Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 13
Ó Ð I N N 13 P. E. Lange-Miiller. júlí s. 1. eftir stutta legu. Var hann jarðsettur í ný- girtum grafreit á fögrum stað heima á Egilsstöðum. Húskveðju flutti sjera Þórarinn Þórarinsson á Val- þjófsstað, en við gröfina talaði sjera Guðm. Asbjarn- arson fríkirkjuprestur, sem jafnframt vígði grafreitinn. Svo mikið fjölmenni fylgdi Jóni til grafar, að slíks munu fá dæmi til sveita á landi voru. Var þó besti þurkur á nýslegna töðu manna, en slíkt ljetu menn ekki letja sig. Var auðsjeð, að hjer var verið að fylgja til grafar vinsælum hjeraðshöfðingja í þess orðs bestu merkingu. Margrjet lifir mann sinn og heldur áfram búinu með aðstoð barna þerrra. Er hún enn ern og ellin lítt farin að vinna á henni, þótt hún sje eðlilega farin að lýjast og þegar búin að inna af hendi mikið og þarft dagsverk. Mun minning þeirra Egilsstaðahjóna lengi lifa á Austurlandi, því að »orðstírr deyr aldrigi hveims sjer góðan getr«. Rangá í október 1924. Björrt Mallsson. I. Stóðu eikur tvær alblómgaðar hjer í mannlífs mörk. Lengi litfagrar limar út breiddu; nú er eftir ein. Segið þjer, ef sáuð saman hjer valin meiri máttartrje; meiða svipfegri? Hlúði hvort öðru, hlífðu smáviði fögur og friðarsæl. Hætt var skarð höggvið, helft er brott fallin; því er mikils mist. Grúfa grátviðir; gleðina horfna herma hnípin blóm. Hvílir þöll fallin, þars hún áður litfríð limar bar. Ber þó ræktaður reitur fegraður vitni um það, sem var. — Styðji nú eik, þás eftir stendur, herrans máttug hönd, hlífi lamaðri. Þá er enn eftir Egilsstaða helft af prýði, þótt hin sje fallin. Vaxi enn meiður — Velli prýði — hlynur slíkur hvar hinn stóð áður. Það mun hag bæta og hauðrið prýða, og hann glögg stíga »Hvítra spor«.!) — Sigfus Sigfússon skáld og þjóðsagnafræðingur 1) Inóíánar í Ameríku kalla hin ræktuðu lönd Norðurálfu- kvað eftir Jón Bergsson; manna: „Hvítra spor“.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.