Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 92
187
LÖGRJETTA
188
Noregs. Sagt er frá Birni Breiðvíkingakappa
sem Indíánahöfðingja í Vesturheimi. Mikil og
hroðaleg saga er sögð frá óskilgetinni dótt-
ur Eiríks rauða, sem tekur þátt í tveimur
Vínlandsferðum frá Grænlandi. Frá öllu
þessu er fjörlega og skemtilega sagt, eins
og menn kannast við, þar sem Guðmundur
Kamban á hlut að máli. Bókin er yfir 300
síður í stóru broti og með smáu letri. Landa-
brjef fylgir bókinni, og eru á það dregnar
línur, sem sýna Vínlandsferðir Grænlendinga
og Islendinga í fornöld.
Þýddar sögur.
„Gott land“ heitir saga, sem Isafoldar-
prentsmiðja hefur gefið út nú í haust. Hún
er eftir ameríska konu, Pearl S. Buck, sem
hefur alist upp í Kína og lýsir Kínverjum
og lífi þeirra. Er þetta góð saga og skemti-
leg og er orðin fræg um öll Vesturlönd, þótt
hún kæmi fyrst út fyrir fáum árum. Þýð-
endur eru Magnús Ásgeirsson skáld og
Magnús Magnússon ritstjóri.
Urvalssögur eftir Guy de Maupassant hef-
ur bókaútgáfan ,,Esja“ gefið hjer út nú í
haust. Þar í eru 14 sögur eftir þennan fræga
rithöfund, í fallegri útgáfu, og er þetta
skemtileg bók.
Óðinn.
Þetta er aðalinnhald 32. árg. Óðins, sem
nýlega er kominn út:
Fremst er mynd af Magnúsi Stephensen
landshöfðingja og síðar í blaðinu grein um
hann eftir V. Þ. Gíslason. Þá er mynd af
Sæmundi heitnum Bjarnhjeðinssyni lækni
með grein eftir Skúla lækni Guðjónsson. Þrjú
minningarkvæði um Einar Helgason garð-
yrkjustjóra, eftir Jens Sæmundsson, X. og
Elínu Sigurðardóttur. Grein um Ingólf Arn-
arson og öndvegissúlur hans, eftir Þorstein
J. Jóhannsson. Gullkálfurinn, kvæði eftir
Guttorm J. Guttormsson. Árni Guðmundsson
í Víkum, mynd og grein, eftir B. F. Magnús-
son. Sjera Jón N. Jóhannessen og frú Þuríður
Filippusdóttir, myndir og grein eftir sjera
Guðmund Einarsson. Kvæði við jarðarför frú
Þuríðar, eftir Þ. G. Landnámsmaður, grein
um Ólaf Isleifsson í Þjórsártúni og Guðríði
konu hans, eftir sjera Ófeig Vigfússon. Trúr
þjónn, grein um Pál Jónsson fyrrum vega-
gerðamann, eftir sjera Gunnar Árnason.
Mynd af Marteini Hólabiskupi og kvæði til
hans, eftir S. K. Steindórs. Þrjú önnur kvæði
eftir sama: Móðurmál, Sumaróður og ?
Köln og brot úr sögu dómkirkjunnar, eftir
S. K. Steindórs. Tvö kvæði eftir Þ. G.: Fugl-
inn og 17. júní. Lögbrot tungu vorrar, eftir
sjera Hallgrím Thorlacíus. Jóhannes Ólafs-
son og Helga Samsonsdóttir, myndir og
grein, eftir sjera Kristinn Daníelsson.
Kvæði um Jóhannes Ólafsson, eftir Dýr-
firðing. Anna Pjetursdóttir prófastsfrú á
Hálsi í Fnjóskadal, mynd og grein, eftir
X, og kvæði eftir sjera Gunnar Árna-
son og Þ. G. Starfsárin, eftir sjera Friðrik
Friðriksson, langir kaflar, og þar sagt m. a.
frá tildrögum til Vesturheimsfarar hans, ferð
hans vestur og dvöl hans vestra fyrst fram-
an af. Sýnin í Portschack, kvæði eftir sjera
Friðrik Friðriksson, þýtt úr ensku af Þ. G.
Arfurinn, grein eftir Jón Jónsson Gauta.
Mynd og æfiatriði J. J. Gauta. Frú Octavia
Smith, mynd og grein. Guðrún á Bálkastöð-
um, kvæði eftir Jakob Thorarensen. Jakob
Símonarson frá Brekku við Hofsós, mynd og
grein eftir Jón Jóhannsson. Marinó Hafstein
sýslumaður, mynd og grein. Kvæði um Marinó
Hafstein, eftir Þorstein Björnsson frá
Bæ. Kvæði til Björgvins sýslumanns Vig-
fússonar, á sjötugsafmæli hans, eftir X.
Vatneyrarfeðgar, Ól. Jóhannesson konsúll og
Kr. Ó. Jóhannesson, myndir og grein, eftir
sjera Einar Sturlaugsson. Ættjarðarsöngur,
kvæði eftir Þ. G. Frú Kristrún Eyjólfsdóttir
í Grafarholti, mynd og grein, eftir I. E. Hóraz
á Vúlturf jalli, kvæði eftir sjera Friðrik Frið-
riksson. Ljóð, eftir A. J. Meiritungubræður
og konur þeirra, myndir og grein, eftir G.
Frú Guðrún í Ytra-Vallholti, mynd og grein,
eftir Stefán Vagnsson. Til G. Björnson fyrv.
landlæknis, kvæði eftir Álfkonu. Guðmundur
Loftsson bankafulltrúi og frú Hildur Guð-
mundsdóttir, myndir og greinar. Við blaða-
lestur, vísur eftir a + b. Elin Ögmundsdóttir
Scheving, grein eftir Sig. Júl. Jóhannesson.
Líkblæjan, leikur í einum þætti, eftir Gutt-
orm J. Guttormsson. Um æfisögu sjera Frið-
riks Friðrikssonar, grein eftir próf. R. Beck.