Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 15
ÓÐINN 15 Kaupmannahctfnar, og mun hafa verið þar við fram- haldsnám hátt á annað ár. Haustið 1874 var hann settur læknir í Þingeyjarsýslu og var þar tæp 2 ár. Þar gekst hann fyrir brúarbyggingu á Laxá. Er þess getið í Árbók íslands fyrir 1876 í Almanaki Þjóð- vinafjelagsins, að Júlíus haf »staðið fyrir brúargerð þessari við besta orðstír«. I Þingeyjarsýslu átti Júl. heima á Grenjaðarstað, og þar kyntist hann konu sinni, er síðar varð, Ingibjörgu, dóttur prestsins þar, sjera Magnúsar Jónssonar, hins mesta merkismanns. 1876 var hann skipaður hjeraðslæknir í Húnavatns- sýslu vestan Blöndu (8. læknis- hjeraði), og var þar þangað til eftir læknahjeraðabreytinguna laust fyrir aldamótin. Var hann 1901 skipaður hjeraðslæknir í Blöndu- ósshjeraði, og var þar, uns hann fjekk lausn frá embætti 1906. Hafði hann þá gegnt hjeraðs- læknisstörfum nálega 32 ár. Við hjeraðslæknar nú á dög- um þykjumst stundum ekki eiga sjö dagana sæla. Við getum því getið því nærri, að hjeraðslæknis- staðan hefur ekki verið »sine cura«, þegar hjeruðin voru tvö- falt eða þrefalt víðlendari en nú, en svo var lengst af um hjeraðs- læknistíð Júlíusar. Og svo bættist það við, að laun og einkum taxtar voru svo lág, að ekki var viðlit að komast af, nema hafa einhverja auka-atvinnu. í sveit var auka-atvinnan sjálfgefin: búskapur, ekki á öðru völ. Nú er það vit- anlegt, að hvort starfið um sig, erfitt embætti og um- svifamikill búskapur, er nægilegt verkefni einum manni, og varla á neins færi að leysa bæði svo af hendi, að ekki megi að einhverju finna. Býst jeg við, að Júl. hafi ekki heldur tekist það til fulls, og eins og gengur heyrðust stundum misjafnir dómar bæði um læknisstörf hans og búskap. En sumir þeirra voru á litlum eða engum rökum bygðir, aðrir um smámuni eina; mun það og flesta henda, að dómar um störf þeirra verða ekki á einn veg, og oft er dæmt um menn af því minni skilningi, sem meira er í þá spunnið; fá slíkir menn einatt »last fyrir ekki parið«. Sumt var og það í fari Júlíusar og framferði, er æsti menn beinlínis móti honum: Hann hataði alt »humbug« og látalæti, undirferli og fláttskap, eins og »þann gamla« sjálfan, og var óvæginn að fletta ofan Júlíus Halldórsson. af öllu slíku; var hann og jafnan lítt orðvar og sagði ávalt meiningu sína fulla, hver sem í hlut átti, og hvort sem líkaði betur eða ver. Mátti segja um hann með sanni, það sem Grímur Thomsen kvað um annan merkismann látinn: Við eina var hann fjöl ei feldur, fann ei skyldu sína heldur, að heiðra sama’ og aðrir alt. Oft voru skoðanir hans á öndverðum meið við al- menningsálitið, og með því að hann sótti jafnan mál sitt af hinu mesta kappi og hlífð- ist hvergi við, varð þetta ekki til að afla honum vinsælda. Til dæmis má nefna deilur þær, er hann stóð í milli 1880 og 1890, út af Vesturheimsförum þurfa- manna. I harðindunum þá fundu sveitastjórnir í Húnavatnssýslu (og sjálfsagt víðar) það til bjarg- ráða, að senda fjölskyldur, er styrksþurfa urðu, hópum saman til Vesturheims á kostnað hrepp- anna. Þetta taldi Júl. hið mesta glapræði; væri það lítill búhnykk- ur, að kosta ærnu fje til þess, að flytja æskulýðinn, framtíðar- vonina sjálfa, úr landi, og nær að verja því til að ala hann upp hjer heima. En þetta gat al- menningi ekki skilist þá, hitt þótti flestum snjallræði. Júl. stóð nálega einn í andófinu og hinir »leiðandi menn« í sýslu og hreppum höfðu sitt fram. Nú mun varla nokkrum manni blandast hugur um, að Júl. hafði þarna algerlega rjett að mæla. Lengst þess tíma, sem jeg hafði náin kynni af Júlíusi, var jeg með öllu ófær til að dæma um það með rökum, hvernig læknir hann var, skorti bæði sjálfan læknisþekkingu og kynni af öðrum læknum til samanburðar. Þetta skortir nú almenning líka, en fæstir láta það hamla dómum sínum. Víða var það svo, og er líklega sumstaðar enn, að eitt hið helsta, sem kom til greina hjá fólki, er dæma skyldi um list lækna og kunnáttu, var það, hversu vel þeim gengi að »lækna« lungnabólgu. Ekki þekki jeg neina »Sta- tistik« um lungnabólgulækningar Júlíusar, en dómur- inn um þær var sá, heyrði jeg sagt, á fyrri árum, að honum tækjust þær varla í meðallagi, en á síðari árum var farið að telja hann góðan lungnabólgulækni,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.