Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 53
109
LÖGRJETTA
110
Jeg ætla að taka hjer upp nokkur atriði
úr brjefum Jóns Magnússonar til trúnaðar-
manna hans í Danmörku frá því, er hann
kom heim frá Kaupmannahöfn og til þess,
er danska samninganefndin kom hingað.
Hann leggur til, að einn maður sje sendur,
en segist vera hræddur við nefnd. Samningar
muni ekki takast nema hreint persónusam-
band sje viðurkent. Þetta getur ekki komið
Dönum á óvart, segir hann, því að þetta er
í rauninni grundvöllur íslenzku nefndarmann-
anna frá 1908, og jeg hef oftar en einu sinni
skýrt konungi og Krieger frá þessu, og
sömuleiðis Zahle og fleirum dönskum ráð-
herrum. Jeg veit vel, að Danir segjast ekki
ganga að þessu. En jeg hygg, að meiri hluti
þingmanna og máske allir muni, að viður-
kendu hreinu persónusambandi, tilleiðanlegir
til þess, að hafa einhver mál sameiginleg með
Dönum, t. d. utanríkismál að einhverju leyti,
en með uppsagnarfresti, eða máske meðan
um semur. Það þýðir víst ekki til þess að
hugsa, að íslendingar vilji fallast á jafnrjetti
íslendinga og Dana í hvoru landanna um sig.
Hitt má vera, að samningar gætu orðið um
það, að Færeyingar hefðu með einhverjum
kjörum fiskiveiðarjett hjer fram yfir aðrar
þjóðir. Sameiginlegt ríkisráð finst mjer að
ekki geti verið um að ræða. Mjer er líka
óskiljanlegt, hvers vegna Danir vilja halda
í það, því þeir vita og geta vitað á annan
hátt, hvað gerist í stjórn íslands, svo lengi
sem sami er konungur og sama kabinet.
Jeg og margir fleiri bera kvíðboga fyrir því,
að vandræði hljótist af, ef samningar verða
reyndir og ekki verður samkomulag. En til-
raun til samninga hef jeg talið sjálfsagða
áður en fána-frumvarp þingsins væri sam-
þykt, því að væri því neitað staðfestingar,
þykist jeg sjá fram á, að það leiddi óviðráð-
anlega til skilnaðar, í rauninni, að því er
jeg hygg, móti vilja alls þorra þjóðarinnar.
Jeg er að vona, að það bregðist ekki, að
maður eða menn komi hingað innan miðs
júní.
I brjefi til konungs segir Jón Magnússon,
þegar frjett kom hingað um það, að ríkis-
þingið hefði samþykt upptöku sambands-
málsins, að hjer sjeu menn alment mjög
ánægðir yfir þsssu og geri sjer góðar vonir.
Það er líka mín skoðun, segir hann, að mjög
skynsamlegt sje að gera tilraunina, og gera
hana einmitt nú. En erfiðieikarnir sjeu miklir,
þar sem krafa íslendinga sje hreint persónu-
samband, en frá Dana hlið sje því alment
haldið fram, að þeir geti ekki gengið að því.
Hjer sje reyndar um formsatriði að ræða,
en formsatriði sjeu oft erfið viðfangs. En
hvernig sem þetta fari, segist Jón Magnús-
son vera þeirrar skoðunar, að valin hafi verið
rjetta leiðin, eins og hans hátign konung-
urinn hafi haldið fram.
I Danmörku hafði málið tafist vegna
þingrofs og nýrra kosninga. Ríkisþingið kom
ekki saman fyr en 28. maí. 1. júní hóf Zahle
umræður um mál íslands í ríkisþinginu; sagði,
að breyttir hagir hjer á landi hefðu orðið
þess valdandi, að hvað eftir annað hefði
stjórnin orðið að taka afstöðu Islands í rík-
inu til meðferðar og væri brýn nauðsyn að
taka breytingar á sambandi landanna til
meðferðar. Nefndir voru kosnar í báðum
þingum og var Borgbjerg framsögumaður í
fólksþinginu, en Kragh í landsþinginu. Hægri-
menn skárust úr leik og vildu engan þátt
eiga í afgreiðslu málsins. Lögðu þeir sjer-
staklega áherzlu á, að fáninn yrði sameigin-
legur og að Island yrði ekki konungsríki út
af fyrir sig. Tillögur meiri hluta nefndanna
um upptöku sambandsmálsins og sendingu
samninganefndar til Reykjavíkur voru sam-
þyktar í fólksþinginu með 102 : 19 atkv. og í
landsþinginu með 46 : 15. — 1 nefndina voru
valdir fjórir menn: Chr. Hage fyrir stjórn-
arinnar hönd, og svo sinn maður úr hverj-
um stjórnmálaflokki, sem styðja vildi málið:
Borgbjerg frá Jafnaðarmannaflokknum, I. C.
Chirstensen frá flokki vinstri manna og
prófessor Arup frá radikala flokknum.
Samninganefndin kom hingað 29. júní. Hafði
alþingi þá kosið f jóra menn í samninganefnd-
ina af sinni hálfu, sinn úr hverjum flokki
þingsins: Jóhannes Jóhannesson, forseta
sameinaðs þings, úr heimastjórnarflokknum,
Bjarna frá Vogi úr sjálfstæðisflokknum,
Einar Arnórsson úr langsummannaflokknum
og Þorstein M. Jónsson úr framsóknarflokkn-
um.
Gekk nefndarstarfið svo hljóðlega, að litlar
fregnii' bárust út af því. Islenzku nefndar-