Lögrétta - 01.01.1936, Page 61

Lögrétta - 01.01.1936, Page 61
125 LÖGRJETTA 126 sinn, og urðu þeir bræður sammála um það, að Bjarni Jóns hefði fallið á maklegan hátt. Jóhann pistill var fámáll og sárkveið nú fyrir því, ef að Grímsi yrði tekinn fastur. Grímsi gaf ekkert orð í það, sem skrafað var, frekar en að honum kæmi það ekkert við, og undir eins og rýmdist til í búðinni, gekk hann að rúminu sínu og lagði sig út af. Það fór nú smátt og smátt að skýrast fyr- ir honum hvernig komið var. — „Manndráp- ari“. Þvílíkt skelfilegt orð, og það varð eins og bylmingghögg, fyrir eyrum hans, og nú sá hann ljótan karl, með lafandi sjóhatt og augnatóftirnar fullar af myrkri. — Elías. — Hann hrökk við sem snöggvast. — Þetta var missýning — bara svolítil minning, sem skaut upp höfðinu, frá róðrarferðunum. — — Það kom hik á þá, sem eftir voru í ver- búðinni, þegar Ingveldur læddist þar upp á loftið. Hún var þrútin í framan — með társtokk- in augu. Máttfarin og ríðaði til. — Hún hafði orð á því, við þá, sem eftir voru í búðinni, að þeir færu út, og mæltist til þess við Björn, að hún fengi að hafa tal af Grímsa — þar í einrúmi. Og orð Ingveldar köfnuðu í þungri sorg, yfir því, hvernig þessum mál- um var komið. Endurminningarnar voru skýrar frá því, að þau Grímsi höfðu verið saman og henni hefði ekki getað tekið sárara til hans, þó hann hefði verið sonur hennar. — Þessi ylur, sem hann hafði vakið hjá henni, roskinni manneskjunni ?---- Átti hún nú ekki — óbeinlínis — mikinn þátt í þessum sorgarleik? Og hún einsetti sjer það, að láta það fara með sjer í gröf- ina, sem Gríma trúði henni fyrir á dauða- stundinni .... Þau voru nú orðin tvö ein eftir í verbúð- inni. Ingveldur hafði eins og þurkað búðina af öllum óhreinum hugarslæðingum, með komu sinni. Skapsmunir Grímsa höfðu ögn sefast, en köldum svitadropum sló út um enni hans. Ingveldur settist á rúmið hjá honum, og strauk blíðlega um vanga hans. Þau horfðust í augu, og Ingveldur forðaðist það eins og heitan eld, að minnast á Bjarna og afdrif hans. Grímsi var þyrstur, varirnar þurar og blóðbragð í munninum. Ingveldur færði honum að drekka, þvoði honum í framan og hjúkraði honum eins og veikum manni og yfirgaf hann ekki, fyr en hann var kominn í ró og sofnaður. Hún sat á stokknum hjá honum og feldi þar nokkur tár, yfir þessum þungu örlögum .... Hreppstjórinn fól Birni Bjarnasyni það á hendur, að gæta Grímsa, þangað til að sýslu- maðurinn kæmi, til þess að taka málið fyrir, og fregnin flaug eins og eldur í sinu um alla Víkina. Fólkið stóð á hljóðskrafi, hingað og þang- að, hópum saman, út af þessum atburði, og nokkrir þóttust hafa orðið varir við svip Bjarna sáluga nóttina eftir að hann rotað- ist, og hefði hann verið alt annað en frýni- legur. Og það voru margir sannfærðir um það, að Bjarni gengi aftur. Daginn eftir kallaði sýslumaður saman öll vitni, er verið höfðu nærstödd við fráfall Bjarna heitins, og setti rjett. Bar vitnun- um ekki saman um það, að Bjarni hefði brúkað vond orð við Grímsa að fyrra bragði, og ætlað að berja hann með flöskunni, ■ og þeim bar heldur ekki saman um það, hvað Bjarni hefði verið mikið drukkinn, og sann- anir komu ekki fram í málinu, að Grímsi hefði þurft að taka á honum fantatökum, og hrinda honum svona voðalega ofan í grjótið. Þegar Grímsi kom fyrir rjettinn, var hann fölur, en harður á svip. Sýslumaður hvesti á hann augun, sem yfirvald, og skipaði hon- um að skýra satt og rjett frá öllum mála- vöxtum. Grímsi bar það fram, að það hefði verið kalt á milli þeirra, Bjarna og hans, frá því vetrinum áður, að þeir hefðu verið saman, á sama bát, þar í Víkinni, og töluverðar erjur 1 þeim og kapp, og nokkrum sinnum komið til áfloga á milli þeirra, með meira kappi og verri handtökum en venjulegt væri, á milli ungra manna í hversdagslegum áflogum, og þessi ágreiningur milli þeirra hefði stafað af því, að þeir hefðu báðir felt hug til sömu

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.