Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN um áratug síðar, er innlend stjórn var fengin. En aðaláhugamál V. G. varð nú sjálfstæðismálið. 6. nóv. haustið 1895 flutti hann fyrirlestur í Juridisk Sam- fund í Khöfn um dandsrjettindi Islands og stjórn- málabaráttu«, og er hann birtur í II. árg. Eimreiðar- innar. Alþingi hafði sumarið 1895 ekki samþykt frum- varp um endurskoðun stjórnarskrárinnar, eins og þó var ætlast til af flestum, að gert yrði, en í þess stað komið sjer saman um, að reyna nýja leið til að koma málinu fram. Það samþykti áskorun til stjórn- arinnar um að hún kæmi sjálf fram með endur- skoðunarfrumvarp og var jafnframt látið uppi, hver undirstöðuatriði þingið teldi mestu varða. Þessi fyrirlestur V. G. er merkilegt skjal í stjórn- málasögu íslands, með því að þar kemur fram vísir- inn til þess fyrirkomulags, sem síðar sigraði. V. G. heldur þar fast fram rjetti Islendinga til aukins sjálf- stæðis, vítir harðlega framkomu stjórnarinnar gegn Alþingi og hrekur þær ástæður, sem hún hafði fært fram fyrir synjun á staðfestingu endurskoðunarfrum- varpa Alþingis. Skipulag það, sem þá var á sambandi landanna, telur hann bæði særandi fyrir þjóðartilfinn- ing Islendinga og líka afaróheppilegt fyrir löggjafar- starf landsins og allar framfarir þess, bæði andlegar og efnalegar. En hann segist líka sjá galla á endur- skoðunarfrumvörpum þeim, sem Alþingi hafði sam- þykt, án þess þó að fara frekara út í það mál, og leggur til, að breytingin verði á þá leið, að skipaður sje sjerstakur ráðgjafi fyrir Island, er sje óháður ríkisráðinu í hinum sjerstöku málefnum landsins og beri ábyrgð fyrir Alþingi á sjerhverri stjórnarathöfn (ekki að eins því, eins og áður, að stjórnarskráin sje ekki brotin). Ennfremur, að þessi ráðgjafi sje Islend- ingur, er eigi sjálfur sæti á Alþingi og semji við það. Hann lýkur svo máli sínu með þeirri ósk, að stjórnin verði vel við áskorun Alþingis og að henni mætti skiljast, að hið ríkjandi skipulag sje skaðlegt bæði fyrir Danmörku og Island. En hins vegar kveðst hann sannfærður um, að með breyttu fyrirkomulagi mundi sá kuldi og tvídrægnisandi, sem óneitanlega eigi sjer þá stað milli Danmerkur og Islands, hverfa, og í þess stað brátt kvikna vináttu- og bróðurandi, sem væri það öflugasta band, sem tengt gæti þessar tvær þjóðir saman. Stjórnin lagði ekkert frumvarp um endurskoðun stjórnarskrárinnar fyrir Alþingi, en V. G. bar fram á næsta þingi, sumarið 1897, frumvarp til stjórnarskrár- breytinga, þar sem tekin er upp m. a. sú krafa úr fyrirlestri hans haustið 1895, að skipaður sje sjer- stakur ráðgjafi fyrir Island, og hafði hann áður fengið loforð um staðfesting þess, ef þingið fjellist á það. Um þetta frumv. dr. V. G. var mikið deilt á þing- inu 1897 og svo á næstu árum, bæði í blöðunum og á Alþingi, alt fram til þess, er stjórnarbótin fjekst í ársbyrjun 1904. Hefur höf. þessarar greinar sagt frá aðalatriðunum í þeirri deilu í ritgerð um Hannes Hafstein í Andvara 1923. Frumv. dr. V. G. fjell á þinginu 1897 og aftur 1899, en náði samþykki á Al- þingi 1901. Höfðu nýjar kosningar farið fram haustið 1900 og var það frumv. dr. V. G., sem þá skifti flokkum við kosningarnar. Með þessari deilu hófst fyrst flokkaskifting í stjórnmálum hjer á landi, því áður höfðu kröfur Benedikts Sveinssonar sýslumanns, um endurskoðun á stjórnarskránni, haft svo að segja alment fylgi. Þeim var að eins andæft af fáum mönn- um á Alþingi, sem ekkert fylgi höfðu meðal almenn- ings í því máli, og reyndu ekki heldur til að ná því. Deilan var eingöngu háð við dönsku stjórnina, enda var hún þá orðin svo óvinsæl hjer á landi fyrir synj- anirnar, að fullkomin óhæfa þótti, að nokkur Islend- ingur legði málstað hennar liðsyrði. Því fór líka fjarri, að dr. V. G. gerði það, eins og sýnt er hjer á undan. Hann vítti, þvert á móti, framkomu hennar gegn Is- lendingum engu minna en foringi gömlu endurskoð- unarkrafanna, Benedikt Sveinsson. Samt var hann í deiiunni, sem um frumvarp hans reis, talinn af and- stæðingum sínum reka erindi dönsku stjórnarinnar, með því að hún hafði heitið frumv. hans staðfestingu, ef Alþingi fjellist á það. Margir af þeim, sem fylgt höfðu því fram á þinginu 1895, að reynd skyldi ný samkomulagsleið við stjórnina, urðu þegar fylgjandi málstað dr. V. G. Neðri deild samþykti frumv. um stjórnarskrárbreyfingar, sem fór mjög nærri frumv. dr. V. G. að öðru en því, að í því stóð, að íslensk mál skyldu ekki borin upp í ríkisráðinu danska. En efri deild feldi það ákvæði burtu. Benedikt Sveinsson og fylgismenn hans í neðri deild vildu aftur setja það inn í frumvarpið og báru fram breytingartillögu um það. En atkvæðagreiðslan fór svo í neðri deild, eftir miklar deilur, að frumv. efri deildar var felt með 13:10 atkv., en breytingartillaga þeirra Ben. Sv. var einnig feld með 13:10 atkv. Reyndust flokkar þeirra B. Sv. og V. G. þá jafnsterkir í deildinni, 10 menn í hvorum, en þrír þingmenn fylgdu hvorugum, greiddu atkvæði móti báðum, en það voru þeir sjera Einar Jónsson, Jón í Múla og Olafur Briem. Þeir, sem töluðu fyrir málstað dr. V. G., auk sjálfs hans, voru Guðl. Guðmundsson, Jón Jensson og Skúli Thorodd- sen, en Klemens Jónsson var framsögumaður af hálfu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.