Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 33

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 33
ÓÐINN 33 Magnús Ðlöndahl. Óðinn flytur að þessu sinni mynd af einum fröm- uði stórútgerðarinnar hjer á landi. Á ófriðarárunum, ■ Magnús Blöndahl. meðan kafbátahernaður Þjóðverja var í algleymingi, voru íslendingar neyddir til að selja hálfan flotann, eða 10 skip, til Frakk- lands. ]afnskjótt og ófriðn- um lyktaði keptust útgerð- armenn um að láta smíða skip í skarðið og auka flotann, og er hann nú nær helmingi stærri en 1914. 011 andleg og efnaleg vel- ferð þjóðarinnar er nátengd fiskveiðunum og er því mikils um vert, að þeir menn, er Ieggja út í ný fyrirtæki, sjeu hagsýnir og gætnir, því að afkoma mörg hundruð manna er í veði, ef illa tekst, og þjóðarbú- skapinn munar um það, ef slík fyrirtæki velta um koll. Magnús Blöndahl hafði langa lífsreynslu að baki, er hann 1922 varð aðal- stofnandi h.f. Sleipnis, er á 2 nýtískutogara, »Glað« og »Gulltopp«. Hann hafði verið sjómaður, kaup- maður, byggingameistari, verksmiðjustjóri o. fl. (sjá Óðinn II. ár bls. 92—96) og átt með öðrum togar- ann »Rán« á árunum 1915—19 og stjórnað þeirri útgerð. Magnús Blöndahl er stærsti hluthafi h.f. Sleipnis og formaður stjórnarinnar, en skip þess veiddu fisk á síðast liðnu ári fyrir nál. 2 miljóna króna virði og skiluðu nettó-arði um 1/2 miljón kr. Hefur honum verið sjerlega ant um, að skip fjelagsins hefðu allan nýtísku útbúnað og að öll vinna í landi væri unnin á haganlegastan hátt og kvaddi hann því sjer til að- stoðar prófessor Guðmund Finnbogason um lögun og fyrirkomulag þvottakerja, er hann rjeðst í á eigin kostnað að koma upp fiskverkunar- og fiskþurkun- arhúsinu í Haga, er hann síðar seldi fjelaginu, er því óx fiskur um hrygg. Fiskþurkunarhúsið í Haga við Reykjavík er vand- aðasta fiskþurkunarhús á landinu og hið einasta, sem hefur nýtískuútbúnað, og kom hin langa lífsreynsla M. Bl. honum í góðar þarfir, er hann rjeðst í fyrir- tæki þetta. Fór hann sjálfur tvívegis utan til undir- búnings þessa verks, keypti allar vjelar sjálfur, sá um alla framkvæmd, meðan á byggingu stóð, en naut aðstoðar Þorkels Clements vjelfræðings, sem hefur sjeð um niðursetningu allra vjela og auk þess sagði fyrir um, hvernig þurkuninni skyldi hagað. Mestallur fiskur á íslandi er sólþurkaður, eins og kunnugt er, en þó hafa á síðari árum verið reist nokkur þurkhús með rafmagnshitun, er reynst hafa hentug, þótt útbúnaður allur væri einkar einfaldur. ] Stöðin í Haga. *

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.