætti harðri andstöðu, ekki síst í því máli, þá varð öllum það meir og meir ljóst, að hann hafði unnið þar af heilum hug fyrir lánd sitt og þjóð, og eftir að hann hvarf af stjórnmálasviðinu fór viðurkenning verka hans vaxandi meðal allra landsmálaflokka. Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein eru enn sem komið er einu stjórn- málaforingjar okkar, sem standa steyptir í málm á torgum höfuðstaðar landsins. XI. Heimsstyrjöldin skall yfir sumarið 1914. Stóð þá svo á hjer, að aukaþingið sat á rök- stólum, sem kvatt hafði verið saman þetta ár til þess að ráða til lykta breytingum þeim á stjórnarskránni, sem fyr er frá sagt. Hannes Hafstein var nýfarinn frá völdum, en Sigurður Eggerz hafði tekið við. Menn bjuggust ekki við því í byrjuninni, að ófrið- urinn mundi verða eins langvinnur og raun varð á. Deilunum um stjórnarskrármálið og fánamálið var haldið hjer áfram, þar til þeim málum lauk á þinginu 1915, eins og fyr segir. En jafnframt urðu ófriðarmálin meir og meir viðfangsefni þings og stjórnar og aðalum- hugsunarefni als almennings. Drotnun Breta á hafinu var það, sem Is- lendingar fengu nú fyrst og fremst að kynn- ast. Bretar drógu línu frá Skotlandi til Nor- egs og tilkyntu, að öll skip, sem yfir þá línu færu, yrðu tekin af herskipum þeirra, flutt til hafnar í Bretlandi og rannsökuð þar, bæði farmur og póstur, og ef þau flyttu vörur, sem ætlaðar væru Þjóðverjum, yrðu þær teknar. Skeytasendingar milli Islands og umheims- ins yrðu einnig háðar eftirliti í Englandi. Þetta farbann og viðskiftabann hjelzt allan þann tíma, sem ófriðurinn stóð. Danir og Is- lendingar gátu engin viðskifti átt saman öðruvísi en undir eftirliti Breta. Samband- inu milli Danmerkur og Islands var í raun og veru slitið. Það sýndi sig þarna svo skýrt sem fremst mátti verða, að sú rjettarstaða í sambandinu, sem Islandi var ætluð í stöðu- lögunum frá 1871, gat ekki samrýmst legu landsins, þegar á reyndi. Danmörk lá innan þeirrar línu, sem átti að útiloka Þjóðverja frá viðskiftum við umheiminn, en Island lá utan hennar og stóð betur að vígi með því að það átti opna viðskiftaleið vestur um haf. Það fór líka svo, að Danastjórn ljet Islend- inga að öllu leyti sjálfráða um allar athafn- ir viðvíkjandi ófriðnum, enda gat hún ekki annað gert. Hún gat ekki hindrað, að Bretar tækju hjer öll yfirráð, sem þeir töldu sjer nauðsynleg, meðan á ófriðnum stóð. Sama hafði átt sjer stað í byrjun 19. aldar, er Danir áttu í ófriði við Englendinga og Jörgen Jörgensen tók hjer um tíma öll völd í sín- ar hendur með aðstoð enskra kaupmanna. Það var lengi ætlun margra meðan á stríð- inu stóð, að Þjóðverjar mundu taka Dan- mörku, og ef svo færi, þá tækju Bretar Is- land. En Danir fóru viturlega að ráði sínu á stríðsárunum og komust með lagi og hygg- indum hjá árekstri við báða ófriðaraðiljana. Voru þeir þó, vegna legu lands síns, í sífeldri hættu, og sjáanlegt, að ekkert mátti út af bera á hvoruga hliðina. Nábúar þeirra, Svíar, voru Þjóðverjum hliðhollir, enda var lega lands þeirra sú, að Bretum var þar óhægra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.