Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 77

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 77
157 LÖGRJETTA 158 II. Oss þykir fögur fortíð Norðurlanda. Vjer frægjum enn þá morgun hetjutíða, er Æsir sátu’ í Ásgarði’ hinum forna. Til heimsins þjóða’, er hlýrri löndin byggja, kom svöl og heilnæm alda’ úr norðurátt með þrótt og kraft. Við ísavetra alið hið unga norðurheimsins sterka kyn með brand í hönd sjer braut um löndin ruddi. Því veitti sigur hamar Þrumu-Þórs og Óðins speki auðnu og farsæld réði. Og vitað er: frá þeirrar þjóðar stofni fjekk Norðurálfan nýtt og heilnæmt blóð. Hjá vorum þjóðum enn og alla tíð skal Ásgarðs merkið hátt í heiðri standa og hafa vörð um framtíð Norðurlanda. Þjer, sænsku menn, sem Ásheims fornu óðul að erfðum tókuð, hreysti og mannvits spekt, og geymið vorra goðaheima vje, þjer, sænsku menn, með bitrast stál í styr, vor stærsta þjóð með ríka sögufrægð, í yðar höndum hvílir fyrst og fremst í framtíð gengi þjóða Norðurlanda. Nú skjálfa lönd og skapadómar ráðast, nú skilmast hugir manna vítt um heim og vá og æsing ógnar allt um kring. Hvort er í voða Vesturlanda menning? Er viti firt hið mikla kapp og stríð, sem egnir þjóð gegn þjóð í álfu vorri og elur haturs ógnir, glepur sýn þeim mönnum, sem nú standa þar við stjórn ? Er vá um frelsi og framtíð Norðurlanda? Er risatökum ótal nýrra afla að eyðilegging fornra vjea stefnt? Hvort ógnar gjaldþrot þeirri miklu menning, sem vestrænn hugur veröldinni skóp? Svo er nú spurt og spáð um alla jörð. Frá Ásheims þjóð vjer eigum bjarta trú, sem felst í elstu fræðum Norðurlanda: Úr róti hverju rís vor jörð á ný. Þótt vetri um stund, rís vor að nýju aftur, og altaf finnast gulltöflur í grasi, sem geyma rúnir handa nýrri tíð. En meðan umróts aldan mikla geisar um alla jörð, þarf vörn hjá hverri þjóð. Þjer sænsku menn, sem eigið Óðins fold og Ásaþórs og Týs og Freys og Baldurs, þjer hafið allra fremstir veg og vanda af vörn á heiðri’ og framtíð Norðurlanda. III. Vor litla þjóð, sem byggir úthafs eyland, sem liggur hálft í heimi Vesturálfu, með sögu’ og tungu’ er tengd við Norðurlönd. Hún vill þeim ættartengslum halda í heiðri og festa’ og tryggja frændseminnar bönd við allar þjóðir innan Norðurlanda. Vjer viljum standa fullvaldir og frjálsir í frændþjóðanna sveit, þótt yngstir sjeum og liðfæstir. Vjer lögðum fyr af mörkum vort framlag til að frægja Norðurlönd. Og fundur Grænlands, fundur Ameríku er feðra vorra dáð. En öldum saman á vorri ey vjer einangraðir sátum og vöktum yfir óðs og sögu arfi frá eldri tímum. — Nú er háttum breytt. Nú horfum vjer til heimsins út og viljum í menning hans fá þátt sem aðrar þjóðir í Norðurálfu. Nú er íslands vor í fæðing eftir firnalangan vetur. Og þetta land á þremur áratugum er orðið það, sem aldrei fyr það var. Vjer finnum vel, hjer vantar enn þá margt, en viðreisnin er hafin, og vjer trúum á framtíð vora og frjálsir viljum standa í fylking hinna gömlu Norðurlanda. Vjer þökkum Svíþjóð komu góðra gesta, það gleður oss, að rjetta Svíum hönd, og öll hin fornu ættartengsl og bönd við sænska þjóð í framtíðinni’ að festa. Þorsteinn Gíslason. ÖÐINN, 32. árg. kemur í þetta sinn út í einu hefti, eins og Lögrjetta, og er fullprent- aður. I honum er f jöldi greina og mynda, þar á meðal framhald af æfisögu sjera Fr. Friðrikssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.