Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 1
OÐINN 1.—6. BLAÐ 3ANÚAR-3ÚNÍ 1925 XXI. ÁR Valtýr Guömundsson prófessor. Sú var tíðin, að um engan mann var eins mikið talað hjer á landi og dr. Valtý Guðmundsson. Þetta var kringum aldamótin, fyrir 20—30 árum. Áhrifa- mikill stjórnmálaflokkur var þá heitinn eftir nafni hans. Valtýr Guðmundsson er fæddur 11. marts 1860 á Árbakka í Húnavatnssýslu. Faðir hans, Guðmundur Einarsson, dá- inn 1865, var þá sýsluskrifari, en móðir hans hjet Valdís Guðmunds- dóttir bónda á Syðri-Krossum í Staðarsveit Símonarsonar. Fór sumt af nánasta skyldfólki V. G. síðar vestur um haf. En hugur hans hnje snemma að bókmentum og lærdómi, enda hafði faðir hans verið fróðleiksmaður og skáld- mæltur, og hefur V. G. gefið út nokkur af ljóðmælum föður síns í Eimreiðinni 1908. Efnalaus og óstuddur brautst V. G. í því, að afla sjer skólamentunar, sem þá virtist vera helsti framavegurinn, og útskrifaðist úr Latínuskólanum vorið 1883. Komst hann áfram með vinnu á sumrum og kenslu á vetrum. Að því loknu fór hann á háskólann í Khöfn, las þar nor- ræna málfræði og menningarsögu og tók meistarapróf í þeim fræðum 1887. Sama ár varð hann kennari við Borgerdydsskólann í Khöfn og gegndi því starfi til 1894. En 1890 varð hann jafnframt dócent við Khafnarháskóla í íslenskri sögu og bókmentum, og tók við því embætti eftir Gísla Brynjúlfsson skáld. Hafði V. G. árinu áður hlotið doctorsnafnbót við há- skólann fyrir ritgerð um húsagerð á Islandi í fornöld (Privatboligen paa Island i Sagatiden). Þessu em- bætti hefur hann gegnt alla tíð síðan. 1920 var það gert að prófessorsembætti. Afskifti V- G. af stjórnmálum byrja 1894. Hann var þá kosinn þingmaður í Vestmannaeyjum. Á þing- inu 1894 ljet hann samgöngumálin mest til sín taka og taldi bætur á þeim nauðsynlegasta framfarasporið. Á því þingi kom fyrst til orða, að járnbrautir yrðu lagðar hjer á landi, og var V. G. eindreginn fylgis- maður þess máls. Næsta vetur var fyrir forgöngu hans stofnað í Khöfn tímaritið Eimreiðin og varð hann ritstjóri þess. Auðvitað var það hánn, sem nafninu rjeð, og fremsta grein ritsins er einbeitt hvatning frá ritstjóranum til Islendinga um að hefjast handa og byrja þegar á járnbrautalagningum um landið. Hann bendir til Noregs, að þar sje þá einmitt að fæðast nýr áhugi fyrir auknum járnbrauta- lagningum, og segist ætla, að margt af því, sem þar sje fært fram því máli til stuðnings, eigi einnig við hjer á landi. Hann segir, að samgöngurnar sjeu hyrningarsteinninn undir allri vel- megun og framförum. Annað komi á eftir: atvinnuvegirnir blómgist, fólksfjöldinn og velmeg- unin vaxi, mentir, vísindi og listir taki að dafna og frelsi manna og sjálfstæði vaxi. Verulegar fram- farir í atvinnuvegunum geti ekki átt sjer stað nema samgöngur sjeu góðar og greiðar. Hann vill leggja tvær aðal- járnbrautir, aðra frá Reykjavík austur í Árness- og Rangárvallasýslur, en hina norður um land til Akur- eyrar. Svo vill hann fjölga skipaferðum milli Islands og útlanda, einkum Englands, og koma upp einum gufubát til samgöngubóta í hverjum landsfjórðungi. — Hvers vegna eru Islendingar fátækari en nokkur önnur siðuð þjóð? spyr hann. Og svarið er þetta: Af því að hjá engri siðaðri þjóð eru samgöngurnar í öðru eins ólagi og á íslandi. Mál þetta vakti athygli og áhuga í svipinn, en lagðist svo í dá og var ekki hreyft aftur fyr en rúm- Valtýr Quömundsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.