Lögrétta - 01.01.1936, Page 73

Lögrétta - 01.01.1936, Page 73
149 LÖGRJETTA 150 una á fætur annari og ljet verksmiðjurnar ganga fyrir vatnsafli. Iðnhöldarnir græddu margar miljónir, já, tugi miljóna á fáum árum, en verkafólkið varð hins vegar að vinna baki brotnu meiri hluta sólarhringsins fyrir sultarkaup. Mest voru það börn og kvenfólk, sem unnu í verksmiðjunum, því þau voru kauplægri en karlmenn. Börn voru send þangað strax á 10. ári og látin vinna þar frá kl. 5 á morgnana til kl. 8 að kvöldi, með aðeins einnar stundar matarhljei. Með bættri löggjöf, sem fjekst eftir stjórnar- byltinguna út af Strauss-málinu, var ungum krökkum bönnuð verksmiðjuvinna og vinnu- tíminn ákveðinn 14 klukkustundir. Það var ekki fyr en árið 1877, að vinnutíminn var styttur niður í 11 klst., börnum algerlega bannað að vinna og kvénfólki bönnuð nætur og helgidagavinna. Frá þeim tíma hefur hver löggjöfin rekið aðra um bætt kjör verkalýðs- ins, um atvinnuleysis- og slysatryggingar, ellistyrki, sjúkrastyrki o. s. frv. Fyrst voru það spuna- og baðmullarverk- smiðjur, sem risu upp í Ziirichkantónunni, en seinna ruddi silkiiðnaðurinn sjer til rúms og gat sjer slíka frægð, að svissneskt silki þyk- ir standa öðru silki framar og er selt á dýr- ustu stöðum úti um allan heim. Allar stærstu og þektustu vjelaverksmiðj- ur í Sviss eru í Ziirichkantónunni, en seinna komu ýmsar matvælaverksmiðjur til greina og ruddu sjer til rúms sem mikilvæg iðngrein. Þektust þeirra er Maggi-súpuefnaverksmiðj- an, sem jafnvel langflestar húsmæður í ís- lenskum kaupstöðum munu kannast við. Þessar verksmiðjur eiga útibú og verksmiðj- ur, stór landflæmi og kúahjarðir bæði í Frakklandi, ítalíu og Þýzkalandi, fyrir utan hinar geysi miklu eignir þeirra í Sviss. Zurichhálendið er orðið að einhverju þýð- ingarmesta iðnaðarsvæði í allri Sviss og er það að þakka bæði legu landsins við sam- göngum og viðskiftum en þó öllu meir vatns- afli ánna þar, sem reynst hefur mjög þægi- legt til virkjunar. Árið 1910 voru 1195 verk- smiðjur til í kantónunni, og það er þeim mun merkilegra, að nær öll hráefni varð að fá frá öðrum löndum, og ennfremur var iðnorkan, þ. e. kolin, fram að þeim tíma fengin ann- arsstaðar frá, enda þótt nokkrar af verk- smiðjunum gengju fyrir vatnsafli. En nú hef- ur raforkan útrýmt kolunum svo að þeir peningar fara ekki lengur út úr landinu. Vegna vermdartolla og innflutningshafta í flestum löndum, en jafnframt oflítillar sölu í heimalandinu sjálfu, hefur iðnreksturinn liðið mikinn baga á seinni árum, sumar verk- smiðjurnar alveg orðið að hætta en aðrar minkað „umsetningu“. Á þennan hátt hefur svo atvinnuleysi skapast. Hin mikla iðnframleiðsla Zúrichkantón- unnar og afurðasala bænda til borgarinnar, leiddi beint til bættra samgangna. Það er varla til það þorp, sem ekki liggur járnbraut um, og sem hefur sína eigin járnbrautarstöð. Farþega- og flutningaskip ganga eftir endi- löngu Zúrichvatninu og veganet kantón- unnar er eitthvert þjettasta og vandaðasta sem til er í allri álfunni. Það er varla til sá sveitavegur þar, sem ekki er steinlagður og malbikaður. En sem dæmi þess, hve mikið er lagt í vegina og hve dýrir þeir eru, skal þess getið, að 1934 var 36 km. langur vegur lagð- ur meðfram Zúrichvatninu, sem áætlað var að kostaði 30 miljónir franka eða ca. 45 miljónir íselnskra króna. XIV. Fram á 19. öld var kirkjan svo að segja eina menningarstofnun svissnesks þjóðlífs. En þá komu skólarnir til greina, blöð bækur og tímarit urðu almenningseign, og síðan hef- ur kirkjan og vald hennar æ meir orðið að draga sig í hlje. Skólinn og kirkjan standa undir stjórn kantónunnar og eru kostuð af henni. Prestar og kennarar eru ekki skipaðir af stjórnarvöldum, heldur eru þeir valdir af fólkinu sjálfu til 6 ára í senn. Þetta er gert til þess, að ef fólkið verður óánægt með prest eða kennara getur það hafnað honum að kjörtímabilinu loknu og valið sjer annan. I Zúrichkantónunni er mótmælendakirkjan ríkiskirkja. Hún stendur undir eftirliti stjórn- arvaldanna, en ræður málum sínum annars að mestu sjálf. Ríkið, þ. e. kantónan, borgar prestunum laun og leggur að nokkru leyti fram f je til kirkjubygginga; það sem á vant- ar leggur sóknin fram. Sóknin fær inn pen-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.