Lögrétta - 01.01.1936, Page 81

Lögrétta - 01.01.1936, Page 81
165 LÖGRJETTA 166 eins og Gustav Adolf áður fyr og Friðþjófi Nansen á okkar dögum. Margir menn slíkir hafa einnig komið fram í öðrum löndum og þurft að fást við mikil viðfangsefni og feng- ið mikil völd. Meðan þeir lifa hafa þeir áhrif á mannkynið í krafti persónuleika síns, en þegar þeir deyja, hverfa að jafnaði þau áhrif, sem föðurland þeirra öðlaðist þeirra vegna, jafnvel þótt verk þeirra lifi þá. Á fyrstu tímum Þjóðabandalagsins, og glæsilegri tímum en það lifir nú, voru Nan- sen og Branting mikilsmetnir virðingamenn í Genéve. Þegar þeir töluðu, hlustuðu full- trúar annara landa með virðingu og athygli. Það, sem þeir höfðu fram að færa, hafði mikil áhrif og það mál, sem þeir studdu, átti vísa samúð. Og þetta var ekki einungis af- burða eiginleikum sjálfra þeirra að þakka. Þeir eru horfnir, en norrænu löndin halda enn gildi sínu í alþjóðlegu lífi. Hvers vegna? Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Island eru ekki stór eða voldug ríki. Þau eru ekki sjerlega auðug, fólksfjöld- inn tiltölulega lágur, herstyrkur þeirra er ekki mikill. Samt sem áður er ávalt spurt um álit norrænu fulltrúanna, hvaða mál, sem um er að ræða. Orsökin er sjálfsagt meðal annars lega þessara landa. Að því er til Noregs, Svíþjóðar og íslands kemur, þá girnist enginn lönd þeirra. Sjálfstæði þeirra er örugt. Jafnvel þótt þetta verði ekki sagt að sama skapi um hin tvö löndin, þá á það samt við um þau öll, að þau liggja utan beirra iðukasta, sem skapast af evrópiskri ágirnd og öfund. Norðurlönd heyra til Evrópu, en eru samt, stórt á litið, í f jar- lægð. Þau hafa engar landvinningaóskir. Þau eru ánægð með bað, að lifa sínu eigin lífi, með bað að þroska sína eigin sjerkennilegu menningu og láta aðrar þjóðar gera slíkt hið sama, ef bær óska þess. Afleiðingin af þessu er sú, að norrænar bjóðir líta á alþióð- leg mál hlutlaust og frjálsmannlega. Friður og framfarir eru þau mörk, sem norrænar þjóðir keppa að, fvrst og fremst. Þau eiga enga aðra óvini en þá, sem ógna friði Evrópu með þjóðrembingi, hræðslu eða rángirni. Ef aðrar þjóðir færu að dæmi Norðurlanda, mundi heimurinn í sannleika verða hamingju- samari en hann er. Því miður fer þessu f jarri. — I öllum álfum heimsins er nú ókyrð. I Suður-Ameríku er Chaco-stríðið á enda, en viðsjár eru þar enn. Jafnvel í Bandaríkjun- um er meiri glundroði en nokkuru sinni síð- an á tímum borgarastyrjaldarinnar. I Asíu hafa tvö stórveldi mjög illan bifur hvort á öðru. I Evrópu er víðar en í einu voldugu ríki prjedikuð kenning, sem mundi gera óhugsanlegan allan skipulegan frið, ef hún næði fram að ganga. Og Afríka verður að þola ástæðulausa og viðbjóðslega styrjöld. Hún hefur æst upp alla litaða þjóðflokka og skert grundvöll þess trausts, sem er skilyrði þess að menningin geti staðist. Á þessum hættunnar tímum snýr mann- fólkið sjer til ríkja eins og Norðurlanda og Bretlands, sem í sannleika vilja frið, og kref j- ast þess af stjórnmálamönnum sínum, að hið eina markmið utanríkismálastefnu þeirra sje það að varðveita og efla friðinn. Þetta álít jeg að sje heimshlutverk Norðurlanda. Þau eru verðir friðarins, það er hlutverk þeirra — og vafalaust sjálfum þeim í hag, að berjast siðferðilega og ef nauðsyn krefur með öllu afli sínu á móti þeim tilhneiging- um, sem vilja knýja Evrópu út í stríð. Leon Blum. Leon Blum, forsætisráðherra í Frakklandi, er einn af þeim stjórnmálamönnum heimsins, sem mest hefur mætt á undanfarið og mesta athygli hefur vakið. En íslenskir lesendur kunna flestir lítil skil á honum. Jafnvel í Frakklandi hefur hann til skamms tíma ekki verið í fremstu röð þeirra, sem ál,menningur þekkir í stjórnmálabaráttunni, því að hann hefur verið öllu meira áberandi sem rithöf- undur, og þegar hann varð forsætisráðherra sagði franskur sendiherra, sem kvaddur var á fund hans: Guði sje lof að nýi forsætis- ráðherrann er ekki stjórnmálamaður. Ann- ars hafa skoðanirnar á Blum verið ærið skiftar, eins og gengur og gerist. Clemenceau var t. d. illa við hann, svo að eftir honum er haft, að hann langaði til þess að hverfa úr þessum heimi til þess eins að þurfa ekki að sjá Leon Blum oftar. En einn andstæðingur Blums sagði líka um hann skömmu eftir að

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.