Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 38

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 38
38 ÓÐINN Lárus Pálsson læknir og Guörún Þórðardóttir. Lárus læknir Pálsson andaðist á heimili sínu hjer í Reykjavík 16. ágúst 1919. Fer hjer á eftir kafli úr ræðu, sem sjera Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur flutti við jarðarför hans, og eru þar rakin helstu æfiatriði Lárusar heitins: »Lárus Pálsson »hómopati«, eins og hann var oft- ast kallaður af öllum almenningi, og þá auðvitað kendur við sitt aðalæfistarf, var fæddur 30. Janúar 1842 á Arnardranga í Landbroti í Vestur- Skaftafellssýslu, var hann af góðu bergi brotinn, því foreldrar hans voru Páll Jóns- son og Halldóra Gísladóttir, ættuð frá Höfðabrekku í Mýr- dal. En Páli, faðir Lárusar, var sonur sjera Jóns Jónssonar prests á Kálfafelli í Fljótshverfi, en hann var giftur Guðnýju dóttur sjera Jóns Steingrímssonar á Prestsbakka, þess, sem þjóðkunnur er orðinn fyrir rit sín, einkum frá Skaftáreldinum síðla á 18. öldinni. Guðný móðir Páls og amma Lárusar sál. og Stein- grímur biskup Jónsson voru því systkinabörn. En sjera Jón faðir Páls og afi Lárusar var sonur Jóns Runólfssonar hins merkasta manns af svo nefndri Höfðabrekkuætt. Er það jafnan, bæði nú og endra- nær, einkar fróðlegt og »nytsamt til lærdóms«, að gera sjep grein fyrir ætt manna og uppruna; verður við það margt skiljanlegra um skaplyndi manna, gáfur, hæfileika og lundarfar. — Lárus heitinn ólst upp hjá foreldrum sínum til þess er hann var hálf- þrítugur að aldri. Eitthvað mun honum hafa þótt þröngt og tómlegt kring um sig í heimahögunum og fámenninu þar austur frá. Rjeðst hann því að heiman, er hann var 25 ára, og suður til Reykja- víkur, og var það þá fyrirætlun hans að sigla til Frakklands. En þá kom fyrir hann í lífi hans eitt af þessum smáatvikum, sem menn ráða ekki við, en sem gerbréyta stundum allri lífsstefnu manna. Þegar til Reykjavíkur kom, þá lagðist Lárus í taugaveiki. í þeim veikindum fjekk hann meðöl frá smáskamta- lækni, og þeim meðölum þakkaði hann bata sinn. En þetta varð til þess, að hugur hans snerist að því, að stunda smáskamtalækningar. En til þess að geta stundað lækningarnar með góðum árangri, þótt- ist hann þurfa að geta lesið útlendar lækningabækur. Naut hann þá kenslu um hríð í dönsku og þýsku hjá Eggert Briem, er síðar varð prestur á Höskulds- stöðum; og enn frekari fræðslu leitaði hann sjer í þessari grein hjá sjera Magnúsi Jónssyni á Grenj- aðarstað, og síðan hjá sjera Arnljóti Ólafssyni á Bægisá. Frá sjera Arnljóti fór hann aftur austur í Austur-Skaftafellssýslu og tók upp frá því fyrir alvöru að gefa sig við lækningum, og hjelt því áfram til dauðadags, enda hepn- uðust honum lækn- ingar ágætlega og verða þeir tæplega tölum taldir um land alt, sem fengu hjá honum meinabót. A þeim árum, er Lárus Pálsson hóf lækningar sínar, var fátt um lækna hjer á landi, 1 í tveimur og þrem- ur sýslum, og sumstaðar 1 í landsfjórðungi, og þekk- ing og kunnátta lækna eðlilega á miklu lægra stigi en nú er orðið. Máttu landsmenn víða teljast alger- lega læknislausir á þeim tímum, og allur þorri manna »dó drotni sínum«, sem kallað er, án þess að lærður læknir kæmi til, hvort sem um sóttir eða slys var að ræða. Ur þessum vandræðum bætti víða það, að til voru leikmenn, sem sjerstakar gáfur og leikni og löngun höfðu þegið til að hjálpa sjúkum. Attu þessir menn lífið í mörgum manni og öld eftir öld mátti segja að þjóðin lifði á þessum mönnum að því er til lækninga kom. Voru þeim venjulega þökkuð verk sín vel af allri alþýðu. Hún fann hvar skórinn krepti að og kunni að meta störf þeirra; enda voru sumir af þessum mönnum listamenn á sína vísu, læknar af guðs náð, eins og einn vitur maður hefur orðað það. En er lærðum læknum tók að fjölga, þá risu þeir öndverðir gegn þessum mönnum, ömuðust við þeim á allar lundir, jafnvel ofsóttu þá og óvirtu á allar lundir. Þarf ekki lengra það mál að rekja aftur í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.