Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 26
26 ÓÐINN Páll Briem amlmaöur. Fæddur 19. okt. 1856. Dáinn 15. des. 1904. í 25 ár hefur Gunnar B. Björnsson verið ritstjóri að vikublaðinu Minnisóta Mascot. Er blað hans talið vera eitt af allra bestu og áhrifamestu vikublöðum í ríkinu Minnisóta. Auk þess hefur Gunnar setið um allmörg ár í póststjórn í Minnióta, ennfremur í bæjarráði þar, og er formaður frímúraradeildarinnar þar og forseti kirkjusafnaðarins. Lætur Gunnar mikið til sín taka í öllum fjelagsmálum, en ekki þó síst í hinum Lútherska kirkjufjelagsskap Vestur-Islendinga, á hann sæti á flestum kirkjuþingum hans. Er hann þar einn af allra áhrifamestu mönnum innan þess fjelagsskapar og strangur stuðningsmaður allra þeirra göfugu hugsjóna, sem sá fjelagsskapur hefur haft með höndum, og óspar á fje í þarfir hans. Gunnar B. Björnsson er gáfumaður mikill og mentaður vel, þótt ekki hafi notið æðri skólamentun- ar. Hefur hann sjálfur rutt sjer braut til vegs og frama. Snjall er hann í riti og ræðum og einn af allra skörulegustu og áhrifamestu ræðumönnum ís- lendinga vestan hafs. Honum er einkarljett um að tala, hvort heldur er á ensku eða íslensku, jafnvígur á bæði málin. Gunnar er fyrir löngu orðinn þjóð- kunnur í þessu landi fyrir mælsku og einurð. Er ekki smámönnum hent að etja við hann á þingum. Orðhvass mjög og fyndinn og óvæginn þegar því er að skifta. Gunnar er sannur íslendingur, ann þjóð sinni og ættjörð, þótt ungur færi hann frá íslandi. Hann á mikið og gott bókasafn og er mjög vel að sjer í sögu vorri og íslenskum bókmentum, fylgist vel með öllu, sem er að gerast á ættjörðinni, sem ekki er vanalegt um menn sem alla sína mentun og menn- ingu hafa tekið í annari heimsálfu. Gunnar B. Ðjörnsson er með stærri mönnum á vöxt og gildur, vel á sig kominn og karlmannlegur á velli, svartur á hár og fer vel, greitt aftur um eyrun að fornum sið; hátt enni og hvelft, augun blá, drengi- legur sýnum og góðmannlegur. Er hann eins og sagt var um Skarphjeðinn, allra manna hermannlegastur. Hann er fljótur til svars og orðheppinn í samkvæm- um og á mannfundum og hrókur alls fagnaðar. Gunnar er maður hógvær í skapi, prúður í fram- göngu og yfirlætislaus með öllu, mildur af fje og manna kurteisastur. Kvæntur er Gunnar Ingibjörgu ]ónsdóttur ]óns- sonar frá Hóli í Hörðudal í Dalasýslu. Er hún mjög vel gefin og myndarleg kona. Eiga þau hjón 6 börn á lífi, öll hin mannvænlegustu. Einn af sonum þeirra hjóna, Valdimar að nafni, 17 ára gamall, fjekk fyrstu verðlaun árið sem leið, þúsund dollara, í borginni St.-Poul í mælskusam- kepni, sem háð var millum háskólanemenda í ríkinu. Sannaðist á honum málshátturinn gamli, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Upham, North-Dahota U. S. A. — 18. marts 1925. S. 7. SL Henrik Ibsen og Sören Kierkegaard. Hjer á undan er mynd, sem sýnir Henrih Ibsen skáld á ungum aldri, þrítugan eða vel það, en annars er það venju- legast, að Ibsen er sýndur gamall á myndum. Verk Ibsens eru mörg alkunnug hjer, bæði hafa kvæði hans mjög verið þýdd á íslensku og ýms Ieikrit hans sýnd, og tvö höfuðrit hans, „Brandur" og „Per Gynt“, eru til í íslenskum þýðingum, hið fyrra þýtt af Matth. Jochumssyni, en hið síðara af Einari Benediktssyni. — Sören Kierkegaard er mesti heimspekingur Dana, fæddur 1813, og hefur haft mikil áhrif á andlegt líf á Norðurlöndum, meðal annars er hann sjerlega talinn hafa haft áhrif á H. Ibsen. Nýlega hefur komið út á íslensku dálítið kver um S. Kierkegaard eftir dr. Kort K. Kortsen háskólakennara.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.