Lögrétta - 01.01.1936, Page 62

Lögrétta - 01.01.1936, Page 62
127 LÖGRJETTA 128 stúlkunnar, en hún ekki haft neitt geð til þess að aðhyllast Bjarna að neinu leyti. Hefði þetta orðið til þess, að Bjarni hefði lagt fæð á hann og ert hann með óviðeigandi orðum um þennan kvenmann, sem áður væri um getið, og ekki gæti staðið í vegi þeirra lengur. Hann bar það einnig fram í rjettinum, að hann hefði ekkert hugsað út í það, hvað bylta þessi kynni að verða Bjarna háskaleg, og að hann hefði haft geð í sjer til þess, að skora Bjarna á hólm, upp á líf eða dauða, að fornum sið, ef það hefði ekki fyrir löngu verið numið úr lögum og þessi heift og stygð og gremja, sem hann hefði lagt á Bjarna, stafaði af grun um það, að hann hefði beitt illri meðferð ástmey hans, og veitt henni eftirför að næturlagi. — Og þegar hann með fáum orðum drap á andlát þessarar stúlku, viknaði hann svo mikið, að hann kom engu orði upp fyrir rjettinum og varð æstur í skapi. — Málið varð flókið, og sýlumaður varð að beita bæði lægni og hörku, til þess að komast að því sanna í þessu máli, og hvort að Bjarni hefði átt þar nokkurn hlut að máli, að flýta fyrir dauða þessarar ungu stúlku. — Eina manneskjan, sem nokkuð var hægt að byggja á í þessu efni, var Ingveldur Jónsdóttir, ráðskona Björns Bjarnasonar for- manns. Gríma hafði látið senda eftir henni undir eins, daginn eftir að hún veiktist, og Ingveldur hafði ekki yfirgefið hana meðan hún lá.----- Þegar Ingveldur kom fyrir rjettinn, var hún bæði beygð og brotin. Að vísu gaf hún þær upplýsingar, að Bjarni hefði verið drykk- feldur, og hrottamenni við vín, og slarkfeng- inn á danssamkomum, þá um veturinn, og að hann hefði mikið sózt eftir ástum Grímu. Þegar komið var að því, hvort henni væri það nokkuð kunnugt, að Bjarni hefði veitt stúlku þessari, er um var rætt, eftirför í myrkri, eða á annan hátt verið nokkuð vald- ur að veikindum hinnar látnu, og hvort að þessi kvenmaður hefði trúað henni fyrir nokkru leyndarmáli þessu viðvíkjandi, þá gugnaði Ingveldur algerlega, við að þurfa að vinna e i ð að slíkum framburði. Hún misti þá algert vald yfir skapsmunum sín- um, hrópaði til guðs, og fjell í öngvit. Eftir það varð Ingveldur svo veik, að henni var hlíft við því, að þurfa að koma optar fyrir rjett í þessu máli. Dómurinn hljóðaði á þá leið, að Grímur Brandsson ætti að taka út hegningu í Reykja- vík, alt að þriggja ára fangelsisvist.......... Góði faðir! Jeg býst við að þessi fregn komi yfir þig eins og reiðarslag. Þig hefur víst aldrei órað fyrir því, að neinu leyti, að sonur þinn yrði öðrum manni að bana. Og nú getur þú hug- leitt það, hver ósköp það eru, sem yfir mig hafa dunið hjer í víkinni í vetur. Jeg geng í berhögg við lögin, og fregnin um þennan atburð skellur yfir fólkið eins og blóðrigning. Jeg veit að jeg baka ykkur foreldrum mínum mikla sorg með þessu framferði, sem jeg get ekki gert fulla grein fyrir í þessu stutta brjefi, og jeg bið þig, faðir minn, að reyna til þess, með fullum kjarki, að hugga mömmu og leiða henni það fyrir sjónir, hvernig í málinu liggur. Það var yfirsjón mín, þegar jeg kom heim í fyrra, að leyna þig því, að jeg feldi ástar- hug til ungrar stúlku hjer í víkinni. Jeg drap aðeins á þetta við mömmu, og eins og þjer er kunnugt, var hún altaf á þeirri skoðun, að jeg mundi ekki sækja neina gæfu hingað vestur. Stúlkan var fátæk og umkomulaus, en einstaklega góð og elskuleg og falleg í mín- um augum, og nú iðrast jeg sárt eftir því, að jeg hafði ekki þann manndóm í mjer, að fara með hana heim til ykkar, að hverju sem það hefði dregið. Þegar jeg kom hingað vestur í vetur, barst mjer sú fregn, nokkrum stundum eftir að jeg steig á land, að stúlkan mín væri dáin. — Hún stóð þá uppi og var jarðsunginn á laugardaginn fyrir páska. Jeg stóð yfir moldum hennar hryggur og beygður og úr mjer genginn að öllu leyti, og það sárasta þótti mjer í þessu efni, að

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.