Lögrétta - 01.01.1936, Síða 90

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 90
183 LÖGRJETTA 184 Dr. Jón biskup Helgason er svo afkasta- mikill rithöfundur að furðu gegnir, þar sem ritstörfin eru unnin í hjáverkum, við hliðina á tímafrekum embættisstörfum. Hann er nú án efa einn hinn fróðasti maður í sögu Islands, þeirra sem nú eru uppi, og líklega allra manna fróðastur um kirkjusögu lands- ins. Þessi tvö sagnarit hans, sem hjer er um að ræða, hafa mikinn fróðleik að geyma, og þau eru því kærkomnari sem sögu lands og þjóðar á þeim tíma, sem þau ná yfir, hefur, enn sem komið er, verið alt of lítill gaumur gefinn. Jeg er ekki fær um að gagnrýna slík rit sem þessi. En jeg finn, að þeirra er þörf og að þau fylla upp í eyður í sögu lands okkar og bókmenta. Því eru þau mikillar þakkar verð. Og þeir, sem slík verk vinna, án launa, aðeins af ást á starfinu og verkefninu, eiga viðurkenningu skilið. Rit Jónasar Hallgrímssonar, V. bindi. Isafoldarprentsmiðja hefur nú gefið út öll rit Jónasar Hallgrímssonar í fimm bindum. Umsjónarmaður útgáfunnar hefur verið Matthías Þórðarson þjóðmenjavörður. Fyrsta bindið, Ljóðmæli, smásögur og fleira, kom út 1929, en fimta og síðasta bindið nú á þessu ári. Enn vantar þó skýringakafla við öll bindin, sem hr. M. Þ. semur og síðar eiga að koma. f þessu firrþ;a og síðasta bindi er æfisaga Jónasar Hallgrímssonar, eftir Matthías Þórð- arson, miklu ítarlegri en þær æfisögur Jón- asar, sem áður hafa til verið. Nær hún yfir nær 200 bls. í ritinu, og er þó með smáu letri. Hún er mjög nákvæm og rituð af ást á verkefninu og aðdáun á Jónasi, eins og vera ber. Rekur höf. lífsferil og starfsferil Jón- asar svo nákvæmlega og ítarlega, að auðsjeð er, að hann hlýtur að hafa varið miklum tíma til verksins, enda er líka mikill fengur í æfisögunni og það þakkar vert, hve mikla alúð höf. hefur lagt við samningu hennar. Minningu tveggja helztu og beztu forvígis- manna íslenzku þjóðarinnar á síðastliðinni öld, þeirra Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hallgrímssonar, hefur nú verið verðskuldað- ur sómi sýndur, — minningu Jóns með hinu mikla riti Páls E. Ólasonar um hann, og minn- ingu Jónasar með útgáfu þessa ritsafns. Þeir voru brautryðjendur hjá þjóð sinni, hvor á sínu sviði. Margt af því, sem birtist í þessu ritsafni J. H., er aðeins brot af ófullgerðum verkum, ígrip í verk eða uppköst að verkum, sem hann hugsaði sjer að vinna, en entist ekki aldur til að framkvæma, enda andaðist hann aðeins 37 ára gamall. Ljóðmæli Matthíasar Jochumssonar. Þau eru nú nýkomin út í heild. Útgefandi er Magnús Matthíasson, yngsti sonur skálds- ins. En Steingrímur Matthíasson læknir, elsti sonur sjera Matthíasar, mun mest hafa unn- ið að því, að safna saman þeim Ijóðum föður síns, sem ekki voru áður komin í bækur, en birzt höfðu til og frá í blöðum og tímarit- um, eða þá voru aðeins til í handritum, ýmist þar heima eða hjá þeim, sem faðir hans hafði haft brjefaskifti við til og frá um land. En öllu slíku er nú safnað saman í þessa nýju útgáfu, auk þess, sem áður var komið inn í hin eldri ljóðasöfn. Þama er því alt saman komið, sem náðst hefur í af frumsömdum ljóðuðm eftir sjera Matthías, og einnig allar ljóðaþýðingar hans aðrar en hin stóru heild- arrit: „Friðþjófs saga“ Tegnérs, sem kom út í 4. útg. á síðastl. ári, ,,Brandur“ Ibsens, ,,Manfreð“ Byrons, sem áður hefur komið út tvisvar, Leikrit Shakespeares og kvæðaflokk- urinn ,,Bóndinn“, eftir norska skáldið A. Hovden. Menn hafa orð á því, að þeir eigi erfitt með að skilja, hvernig alt þetta geti verið saman komið í einu bindi, sem þó er ekki fýrirferðarmeira en svo, að það má kallast vel meðfærilegt í hendi, þótt menn lesi það liggjandi aftur á bak í stóli eða legubekk. Það er nær 1000 síður, en prentað með smáu letri á þunnan, góðan papnír. — Útgáfan er sniðin eftir útgáfum háskólans í Oxnafurðu af safnritum enskra skálda. Kvæðunum er skift í 12 flokka: 1. Hátíða- ljóð; 2. Kvæði um land og lýð; 3. Um út- lenda menn og mál; 4. Sálmar og andleg Ijóð, og er aðeins fátt úr þeim flokki í eldri ljóðasöfnum skáldsins; 5. Minningarljóð og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.