Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 19
ÓÐINN 19 Vísur. Sljettubönd. Ljóðin ítur muna má. Margan stytta daginn. Þjóðin lítur ánægð á einatt hnittinn braginn. Hrundin hafnar ástum ei. ítum blíðu veitir. Lundin jafnast. Minna mey máli stríðu beitir. Þánar mjöllin bjarta brátt, brosir dalahlíðin. Ránarsköllin missa mátt, minkar svalatíðin. rómbungur, brimsöngvum tamur. Skriðfljót, þótt rið ljót að riðu, rann skeið og fann leið um hrannir. Sprund Drafnar und stafni stundu, stálbúkinn álmjúkan fálu. Dimmviðri á sæ og í sálu. Undan vinda þungum þey þaut í reiða-bandi. I næturblænum bar mig fley burt af fósturlandi. Þung var kylja. Þungur mar. Þungur himinfaldur. Þunglega sál mín þunglynd bar þungan harmagaldur. Sólbráð. Hækkar sólin bjarta braut, boðar vorið nýja. Lækkar njólu skýjaskaut, skuggadagar flýja. Eldur flæðir ársólar upp um hæðaveldi. Dætur Græðis góðlyndar gullnum klæðast feldi. Dynja snjallar skúrir skjótt. Skýjahallir myndar. Stynja fjalla-eggjar ótt. Æstir gjalla vindar. Varpar Kári vetrarþrótt. Viknar snjár á meiði. Sviplynd bára sefur rótt. Sólin gljár í heiði. Hryðjur blaka Fjallafróns fannaþakið kalda. Viðjur klaka leysir lóns löngu vakin alda. „Gullfoss". í góðviðrunum, gnoðin fráa, gang þinn ljetti andblær hver. Og þegar geysar kyljan knáa, konungsskrúðan Ægir ber, til hags þjer hrynji báran bláa og brimskaflarnir lúti þjer. Kveðið á ferð með sama skipi. Ótt svam og skjótt fram sjer fleytti. Feld Ránar eldljónið bældi. Rauk bára. Rak Kári leikinn, Breyting. Fjallavættur áður ól aldur sinn í leyni. Nú sjer enginn álf í hól, eða dverg hjá steini. Nú við annað unir sjer æfintýraþráin. Hamrabúinn horfinn er, hulduljósin dáin. Feigðarvökin. ]órinn hratt um landið leið. Lúðu skaflar gljána. Þó varð drýgri dauðans reið; dró hann uppi Grána. Hratt um ísa rekkur reið. Rýndi úti bláinn. En — á vakar-barmi beið beinagrind með ljáinn. Gáta. Eignasönnun. Bræðrabraut. Birting atburðanna. Ættarhagur. Þjófaþraut. Þroski stjórnmálanna. Ekki nóg. Þó kot þitt sje af krásum fult og keypt þú hafir nægan forða, þú getur liðið sálarsult og síðast orðið hungurmorða. Þrái jeg. Þrái jeg sólar geisla glit, grænan vallar blóma, skógarilminn, þrastaþyt, þýða vorsins hljóma. Þrái jeg hærra sjónarsvið, sigur vitsmunanna, æðri skilning, andans frið, alsætt guðs og manna. Islensk braglist! Vndið mitt, auður ljóðasvana, ferskeytlan er fjöregg þitt. Farðu vel með hana. Inn á svæði óðar-máls andinn þreyttur flúði, þar sem braga föllin frjáls fallá’ í tónaskrúði. Drynur Kári um Drafnar torg. Dynur bára á súðum. Stynur háreist hamra-borg. Hrynur sjár að flúðum. Lækkar sólin. Dagur dvín. Döpur njóla grætur. Ðjörk og fjóla blöðin sín byrgja’ í skjóli nætur.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.