Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 66

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 66
135 LÖGRJETTA 136 hverju sinni, þegar Hálendingar voru að leggja til sín járnbraut, þá keyptu þeir f jórar gamlar dráttarvjelar og kom saman um að gefa þeim einhver virðuleg og viðeigandi nöfn. En til þess að hafa úr miklu að velja, hjetu þeir háum verðlaunum þeim, sem kæmi með best nöfnin. Hálendingur nokkur vann til verðlaunanna fyrir heitin: Lúther, Galilei, Wallenstein og Don Carlos. Þessi heiti hlutu allra hylli og voru vjelamar skírðar þeim með mikilli viðhöfn. I samsæti, sem haldið var á eftir, var hinn slungni nafnahöfund- ur spurður að því, hvers vegna honum hefði dottið þessu ágætu nöfn í hug. „Það er auðskildasta mál í heimi,“ sagði Hálendingurinn. „Jeg skírði fyrstu vjelina Lúther, af því, að hann sagði einhverntíma: „Hjer stend jeg — jeg get ekki annað“. Frægasta setning Galileis var: „Hún hreyf- ist þrátt fyrir alt.“ Wallenstein sagði: „Þú kemur seint, en kemur þó“, en Don Carlos sagði: „Fýlan af þjer drepur mann“ — og þess vegna var það, sagði Hálendingurinn, „að jeg valdi þessi nöfn.“ X. Eitt var það ótalið í skapgerð Hálendings- ins, sem hann á í ríkum mæli, en það er trúhneigð — trúhneigð, sem oft fer út í öfgar hjá honum og gengur ofstæki næst. Það er dálítið eftirtektarvert, að í smábæ einum með tæpleg 6000 íbúum voru 15 mis- munandi trúflokkar og sá 16. bættist í hóp- inn með Oxfordhreyfingunni, sem er nokk- urskonar afturgenginn hjálpræðisher. Þessir trúaröfgar hafa, í sannleika sagt, oft verið mjer mikið undrunarefni hjá jafn gagnment- uðu fólki og Hálendingar eru. En þetta ligg- ur einhvern veginn í blóðinu. Því sunnar sem dregur í álfuna og því heitara sem blóðið er, er þörfin dýpri fyrir vernd almáttugs afls, enda lifa menn þar meir í heimi til- finninga en hugsana. Á dögum Zwinglis var í Ziirichkantónunni stofnaður pólitískur trúflokkur ,sem nefndi meðlimi sína „endurskírendur". Þetta var umbótaflokkur, sem reis upp með siðabót- inni og var henni fylgjandi, þótt hann gengi lengra í ýmsum efnum. Markmið hans var að efnema barnaskírnina, en láta hinsvegar skíra fullorðna, að afnema eignarjett ein- staklingsins, en koma á algerðri sameign svipað og kommúnistar gera, að afnema skatta og tíundir, að banna dauðahegningu og afnema eiðinn, en koma upp fullkomnu ríki Krists á jörðinni, í svipuðum anda og hann hefði barist fyrir. Þessi einkennilega djarfhuga umbótaflokkur mætti miklum of- sóknum og þó meir af hálfu mótmælenda en kaþólskra. Zwingli sjálfur gekk manna ótrauðastur fram í því, að banna flokkinn með lögum, að drekkja foringjum hans, en setja aðra meðlimi hans í fangelsi. Þessi pólitíski trúflokkur, sem átti upptök sín í kan- tónunni Zurich og var bannaður þar fáum árum síðar, breiddist út til annara landa og hefur jafnvel haldist þar fram á þennan dag, eins og t. d. í Hollandi, Þýskalandi,' Rúss- landi og Norður-Ameríku. í stöku þorpum Zurichhálendisins eimir ennþá eftir að gömlum venjum „endurskír- endanna“. Hefur nú á seinni tímum mynd- ast nýr trúflokkur, sem nefnist „nýskírend- ur“, og sem vinnur í svipuðum anda og „endurskírendurnir", en þó ekki nærri eins róttækt. Þeir láta ekki skíra börn sín fyr en þau eru fullvaxta, þeir forðast þjóðkirkj- una eins og heitann eldinn, en koma saman til sameiginlegra bænagerða. Þessir „nýskír- endur“ hafa á síðustu tímum klofnað í tvær deildir út af mjög heitum ágreiningi um það, hvort karlmönnum innan flokksins skyldi leyft að bera skegg eða ekki. Annar skoð- anamunur er ekki. Allar konur í báðum deildunum eru skyldar að ganga með svört hárnet. Á 19. öldinni kom hvert atvikið á fætur öðru fyrir, öll trúarlegs eðlis, sem höfðu mikilvæg og víðtæk áhrif á stjórnarfar lands- ins, breyttu hugsunarhætti og skoðunum manna og byltu margra alda úreltum lögum í nýtt og mannúðarlegra horf. Að einu þessu atviki var maður að nafni Hans Felix Egdi undirrót og orsök. Hann var fæddur og uppalinn í þorpi því, sem Böretswil heitir, og hafði ofan af fyrir sjer með almennri sveitavinnu og vefnaði. Var hann heldur fáskiftinn, en þótti drengur góður í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.