Lögrétta - 01.01.1936, Síða 73

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 73
149 LÖGRJETTA 150 una á fætur annari og ljet verksmiðjurnar ganga fyrir vatnsafli. Iðnhöldarnir græddu margar miljónir, já, tugi miljóna á fáum árum, en verkafólkið varð hins vegar að vinna baki brotnu meiri hluta sólarhringsins fyrir sultarkaup. Mest voru það börn og kvenfólk, sem unnu í verksmiðjunum, því þau voru kauplægri en karlmenn. Börn voru send þangað strax á 10. ári og látin vinna þar frá kl. 5 á morgnana til kl. 8 að kvöldi, með aðeins einnar stundar matarhljei. Með bættri löggjöf, sem fjekst eftir stjórnar- byltinguna út af Strauss-málinu, var ungum krökkum bönnuð verksmiðjuvinna og vinnu- tíminn ákveðinn 14 klukkustundir. Það var ekki fyr en árið 1877, að vinnutíminn var styttur niður í 11 klst., börnum algerlega bannað að vinna og kvénfólki bönnuð nætur og helgidagavinna. Frá þeim tíma hefur hver löggjöfin rekið aðra um bætt kjör verkalýðs- ins, um atvinnuleysis- og slysatryggingar, ellistyrki, sjúkrastyrki o. s. frv. Fyrst voru það spuna- og baðmullarverk- smiðjur, sem risu upp í Ziirichkantónunni, en seinna ruddi silkiiðnaðurinn sjer til rúms og gat sjer slíka frægð, að svissneskt silki þyk- ir standa öðru silki framar og er selt á dýr- ustu stöðum úti um allan heim. Allar stærstu og þektustu vjelaverksmiðj- ur í Sviss eru í Ziirichkantónunni, en seinna komu ýmsar matvælaverksmiðjur til greina og ruddu sjer til rúms sem mikilvæg iðngrein. Þektust þeirra er Maggi-súpuefnaverksmiðj- an, sem jafnvel langflestar húsmæður í ís- lenskum kaupstöðum munu kannast við. Þessar verksmiðjur eiga útibú og verksmiðj- ur, stór landflæmi og kúahjarðir bæði í Frakklandi, ítalíu og Þýzkalandi, fyrir utan hinar geysi miklu eignir þeirra í Sviss. Zurichhálendið er orðið að einhverju þýð- ingarmesta iðnaðarsvæði í allri Sviss og er það að þakka bæði legu landsins við sam- göngum og viðskiftum en þó öllu meir vatns- afli ánna þar, sem reynst hefur mjög þægi- legt til virkjunar. Árið 1910 voru 1195 verk- smiðjur til í kantónunni, og það er þeim mun merkilegra, að nær öll hráefni varð að fá frá öðrum löndum, og ennfremur var iðnorkan, þ. e. kolin, fram að þeim tíma fengin ann- arsstaðar frá, enda þótt nokkrar af verk- smiðjunum gengju fyrir vatnsafli. En nú hef- ur raforkan útrýmt kolunum svo að þeir peningar fara ekki lengur út úr landinu. Vegna vermdartolla og innflutningshafta í flestum löndum, en jafnframt oflítillar sölu í heimalandinu sjálfu, hefur iðnreksturinn liðið mikinn baga á seinni árum, sumar verk- smiðjurnar alveg orðið að hætta en aðrar minkað „umsetningu“. Á þennan hátt hefur svo atvinnuleysi skapast. Hin mikla iðnframleiðsla Zúrichkantón- unnar og afurðasala bænda til borgarinnar, leiddi beint til bættra samgangna. Það er varla til það þorp, sem ekki liggur járnbraut um, og sem hefur sína eigin járnbrautarstöð. Farþega- og flutningaskip ganga eftir endi- löngu Zúrichvatninu og veganet kantón- unnar er eitthvert þjettasta og vandaðasta sem til er í allri álfunni. Það er varla til sá sveitavegur þar, sem ekki er steinlagður og malbikaður. En sem dæmi þess, hve mikið er lagt í vegina og hve dýrir þeir eru, skal þess getið, að 1934 var 36 km. langur vegur lagð- ur meðfram Zúrichvatninu, sem áætlað var að kostaði 30 miljónir franka eða ca. 45 miljónir íselnskra króna. XIV. Fram á 19. öld var kirkjan svo að segja eina menningarstofnun svissnesks þjóðlífs. En þá komu skólarnir til greina, blöð bækur og tímarit urðu almenningseign, og síðan hef- ur kirkjan og vald hennar æ meir orðið að draga sig í hlje. Skólinn og kirkjan standa undir stjórn kantónunnar og eru kostuð af henni. Prestar og kennarar eru ekki skipaðir af stjórnarvöldum, heldur eru þeir valdir af fólkinu sjálfu til 6 ára í senn. Þetta er gert til þess, að ef fólkið verður óánægt með prest eða kennara getur það hafnað honum að kjörtímabilinu loknu og valið sjer annan. I Zúrichkantónunni er mótmælendakirkjan ríkiskirkja. Hún stendur undir eftirliti stjórn- arvaldanna, en ræður málum sínum annars að mestu sjálf. Ríkið, þ. e. kantónan, borgar prestunum laun og leggur að nokkru leyti fram f je til kirkjubygginga; það sem á vant- ar leggur sóknin fram. Sóknin fær inn pen-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.