Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 69

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 69
141 LÖGRJETTA 142 samgangna og mentunar. Gamlir siðir hafa horfið þar að mestu leyti og sömuleiðis þjóð- búningar og fornir lifnaðarhættir. Mállýsk- an helst þar þó þrátt fyrir alt, en samt ýms- um breytingum undirorpin og hefur hún á síðustu tímum bætt í sig allmiklum forða er- lendra orða, einkum úr þýzku og frönsku en líka úr ítölsku og ensku. Þúsund ára gamlar byggingar hafa haldist þar á stöku stöðum, sem bera greinilegt vitni um gamalt bygg- ingalag. Alt fram á þennan dag hefur sú venja haldist í þorpum, þar sem mikil handavinna hefur verið, svo sem burstagerð og prjón, að íbúarnir komu saman á kvöldin, störfuðu að iðju sinni en sögðu og hlustuðu á sög- ur, æfintýri og skrítlur, eða þeir sungu saman þjóðlög og selsöngva (jódeln). Síðasta föstu- dag fyrir jól vakti fólkið alla nóttina við ýmsa skemtun en farandsalar gengu þá á milli þorpanna og seldu sælgæti og annan varning, sem venjulega var mikið keyptur um nóttina. Stundum bar það við, að kon- urnar og stúlkurnar komu saman strax eftir hádegið og sátu allan daginn fram á kvöld yfir vinnu sinni, en þá komu karlmennirnir og sátu með þeim til borðs, en síðan var dansað fram eftir nóttunni. Þessi siður er nú að mestu lagður niður vegna þess að handavinna er svo að segja úr sög- unni. Þá var það og siður að tilteknar nætur fóru piltar í heimsókn til ungra stúlkna í þorpinu, knúðu á svefnherbergisglugga þeirra og báðu þær að hleypa sjer inn. Þætti stúlk- unni pilturinn vera laglegur, þá opnaði hún gluggan og veitti honum vín. Væri um kær- asta eða innilegt ástasamband að ræða var honum hleypt inn um gluggan. Dálitlum erfiðleikum var þetta samt bundið, því það var til viss flokkur manna, sem kallaði sig ,,náttstráka“, og sem gerði sjer alt far um að trufla þessi stefnumót. Heimtuðu nátt- strákarnir toll af heimsækjandanum, ef hann vildi fá að vera í friði, og mintu hann jafn- framt á, að hegða sjer vel. Kæmi einhver utanþorpsmaður í slíka heimsókn var hann sóttur inn í svefnherbergi kærustunnar, dreg- inn út á götu og þar hæddur á allar lundir. Varð hann síðan að kaupa sig lausan fyrir ærið gjald, ella var hann húðstrýktur og helt yfir hann köldu vatni. Á sumrin halda bændur heygjöld í lok sláttar, og samsvara þau töðugjöldum hjer á Islandi. Þá halda bændurnir veizlu fyrir heyskaparfólk sitt, en að borðhaldinu loknu safnast að ungmenni nágrennisins og er dansað fram undir morguninn. Á veturna var áður haldinn svo kallaður rjómadagur. Þá borðaði fólk þeyttan rjóma eins og það hafði lyst á, en með leifunum var barist og þóttist sá bestur, sem mestu gat slett af rjóma á andstæðing sinn. Við brúðkaup og jarðarfarir helst sá siður ennþá, að hlutaðeigendur senda öilum fátæk- lingum þorpsins eða nágrennisins ríkulega máltíð af kjöti og súpu. Þá er það og sjálf- sögð skylda allra svínaeigenda, að senda nágrönnum sínum svínakjöt, þegar þeir slátra svínum. Auk þessara siða er dálítið af gamalli þjóðtrú, sem haldist hefur fram á þennan dag lítið eða ekkert breytt. Meðal annars ríkir sterk trú á ýmsum dögum og áhrifum þeirra á veðurlag og fleira. Þessir veðurdag- ar þekkjast sennilega í þjóðtrú flestra eða allra Norðurálfuþjóða og hafa Islendingar vissulega ekki farið varhluta af þeim. I Ziirich hafa jólin mjög mikla þýðingu fyrir veðurspádóma og verðurlag komandi árs. Það er sagt, að veðrið eigi að verða í aðalatrið- um svipað næsta ár og það var á jólunum. Þá var það siður, að á tiltekinni nóttu rjett fyrir jól lögðust veðurspámenn um miðnættið á bakið upp á háum hól og lásu út veðráttu komandi árs úr stjörnunum. Ef að birti snemma á nýársmorgun vissi bóndinn að árið yrði gott, en morgunroði á nýársdag vissi á mikil þrumuveður, eldsvoða eða styrjöld. Á nýársdag máttu aðeins karlar óska gleði- legs nýárs, annars skeði óhamingja. Annars var það siður, að gesti var skylt að óska fyrst til hamingju með hið komandi ár og þess vegna tvílæstu húsráðendur dyrum sín- um á nýársmorgun og földu sig, ef þeir sáu kvenveru koma, sem gerði sig líklega til að knýja á dyrnar. Ekki mátti heldur sópa stofur hússins þennan dag, því það var sama og að sópa gæfunni út. Þá er sumstaðar nokkur trú á tölum og dögum t. d. eru 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.