Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 78

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 78
159 LÖGRJETTA 160 Ennþá fjarri. Þeir lögðu upp í feril feðra sinna með fullan vilja að eignast þessi lönd, sem engum hafði hepnast enn að vinna; þá heftu tíðast forlaganna bönd, sem vildu halda lengra fram en lágu hins liðna tíma flóknu veganet, þar sást þó einn og einn af þessum smáu en ótalmörgu lengja þau um fet. En þótt þeir yrðu að lúta þessum lögum: að leggjast hver í feðra sinna val, þá fórnar æskan öllum sínum dögum í undirbúning þess, er verða skal, en er þeir vilja víkja því úr skorðum, sem var og er í gæfu sinnar leit, þá glottir Skuld að eiðum þeirra og orðum og einskisvirðir þeirra strengdu heit. — Þeir litu enn þá lífið björtum augum, hver löngun þeirra fæddi dýrleg heit, sem skópu styrk í anda og orku í taugum, sem eldi og stáli á skildi þeirra reit þau hvatarorð, sem engum skyldi hlýða að einskisvirða, og spara sína dáð: þeir skyldu hver og einn með öðrum stríða, þá yrði kanske marki þeirra náð. Þeir hófu starfið allir einum huga og alt að þeirra vilja gekk í bráð, þeim virtist ljett hvert vald að yfirbuga, þeim virtist opin leið að hverri dáð; þeir sáu opna alla þessa heima, sem enginn hafði nema dreymt og þráð; nú var það líf, nú var þá hætt að dreyma, nú var að lokum marki þeirra náð. Þá hvíslar einn, sem aftarlega stendur og enganveginn neitt af hinum ber: Þið vitið að jeg á þær þessar lendur því uppástungan komin var frá mjer, en fyrir ykkar fylgd í mína þágu þið fáið reyndar hver sín þurftarlaun; svo verð jeg ykkur vernd í stóru og smáu og veiti styrk í hverri lífsins raun. Hún fór um liðið líkt og sinueldur hin lævi blandna hugsun þessa manns: Nei, ekki hann, hví ætti jeg ei heldur að eignast gæði þessa fagra lands. Svo vissi ei neinn hver var hann þessi eini, sem vakið hafði þennan frændaríg, þeir fóru að kasta einn að öðrum steini og allir hugðu á stríð og bræðravíg. Svo tíndust þeir í burt í allar áttir og enginn skeytti neitt um hinna kjör. Þeir urðu loks á yfirborði sáttir, því allir höfðu jafna sneypuför. Nú sjást þeir einn og einn á seinagangi og engum þeirra virðist bregða hót þótt allir vindar æði þeim að fangi og iljar þeirra skeri klaki og grjót. Nú verða þeir að berjast hörðum höndum við hrjóstrin, þar sem kræklulyngið grær, og vita enga leið að þessum löndum, sem lágu forðum rjett við þeirra tær. Nú sjá þeir aðeins ösku og hrundar borgir og ýmsum þeirra blæða dauðasár. — Svo felur eilíf þögnin þeirra sorgir og þeirra höfgu næturvökutár. Pjetur Benteinsson, frá Grafardal. A rústunum. Það vekur þjer sár og sorgir, að sjá þínar hrundu borgir og lönd þín í rústum liggja, en lítil tök á að byggja. — Þinn harmur er hugarvilla, þín hugsun sje fyrst að stilla ölf þau, sem öllu granda og æða til beggja handa. Mörg töp verða til að kenna tök, þeim sem aldrei renna, en meta að mistum sigri mátt sinn og bit í vigri; sem kunna sinn harm að hylja og herða sinn eigin vilja, sem leggja sitt líf að veði í leit sinnar æðstu gleði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.