Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 68

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 68
LÖGRJETTA 140 139 Þriðja og allra ömurlegasta dæmi um trú- arvitfirring þessa tímabils er stúlka nokkur, Regula Furrer að nafni. Hún kom fyrst opin- berlega fram í þorpinu Páffikon árið 1842 og vakti mikla eftirtekt á sjer fyrir spádóma og ýmsar sýnir, sem hún þóttist sjá. Á úti- samkomum, sem hún hjelt, söfnuðust stund- um 5000 áheyrendur í einu, og einhver allra ákafasti áhangandi hennar var fyrnefndur prestur Bernhard Hirzel. Brátt sá fólk samt, að hjer voru svik í tafli og að spádómar hennar og þær sýnir sem hún þóttist sjá, höfðu ekki við neitt að styðjast, og hvarf það flest frá henni aftur. En dálítill flokkur trúaðra áhangenda fylgdi henni áfram og þar á meðal gestgjafahjón, Spörri að nafni, sem trúðu blint á mátt hennar og sýnir. Þessi hjón áttu uppeldisdóttir, sem hjet Sussanna Kánzig og var náfrænka húsmóðurinnar. Nú bar svo við, að skeiðar og hringar hurfu úr húsinu og var Regula Furrer óðara fengin til að athuga stuldinn og til að vísa á þjóf- inn. Hún sagði strax að Susanna Kánzig hefði stolið mununum, en gat þess jafnframt að hún hafi ekki gert það viljandi, heldur sje það illur andi, sem búi í henni, sem sje vald- ur að stuldinum. Hin kornunga og saklausa stúlka varð nú um tveggja mánaða skeið að fórnardýri grimmilegra og ómannúðlegra of- sókna. Hvern einasta dag var hún tekin og klædd úr hverri spjör, lögð niður á gólfið, og þar var henni haldið á meðan hún var barin með ólum, köðlum og þyrnigreinum, þangað til líkaminn hljóp upp og blóð foss- aði úr honum. Á meðan þessi grimmdarlega athöfn fór fram, sungu hinir viðstöddu sálma á milli þess, sem þeir báðust fyrir. En þareð Susanna gat aldrei sagt til hinna stolnu muna, ætlaði Regula Furrer að reka hinn þverlynda djöful úr líkama hennar með sjóð- andi vatni. En kennari þorpsins, sem gekk á óp hinnar hálftryltu og hálfmeðvitundar- lausu stúlku, gat bjargað henni frá dauða, en stefndi hyskinu fyrir rjett og Ijet það sæta hegningu. Þessi ólga í trúarlífi fólksins varð til þess, að bylta gömlum og ríkjandi skoðunum og kenningum, en skapa aftur nýjar í staðinn. í Englandi, Þýzkalandi og Frakklandi byrj- uðu menn að koma fram á sjónarsviðið, sem ruddu nýjum andlegum byltingum braut og gagnrýndu mjög einhuga hina ríkjandi blindu trú fólksins á kennisetningar Biblí- unnar. Þessir menn voru Darwin, Lamarque, Feuerbach, Karl Marx og Schopenhauer, og kenningar þeirra urðu forboðar meira frjáls- lyndis í trúmálum en dæmi eru til áður í sögu mannsandans. Kenningar þessara manna annarsvegar, en ofstækisfullar trúarofsóknir hinsvegar, hjálp- uðust gagnkvæmt að því, að breyta hugsun- arhætti Hálendingsins og gefa honum nýtt andlegt viðhorf. En þrátt fyrir breyttan hugsunarhátt hjá allflestum, voru þó til undantekningar, sem þóttust geta breytt heiminum með lífi sínu og gjörðum. Þannig ljetu tvær gamlar kerlingar krossfesta sig, fyrir ekki mjög löngu síðan, af því að þær hugðust með því geta endurleyst heiminn frá öllum hans syndum og illverkum. XI. Trúaðar þjóðir eru undantekningarlítið hjá- trúarfullar. Trú og hjátrú eru svo nátengdar hvor annari að það er stundumerfittaðgreina á milli trúar og hjátrúar. Svisslendingurinn er því í eðli sínu hjátrúarfullur, og enda þótt að aukin menning og bættar samgöngur við umheiminn hafi hjálpað honum yfir erfiðasta hjallann á sviði hjátrúarinnar, þá er sveita- maðurinn í fjöllunum enn í dag gamaldags í skoðunum og hjátrúarfullur. En þetta er ofur skiljanlegt, einmitt í Sviss, þar sem hin römmu náttúruöfl geysa í blindu miskunnar- leysi gagnvart mönnum og skepnum. 1 slíku umhverfi er hættan á alskonar hindurvitn- um og hjátrú meiri en annarstaðar og þar er fólk yfirleitt trúræknara. Við íslendingar skiljum þetta vel af afstöðu sjálfra okkar á liðnum öldum, þegar kúgun, veldi náttúruafl- anna og hallæri ljeku okkur sem verst. En það er samt eins og að Svisslendingurinn sje seinni að átta sig á hlutunum en við, og hann heldur fastar við fornar venjur, hjátrú sína og siði heldur en íslendingar. í Ziirich-kantónunni gætir þessa reyndar mjög miklu minna en víða annarstaðar í Sviss og er það vegna hins mikla þjettbýlis, ágætra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.