Lögrétta - 01.01.1936, Síða 61

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 61
125 LÖGRJETTA 126 sinn, og urðu þeir bræður sammála um það, að Bjarni Jóns hefði fallið á maklegan hátt. Jóhann pistill var fámáll og sárkveið nú fyrir því, ef að Grímsi yrði tekinn fastur. Grímsi gaf ekkert orð í það, sem skrafað var, frekar en að honum kæmi það ekkert við, og undir eins og rýmdist til í búðinni, gekk hann að rúminu sínu og lagði sig út af. Það fór nú smátt og smátt að skýrast fyr- ir honum hvernig komið var. — „Manndráp- ari“. Þvílíkt skelfilegt orð, og það varð eins og bylmingghögg, fyrir eyrum hans, og nú sá hann ljótan karl, með lafandi sjóhatt og augnatóftirnar fullar af myrkri. — Elías. — Hann hrökk við sem snöggvast. — Þetta var missýning — bara svolítil minning, sem skaut upp höfðinu, frá róðrarferðunum. — — Það kom hik á þá, sem eftir voru í ver- búðinni, þegar Ingveldur læddist þar upp á loftið. Hún var þrútin í framan — með társtokk- in augu. Máttfarin og ríðaði til. — Hún hafði orð á því, við þá, sem eftir voru í búðinni, að þeir færu út, og mæltist til þess við Björn, að hún fengi að hafa tal af Grímsa — þar í einrúmi. Og orð Ingveldar köfnuðu í þungri sorg, yfir því, hvernig þessum mál- um var komið. Endurminningarnar voru skýrar frá því, að þau Grímsi höfðu verið saman og henni hefði ekki getað tekið sárara til hans, þó hann hefði verið sonur hennar. — Þessi ylur, sem hann hafði vakið hjá henni, roskinni manneskjunni ?---- Átti hún nú ekki — óbeinlínis — mikinn þátt í þessum sorgarleik? Og hún einsetti sjer það, að láta það fara með sjer í gröf- ina, sem Gríma trúði henni fyrir á dauða- stundinni .... Þau voru nú orðin tvö ein eftir í verbúð- inni. Ingveldur hafði eins og þurkað búðina af öllum óhreinum hugarslæðingum, með komu sinni. Skapsmunir Grímsa höfðu ögn sefast, en köldum svitadropum sló út um enni hans. Ingveldur settist á rúmið hjá honum, og strauk blíðlega um vanga hans. Þau horfðust í augu, og Ingveldur forðaðist það eins og heitan eld, að minnast á Bjarna og afdrif hans. Grímsi var þyrstur, varirnar þurar og blóðbragð í munninum. Ingveldur færði honum að drekka, þvoði honum í framan og hjúkraði honum eins og veikum manni og yfirgaf hann ekki, fyr en hann var kominn í ró og sofnaður. Hún sat á stokknum hjá honum og feldi þar nokkur tár, yfir þessum þungu örlögum .... Hreppstjórinn fól Birni Bjarnasyni það á hendur, að gæta Grímsa, þangað til að sýslu- maðurinn kæmi, til þess að taka málið fyrir, og fregnin flaug eins og eldur í sinu um alla Víkina. Fólkið stóð á hljóðskrafi, hingað og þang- að, hópum saman, út af þessum atburði, og nokkrir þóttust hafa orðið varir við svip Bjarna sáluga nóttina eftir að hann rotað- ist, og hefði hann verið alt annað en frýni- legur. Og það voru margir sannfærðir um það, að Bjarni gengi aftur. Daginn eftir kallaði sýslumaður saman öll vitni, er verið höfðu nærstödd við fráfall Bjarna heitins, og setti rjett. Bar vitnun- um ekki saman um það, að Bjarni hefði brúkað vond orð við Grímsa að fyrra bragði, og ætlað að berja hann með flöskunni, ■ og þeim bar heldur ekki saman um það, hvað Bjarni hefði verið mikið drukkinn, og sann- anir komu ekki fram í málinu, að Grímsi hefði þurft að taka á honum fantatökum, og hrinda honum svona voðalega ofan í grjótið. Þegar Grímsi kom fyrir rjettinn, var hann fölur, en harður á svip. Sýslumaður hvesti á hann augun, sem yfirvald, og skipaði hon- um að skýra satt og rjett frá öllum mála- vöxtum. Grímsi bar það fram, að það hefði verið kalt á milli þeirra, Bjarna og hans, frá því vetrinum áður, að þeir hefðu verið saman, á sama bát, þar í Víkinni, og töluverðar erjur 1 þeim og kapp, og nokkrum sinnum komið til áfloga á milli þeirra, með meira kappi og verri handtökum en venjulegt væri, á milli ungra manna í hversdagslegum áflogum, og þessi ágreiningur milli þeirra hefði stafað af því, að þeir hefðu báðir felt hug til sömu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.