Lögrétta - 01.01.1936, Page 83
169
LÖGRJETTA
170
r
Leiðangur Frakka til Islands
fvrir hundrað árum. Enir vnhjáim u. ouiason
Menn þreytast aldrei á því að tala um þær
miklu breytingar og framfarir, sem örðið
hafi hjer á landi á síðustu mannsöldrum, éins
og rjett er í margan máta, þó að sumt af
þessu virðist hafa orðið þjóðinni um efni
fram, eða hafa stigið henni til hofuðs. Raun-
verulegt gildi eða gildisleysi margra breyt-
inganna geta menn sjeð þar sem hægt er að
bera núverandi ástand rjettilega saman við
það, sem áður var. Það vill nú svo til, að í
ár eru liðin rjett 100 ár síðan farinn var
einn hinn stærsti rannsóknarleiðangur, sem
farinn hefur verið um þetta land, hinn franski
leiðangur Gaimards. Upp úr þessum franska
leiðangri urðu til stórar ferðabækur um Is-
land og stærsta og að ýmsu leyti fallegasta
myndasafn, sem til er hjeðan.
Það er annars af þessum gamla franska
leiðangri að segja, að það var eiginlega slysa-
leg tilviljun, sem fyrst beindi athygli frans-
mannanna hingað, til rannsókna, þó að lengi
hefðu franskir sjómenn verið hjer að veið-
um. Franskir sjóliðsforingjar höfðu farist í
rannsóknarferð til Grænlands og franska
stjórnin gerði út leit að þeim og í þeirri ferð
tók þátt læknirinn Joseph Gaimard. Þannig
kom hann fyrst til íslands og áhugi hans á
íslenzkum málum vaknaði. Helsti f jelagi hans
hjet Robert og komu þeir hingað fyrst 1835
á skipinu ,,la Recherche“, undir stjórn Tré-
houart, sem seinna varð þektur aðmíráll. Þeir
f jelagar ferðuðust þá um sumarið á hestum
um Borgarfjörð, Snæfellsnes og norður í
Hrútafjörð og svo austur til Þingvalla, Geys-
is og Heklu, ofan á Eyrarbakka, um Krísu-
vík, Keflavík og Hafnarfjörð og aftur til
Reykjavíkur. Þessi ferð þeirra þótti svo
merkileg þegar heim til Frakklands kom, að
Gaimard, sem var duglegur maður og fylginn
sjer en ekki fræðimaður að sama skapi, fekk
fje til nýrrar og stórrar Tslandsferðar, árið
1836 og tóku þátt í henni ýmsir góðir fræði-
menn og vel kunnur franskur málari, Auguste
Mayer, sem seinna gerði flestar myndir í
ferðabókina. Þá var með í ferðinni rithof-
undurinn Xavier Marmier, sém seinna skrif-
aði um ferðina svonefnd brjef um Island
(Lettres sUr l’Islande), en úr þeim og úr lýs-
ingum Roberts frá fyrri ferðinni er flest af
því, sem hjer verður týnt til.
Myndir ferðabókanna éru að vísu oft færð-
ar í stílinn, sjerstaklegá fjallamyndir og
náttúrufyrirbrigða og þó ekki eihs mikið óg
stundum hefur vérið af látið, því að þetta
kemur helst fram þar sém t. d. f jöll erU nöt-
uð í baksýn einhvérs annars, sem aðalíega
er verið að sýna. En hvað um það, mynd-
irnar eru í heild sinni fallegar og merkilegar
og það er margt í ferðasögunum líka, þó að
ekki yrði úr ferðabókinni það, sém ætla hefði
mátt. Jeg kann annars ekki að dæma um
náttúrufræðilegan árangur ferðanna, það eru
þjóðlífs- og menningarlýsingarnar, sem jeg
hef haft mest gaman af og vildi benda á ög
í þeim er margt fróðlegt, þó að ekki sje það
alt Islendingum til lofs og dýrðar. Þefta eru
lýsingar og ijettar frásagnir um hvað eina,
sem þeir Robert og Marmier hafa rekið augun
í á ferðum sínum, rabb um daginn og veg-
inn, fremur en vísindalegar athuganir, sumt
kannske misskilið, en margt líka sjeð af hinu
glögga gestsauga.
Þessar frásagnir og myndir vöktu fljótt og
víða athygli, meðal fræðimanna og fróðleiks-
fúsra lesenda, t. d. mun Jules Verne hafa
fengið úr þeim efnivið. Á Islandi þótti ferð-
in að sjálfsögðu merkileg og Gaimard var
hjer vel látinn, hann var sagður vingjarn-
legur og alþýðlegur maður og þar að auki
var hann í einkennisbúningi, en fallegir ein-
kennisbúningar hafa fram á þennan dag góð
áhrif, einkum á kvenfólk.
Þegar Gaimard kom seinna til Hafnar
hjeldu landar honum veislu og úr þeirri veislu
stafar hið alkunna kvæði Jónasar ,,Þú stóðst
á tindi Heklu hám.“
Ef lýsa ætti í fáum orðum því, sem Frökk-
um þótti fyrir 100 árum eftirtektarverðast