Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 80
163
LÖGRJETTA
164
að þeirra tilfinninga, sem þróast í skauti
trúarinnar, þá er það líka slæmt. Það er
vítavert að vanrækja það, að leggja rækt
við sjálfan sig og sitt eigið sjereðli, og það
er háskalegt, að rækta sjálfan sig og sjer-
eðli sitt á kostnað samlífsins við aðra. Því
að lífið er í insta eðli sínu samlíf, og það
er ennfremur í insta eðli sínu það samlíf,
sem að því stefnir, að gera ástina eða kær-
leikann að veruleika tilverunnar.
Þessi lífsskoðun og söguskoðun Ortega er
á ýmsan hátt í andstöðu við skoðanir 19.
aldarmnar alment og á öndverðum meið við
þær skoðanir, sem iangt fram á þessa öid
voru ráðandi á Spáni, eins og víðar. Þess
vegna snerist Ortega einmg á móti konung-
dæminu og skipulagi þess, og stofnaði, ásamt
fieirum, fjelagsskap, sem hjet: „I þjónustu
lýðveldisins“, og á þá sveif hölluðust með
honum margir hinir bestu meðal ungra rit-
höfunda og mentamanna á Spáni.
Þessar heimspekilegu skoðanir, sem jeg nú
hef lýst, og trúin á framkvæmdamöguleika
þeirra í lýðræði og lýðveldi var þess vegna
lífsskoðun þess nýja Spánar, sem braust út
út um og eftir 1930. Þessar nýju skoðanir
komu mest fram í lýðveldissambandi Ortega
og fjelaga hans og í klúbbi mentamanna
og ennfremur nokkuð í hernum, þannig
að nokkur hluti hans gerði mishepnaða upp-
reisn og lýsti yfir lýðveldi. En fyrstu píslar-
vottar hinnar nýju frelsishreyfingar urðu
þannig hermenn og herforingjar, sem mjög
var á lofti haldið. Hin nýja lýðveldishreyfing
var ekki heldur í fyrstu að öllu leyti í and-
stöðu við kirkjuna — Zamora var t. d. í
senn lýðveldissinni og trúaður kaþólskur
kirkjusinni.
Þannig var að skapast í landinu ný spænsk
stefna a grundvelli kenninga, sem Ortega
boðaði og rithöfundafjelagar hans, þjóðleg
spænsk lýðveldisstefna, íhaldssöm um sumt,
en frjálslynd eða í jafnaðarmenskuátt í ýms-
um þjóðfjelagsmálum, svo sem um nýja
skiftingu á jarðeignum stóreignamanna, aðals
og kirkju, og var það samskonar stefna og
fascistar hjeldu fram í Italíu, nazistar í
Þýskalandi, og Lloyd George í Englandi.
En um leið og þessar nýju stefnur fengu
því áorkað á Spáni, að einræðið hvarf, opn-
aðist leiðin fyrir nýjum, erlendum stefnum
og sjerstaklega sótti kommúnisminn á. Af
þessu varð nýr glundroði, sá sem náð hefur
hámarki sínu í því blóðbaði, sem nú geisar
á Spáni. Öflin, sem berjast, eru mörg og and-
stæð og samvinna þeirra, er fylgjast að, óviss
og kvikul. Þar er gamalt, rótgróið kirkjuvald
og aðalsvald, sem hvorutveggja fór oft illa
með ítök sín og varð oft fyrir miklum
áföllum, þar er borgaraleg og þjóðleg um-
bótastefna á lýðræðisgrundvelli, þar er þjóð-
emisleg jafnaðarstefna, í þýskum og ítölsk-
um og kannske ekki síst portúgölskum anda
og þar er alþjóðleg andborgaraleg og and-
kirkjuleg sameignarstefna, sem berst fyrir
alræði öreiganna.
Það er ekki unt að spá neinu um það,
hvað úr verður, eða hvað við tekur, en
minna má á það, sem Cicero hefur fyrir löngu
sagt í einu brjefi sínu, ,,að allar borgara-
styrjaldir eru fullar af óteljandi ógnum, en
þó er sigurinn kvíðvænlegri en alt annað,
hvorumegin sem hann verður, því að sigur-
vegarinn verður oft að láta undan óbilgjörn-
um eða heiftræknum kröfum þeirra, sem
studdu hann til sigursins." Því andi sigurs-
ins er ofmetnaður. En þjóðirnar þurfa og
þrá frið.
Hlutverk Norðurlanda.
Alit Cecil Iávarðar.
Cecil lávarður er einn þektasti og merk-
asti stjórnmálamaður Breta. Hann er þriðji
sonur Salisbury lávarðar og fyrrum forsætis-
ráðherra, og er nú rúmlega sjötugur. Hann
hefur mjög látið til sín taka friðarmál og
verið frá upphafi mikill stuðningsmaður
Þjóðabandalagsins. Hann skrifaði nýlega fyr-
ir árbók norræna f jelagsins álit sitt á stöðu
Norðurlanda í stjórnmálum heimsins og á
hlutverki þeirra þar, og fer það hjer á eftir:
Jeg er spurður þess, hver sje staða nor-
rænna þjóða í samfjelagi þjóðanna? Það er
margþætt spurning, sem jeg geri ekki ráð
fyrir, að jeg geti svarað fullnægjandi. En
eitt get jeg öruggur sagt. Norrænar þjóðir
hafa altaf haft mikil áhrif í heiminum.
Stundum er þetta mikilmennum að þakka,