Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 84

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 84
171 LÖGRJETTA 172 um Island, þá var það þetta: Náttúrufegurð- in, seigla og mentaþrá fólksins og fátækt og óþrifnaður daglegs lífs. Við skulum byrja á því, sem jeg nefndi síðast, það kemur svo oft fyrir: „Jafnvel í Reykjavík," segir Marmier, „skín fátæktin alstaðar í gegnum allsnægtir útlendinganna. Þar búa svo að segja tveir mannflokkar, dönsku kaupmennirnir og ís- lensku bændurnir og fiskimennirnir . . . Bak við hin prýðilegu dönsku hús, reist úr norsk- um trjáviði, sjer í íslensku torfbæina. Þar er hvorki um að ræða list nje prýði, þó eiga efnabændur nokkuð betri hús.“ Verst af öllu í Reykjavík þykir Marmier ólyktin, sem al- staðar leggi á móti manni og Robert minnist líka oft á hana og svo að segja hvar sem hann kemur. Það er ólyktin af fiskúrgang- inum í sjávarþorpunum, því að slóginu er slett hvar sem er. Svo er það reykjarsvælan í eldhúsunum, og að því er fransmenn segja, alstaðar í híbýlum Islendinga, sem þeim er ógurlega illa við. Þessi svæla af mónum eða sverðinum sem brent er, segja þeir að liggi alstaðar um bæjarhúsin og sje svo megn, að næstum allur matur sje mengaður af henni, svo að hann verði stundum alt að því óætur. En íslenskur matur fanst þeim líka næstum því óætur af ýmsum öðrum ástæðum, s. s. vegna þess hversu hann væri óþriflega fram- reiddur. Einu sinni gistu þeir hjá prests- ekkju, segir Robert, og voru sársvangir og fengu hrísgrjónagraut og silung, en gátu hvorugt borðað, þrátt fyrir sultinn, því að prestskonan var alt af að snýta sjer með fingrunum meðan hún fór með matinn. Þetta sama gerði prestur einn í Borgarfirði iðu- lega meðan á máltíð stóð og spýtti ákaft í kringum sig meðan við hann var talað. Fyrir norðan segist Robert einu sinni hafa komið seinna en f jelagar sínir til málsverð- ar og hafi húsmóðirin þá boðið sjer disk Gaimards með leifum hans á honum, og þótti kurteisi, Þó þ.ykir honum keyra um þvert bak, þegar húsfreyja á þessum bæ drepur fingrunum ofan í mjólkina og ber þá upp í sig, áður en hún ber mjólkina fram, en einu sinni sleikti hún ekki af fingrunum, heldur þurkaði hún af þeim — á fötum Roberts. Fyrir austan segjast þeir fjelagar hafa fengið mjög óhreint skyr og þar og víða annarstaðar hafa þeir orð á því, til ámæiis, að íslendingar sjeu vínhneigðir í verra lagi. Frakkarnir komu að sjálfsögðu á ýmsa sögustaði, sem þeir þektu, og þykir litlu betra þar en annarsstaðar. Prestssetrið á Þing- völlum var óhreinna og aumara en nokkur bóndabær, segir Marmier. Skálholt er sá staðurinn, sem Marmier þekti best úr sög- unni. Við nálguðumst þennan gamla íslenzka höfuðstað, segir hann, þrungnir endurminn- ingunni um sögu hans, minningunni um hina auðugu og voldugu biskupa og lærdómsmenn, sem þar voru. Og þegar leiðsögumaðurinn sagði við okkur: þarna er Skálholt, þá ætl- uðum við ekki að trúa því, að þessi vesæla kotaþyrping væri hið forna biskupssetur, sem jeg hafði hugsað mjer alt öðru vísi. Og samt var þetta Skálholt, þessi fátæklegi bær, þríbýli með sameiginlegu eldhúsi, þessi hrör- lega, illa byggða timburkirkja. Sjá, þarna er Skálholt. Kirkjugarðurinn einn bar þess vott, að einu sinni hafði verið þarna höfuðstaður. Hann er í stærra stíl en kirkjan og bærinn. Hinir framliðnu hafa vakað betur yfir hinu forna biskupssetri, en þeir, sem lifandi eru, segir Marmier að lokum. Þó að þessar lýsingar á daglegu lífi og búskaparlagi Islendinga fyrir hundrað árum, kunni að þykja ljótar, eru þær sjálfsagt upp og ofan rjettar, það sem þær ná. Og þær eru ekki týndar til af illvilja, sem undan- tekningar. Bæði Robert og Marmier fara sem sje lofsorðum um gestrisni Islendinga, um það hugarfar þeirra að vilja vera gest- inum góðir, þó að kæruleysi um kurteisi og þrifnað valdi því að svona illa tekst til. Frakkarnir nefna líka stundum fló og lús og illa meðferð á saur og skólpi, og sá siður þykir þeim einkennilegur og þó að vísu líka merkilegur, að Islendingar þvo ullarföt úr keitu. Og þó er það ekki alstaðar, sem ilt er í efni. Þeir nefna ýmsa staði þar sem ágætt hafi verið að koma, hjá stiftamtmanni, hjá Thorlacius kaupmanni í Stykkishólmi, Bjarna Thorsteinsen amtmanni og Clausen kaupm. í Ólafsvík, á Breiðabólsstað, á Höfðabrekku, hjá Bogöe kaupmanni á Húsavík, hjá Bjarna Thorarensen á Möðruvöllum, í Odda og víðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.