Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 91
185
LÖGRJETTA
186
erfiljóð, og er þar margt, sem ekki er í eldri
ljóðasöfnum; 6. Huggunarljóð; 7. Veizlu-
kvæði, ávörp og brúðkaupskvæði; 8. Kvæði
úr leiðsritum; 9. Grettisljóð; 10. Gaman-
kvæði, ljóðabrjef og barnakvæði, og margt
af því áður ókunnugt; 11. Ýmisleg kvæði og
vísur, og þar í einnig margt áður ókunnugt;
12. Þýdd kvæði. Mörg af þeim hafa ekki
birzt áður, t. d. fjöldi kvæða eftir sænska
skáldið Fröding.
Skýjafar
heitir nýútkomin ljóðabók eftir Ásmund
Jónsson frá Skúfstöðum. Hún er aðeins
prentuð í 300 tölusettum eintökum, en út-
gáfan er mjög vönduð og allur frágangur í
bezta lagi. Ásmundur gaf 1922 út dálítið
kvæðasafn, sem Haföldur heitir, en hann var
þá ungur og ekki fullþroskaður, og bókinni
var lítið sint. Þessi nýja bók tekur hinni langt
fram og eru í henni mörg góð og faHeg
kvæði, og öll eru þau vönduð að frágangi
og vel ort. Þar eru ættjarðarkvæði, náttúru-
lýsingar, ástakvæði, hvatakvæði, jólakvæði,
tækifæriskvæði og minningaljóð, svo að þar
er snert við flestum yrkisefnum, sem ljóð-
skáld hafa fyr og síðar einkum fengis við.
Bókin er 134 bls. í stóru broti, og í henni
eru 44 kvæði. Höf hefur helgað hana minn-
nigu föður síns.
Þetta er niðurlagserindið í „Aldarminn-
ing Matthíasar Jochumssonar“:
Eldar vaka yfir þínu leiði.
Uppheimsdísir veg þíns anda greiði.
1 minnisbjarma lýtur þjer með lotning
þín ljóða-þjóð, þín móðurjörð, vor drtning.
Haf þökk, haf þökk! Þú svanur Sigurhæða!
Söngvahof þú reistir guðmálsfræða.
Þú skáldfrægð hlauzt við skriftaborð þíns
hjarta.
Þú skópst oss veröld lista, háa og bjarta.
Jón Stefánsson málari.
Um hann hefur á þessu ári komið út á
dönsku lítil en falleg bók, eftir Poul Utten-
reitter, og eru í henni ljósmyndir af ýmsum
málverkum Jóns Stefánssonar. Höf. segir frá
upphafi og þróun málaralistarinnar hjer á
landi, nefnir flesta íslenzka málara, sem orð
hefur farið af, og einkenni þeirra hvers um
sig. Síðan lísir hann æfi og listamannsferli
Jóns Stefánssonar og fer mjög lofsamlegum
orðum um verk hans.
Graamand (Grámann)
heitir nýútkomin skáldsaga eftir Gunnar
Gunnarsson, gefin út af Gyldendals bóka-
verzlun í Khöfn. Hún er viðbót við þann
flokk skáldsagna hans, sem taka til með-
ferðar efni úr sögu Islands, og mun vera
fjórða bókin í þeim flokki. Hún segir frá
lífi manna og viðburðum hjer á landi um það
leyti sem ritöld hefst og koma ýmsir nafn-
kunnir menn frá þeim tímum við söguna,
svo sem Hafliði Másson, og er mörg frásögn
um þá tekin að mestu orðrjett upp úr gömlu
sögunum. En Gunnar skapar svo nýtt fólk,
einkum almúgafólk, inn í söguna, og nær á
þann hátt til víðtækrar lýsingar á þjóðlífi
þeirra tíma, sem hann segir frá. Bókin er
skemtileg og hefur fengið mikið lof í dönsk-
um blöðum, er talin bezta bók Gunnars í
þeim sagnaflokki, sem hún heyrir til.
Jeg ser et stort skönt Land.
Svo heitir nýútkomin bók eftir Guðmund
Kamban, gefin út af Gyldendals bókaverzl-
un í Khöfn. Þar er Eyrbyggja saga að nokkru
leyti endursögð og svo allar gömlu sögurn-
ar um siglingaferðir og landaleitir hjeðan
vestur um haf, lýst byggingu Grænlands,
fundi Vínlands og ferðum Islendinga þangað
í fornöld. Er þarna sögð saga Eiríks rauða
og fleiri landnámsmanna Grænlands, saga
Leifs hepna og saga Þorfinns Karlsefnis,
Björns Breiðvíkingakappa og margra fleiri
manna, sem þátt tóku í landkönnunarferð-
um hjeðan vestur um haf. I aðaldráttun-
um þræðir höf. frásagnir gömlu ritanna, en
eykur þó nokkru inn í, eða fyllir út eyðurn-
ar, þar sem frásagnir gömlu ritanna eru ekki
fullskýrar, en gefa bendingar, sem hægt er
að styðjast við. Þórgunna sú, sem sagt er
frá í Eyrbyggju í sambandi við Fróðárundrin,
segir höf. að sje gömul kærasta Leifs hepna
frá Vestureyjum og lýsir nákvæmlega kynn-
ingu þeirra þar í eyjunum, er Leif hrakti
þangað í ofviðri á leið frá Grænlandi til
*