Lögrétta - 01.01.1936, Síða 55

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 55
LÖGRJETTA 114 143 hvað eftir annað, hvor í sinni deild, að frum- varpið væri í sumum atriðum verra en upp- kastið frá 1908, og urðu nú gamlir fylgimenn uppkastsins, Jón Magnússon, og þó mest Einar Arnórsson, að telja fram yfirburði þessa frumvarps, og svo Jóhannes Jóhannes- son í efri deild. Hann var framsögumaður þar og stóð fyrir svörum gegn andmælum Magnúsar Torfasonar. Annars ræddu málið, auk framsögumannanna, ráðherrarnir Jón Magnússon og Sigurður Eggerz, og einnig Gísli Sveinsson í neðri deild og sjera Krist- inn Daníelsson í efri deild. Sigurður Eggerz kvaðst ekki vera ánægður með jafnrjettis- ákvæði sáttmálans, en þó hiklaust fylgja honum vegna annars ávinnings, sem hann hefði að færa. Andmælendurnir voru harð- orðastir í garð flokksbróðir síns, Bjarna frá Vogi. Benedikt Sveinsson kallaði hann argan Valtýing, gegnsýrðan af dönskum anda, og Magnús Torfason hafði enn harðari orð um hann, svo að forseti deildarinnar greip fram í og vítti þau. Það fer oft svo, er skoðanir skiftast hjá þeim, sem lengi hafa fylgst að málum. En Bjarni frá Vogi var sá maður, sem lengst og fastast hafði haldið fram full- veldiskröfunum, og hafði, þrátt fyrir erfiða aðstöðu og erfið kjör oft og tíðum, helgað líf sitt og störf þessu máli, og nú stóð hann sem sigurvegari, með fylgi allra flokka að baki sjer. Jeg ætla ekki að fara frekar út í lýsingu á sambandssáttmálanum og þeim rjettar- ávinningi, sem hann færði. Það er öllum svo kunnugt mál. En hann var samþyktur með öllum atkvæðum þingsins að undanskildum atkvæðum þeirra Benedikts Sveinssonar og Magnúsar Torfasonar, er nú greiddu báðir atkvæði á móti honum. 1 stjórnarskránni frá 1915 var ákvæði um, að samningar um sam- bandið milli Islands og Danmerkur skyldu bornir undir þjóðaratkvæði. Sú atkvæða- greiðsla fór fram 19. október og var sátt- málinn þar samþyktur með 12338 : 989. Hann var svo staðfestur af konungi 30. nóvember og skyldi ganga í gildi 1. desem- ber 1918. Haustið 1918 gerðust tveir miklir viðburðir hjer á landi, stjómmálasögunni óviðkomandi. Katla gaus í október einu af sínum stóm gosum, sem gerði mikil landspjöll í nálæg- um hjeruðum, og í byrjun nóvember kom hingað ein af þeim óheillafylgjum, sem jafn- an eru stórstyrjöldum samfara, en það var inflúensupestin. Hún hafði farið geist um alla álfuna og hvarvetna látið eftir sig mikil merki. Á nokkrum dögum lagðist allur f jöldi Reykvíkinga í þessari veiki og bærinn var um hríð eins og útdauður bær, með mann- lausar götur og dauðvona sjúklinga í fjölda húsa. Margir dóu. En síðara hluta mánað- arins fór bærinn aftur að rakna við, og þá komu líka þær gleðifregnir, að heimsstyrj- öldinni væri lokið. Og nú rann upp fullveldisdagurinn 1. des- ember. Þennan dag var veður hjer svo fagurt sem fremst má verða um þann tíma árs, skýlaus himinn, frostlaust og kyrt, svo að það merktist aðeins á reykjunum upp frá húsunum, að sunnanblær var í lofti, og ýtti hann móðunni, sem yfir bæinn legst í logni, hægt og hægt norður á flóann. Sveitirnar voru auðar og mjög dökkar yfir að líta, en hrím á hæstu fjöllum, og sló á það roða við sólaruppkomuna. Landstjórnin hafði boðað, að menn skyldu koma saman við stjórnarráðsblettinn 15 mínútum fyrir kl. 12 um daginn, því þar ætti að fara fram hátíðleg athöfn til þess að fagna fullveldinu. Þrátt fyrir það, að margir voru enn lamaðir af áhrifum pest- arinnar, var mikill mannf jöldi þarna saman kominn, þ. á. m. ræðismenn erlendra ríkja og fyrirliðar og liðsmenn af danska varðskipinu Fálkanum. Mynduðu hðsmenn Fálkans heið- ursfylkingu á stjórnarráðsblettinum. Jón Magnússon var erlendis, en Sigurður Eggerz gegndi forsætisráðherra störfum. Lúðraflokk- ur ljek: Eldgamla Isafold. Síðan flutti Sigurð- ur Eggerz ræðu af tröppum stjórnarráðshúss- ins. Jeg færi hjer til nokkur atriði úr ræðunni: íslendingar! Hans hátign konungurinn staðfesti sambandslögin í gær og í dag ganga þau í gildi. Þessi dagur er mikill dagur í sögu þjóðar vorrar. Hann er runninn af baráttu, sem háð hefur verið í þessu landi alt að því í heila öld. Baráttan hefur þrosk- að okkur um leið og hún hefur fært okkur að markinu. Saga hennar verður ekki sögð í dag. Hún lifir í hjörtum þjóðarinnar. Þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.