Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 17
ÓÐINN 17 Ólafur Briem. Ólafur Briem er fæddur á Espihóli í Eyjafirði 28. jan. 1851, sonur Eggerts Briem sýslumanns og konu hans Ingibjargar Eiríksdóttur sýslumanns Sverrissonar. En faðir Eggerts Briem var Gunnlaugur sýslumaður Briem á Grund í Eyjafirði Guðbrands- son prests á Brjáns- læk, Sigurðss. prests sama staðar Þórðar- sonar, og er ættar- nafnið myndað af bæj- arnafninu Brjánslækur. En ættleggurinn er rakinn í beinan karl- legg til Finnboga lög- manns Jónssonar, en Finnbogi var sonur sjera Jóns Pálssonar Maríuskálds á Grenj- aðarstað. Þau Eggert sýslu- maður og kona hans eignuðust 19 börn og var Ólafur hið 5. í röðinni, 2 bræður og 2 systur eldri. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum, og varð stú- dent 1870. Var þá faðir hans sýslumaður í Skagafirði og bjó fyrst á Hjaltastöðum og síðar á Reynistað. Á þeim árum var mikið um það talað, að koma upp innlend- um lagaskóla, og hugs- aði Ólafur sjer að ganga á hann, er til kæmi. Mun þetta hafa orðið til þess, að hann hætti námi og varð sýsluskrifari og sýslufulltrúi hjá föður sínum, og tók einnig að sjer forstöðu fyrir búi hans. Faðir hans sagði af sjer embætti 1884 og fluttist til Reykjavíkur, og reisti Ólafur þá bú á Frostastöðum og kvæntist um það leyti Halldóru Pjetursdóttur bónda Pálma- sonar á Álfgeirsvöllum. Þangað fluttist Ólafur eftir tveggja ára búskap á Frostastöðum og bjó síðan á Álfgeirsvöllum lengstan hluta æfi sinnar. Varð hann hinn vinsælasti maður í hjeraðinu og hlóðust brátt á hann margvísleg störf í almennings þarfir. 1886 varð hann þingmaður Skagfirðinga og sat eftir það á þingi sem fulltrúi þeirra svo lengi sem hann gaf kost á sjer til þess starfs, eða samfleytt til 1919. Var hann mikils metinn á Alþingi og kosinn þar í trúnaðar- stöður. 1895 var hann forseti sameinaðs þings og 1914—19 forseti neðri deildar. 1907 átti hann sæti í milliþinganefnd í skattamálum. Amts- ráðsmaður var hann frá .1891, sýslunefndar- maður frá 1889, skóla- nefndarmaður Hóla- skóla meðan sú skipun hjeltst. Við sveitarstörf í Lýtingsstaðahreppi var hann að sjálfsögðu meira og minna riðinn alla tíð. Við sýslu- störfin sömuleiðis, og oft settur sýslumaður. Hann var og umboðs- maður Reynistaða- klausturs. Af þessu má sjá, að Ó. B. hef- ur verið mjög störfum hlaðinn um dagana, og svo bættist það ofan á, að heima í sveitinni var leitað til hans um alt, sem eitt- hvað tók út fyrir hin daglegu störf. Hann var vitur maður og ráðhollur, friðsemdar- maður, hægur í fram- göngu og dulur í skapi. 1920 fluttust þau hjónin, Ólafur og Halldóra, til Reykjavíkur, og fjekk Ólafur þá starf á 3. skrifstofu stjórnarráðsins, og þegar Pjetur heitinn Jónsson varð ráðherra, tók Ólafur við formensku Sambands íslenskra samvinnu- fjelaga. Báðum þessum störfum gegndi hann til dauðadags, og síðastliðinn vetur átti hann sæti í hinni stjórnskipuðu sparnaðarnefnd, sem skipuð var að fyrirlagi Alþingis 1924. Sex börn eignuðust þau hjónin og er sjera Þor- steinn Ðriem á Akranesi elstur þeirra, en frú

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.