Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 36
36
ÓÐINN
Sjera Friðrik Hallgrímsson.
í vor kom heim hingað frá Ameríku sjera Friðrik
Hallgrímsson, ásamt frú sinni og börnum, og tók við
2. dómkirkjuprestsembættinu hjer í Reykjavík. Hafði
hann þá í 22 ár verið prestur hjá íslendingum
vestan hafs, í Argyle í Kanada, en síðastl. haust
sótti hann um dómkirkjuprestakallið, er sjera Jóhann
Þorkelsson fjekk lausn frá prestsstörfum, og var
kosinn af söfn-
uðinum.
Sjera Friðrik
Hallgrímsson er
fæddur í Reykja-
vík 9. júní 1872,
sonur Hallgríms
Sveinssonar bisk-
ups og konu
hans Eline Marie
Bolette, sem er
dönsk að ætt og
fædd Fevejle.
Sjera Friðrik
varð stúdent1891
og tók guðfræðis-
próf við Kaup-
mannahafnar- há-
skóla vorið 1897.
Kom þá heim
til Reykjavíkur
og var skipaður
prestur Holdsveikraspítalans í Lauganesi haustið 1898
og prestvígður 12. október. En næsta yor, 24. júní
1899, var hann settur prestur á Útskálum og fjekk
veitingu fyrir því prestakalli 8. júní 1900. En 17.
júní 1903 fjekk hann lausn frá embætti og fluttist
vestur um haf til Argyle í Kanada, og hefur síðan
verið prestur íslenska safnaðarins þar, þangað til
hann fór heim hingað aftur nú í vor. Áður en hann
fór vestur var hann kvæntur Bentínu Björnsdóttur
frá Búlandsnesi í Suðurmúlasýslu. Eiga þau fjögur
börn, sem öll fluttust heim hingað með þeim, einn
son, sem Hallgrímur heitir, og þrjár dætur, sem heita
Ellen, Þóra Ágústa og Ester. Komu þau hjónin
skemtiferð heim hingað sumarið 1921.
Sjera Friðrik Hallgrímsson hefur verið mjög vin-
sæll prestur af söfnuðum sínum, bæði hjer heima og
vestra. Bera ræður þær, sem fluttar voru á skilnað-
arsamsætunum, sem þeim hjónunum vóru haldin af
Vestur-íslendingum, þegar þau fóru nú heim, og
prentaðar eru í Lögbergi, ljósan vott um þetta. For-
seti safnaðarins í Glenboro, sem sjera Friðrik hefur
þjónað, G. J. Oleson, segir m. a. í langri og fallegri
kveðjuræðu: ». . . Sjera Friðrik hefur ekki safnað
jarðneskum auði hjer vestra, en hann hefur safnað
auði, sem mölur og ryð fá ekki grandað, hann hefur
áunnið sjer vinsældir og virðingu manna, og hann
fer nú heim til íslands, eftir nær 22 ára dvöl, með
hjörtu allra Islendinga hjer í þessum söfnuðum
og fjölda margra
annara þjóða
manna, og ís-
lendinga víðsveg-
ar úm þetta mikla
meginland . . .«
Og um frú Ben-
tínu segir hann:
». . . Hún á sinn
mikla þátt í sig-
urför og vel-
gengni mannsins
síns, því má ekki
gleyma. Hún hef-
ur lagt sinn ó-
skarðan hlut til
fjelagsmálanna í
prestakallinu, og
hún hefur áunnið
sjer vinsældir,
sem eiga sjer
langan aldur. . .«
í Winnipeg var þeim hjónum haldið kveðjusam-
sæti, sem stjórnarnefnd kirkjufjelagsins gekst fyrir.
Fluttu þar ræður forseti fjelagsins, sjera K. K. ÓI-
afsson, sjera Björn B. Jónsson, fyrv. forseti þess,
sjera N. S. Thorláksson, sjera Runólfur Marteinsson
og Thomas H. Johnson fyrv. ráðherra. Sjera B. B.
J. segir m. a. í ræðu sinni: ». . . Allir þeir, sem
með þjer hafa starfað í kirkjufjelaginu, minnast með
aðdáun ljúfmensku þinnar og þýðleiks í samvinnu.
Þú hefur í hvívetna verið skapbætir manna og kveykt
ljós gleðinnar í fjelagsskap vorum. Slíkir menn, sem
þú ert, eru alt of fáir, og megum vjer varla við því,
að missa þig úr vorum hóp. . . . Þegar þú nú ferð
frá oss, finnum vjer til þess, hversu mikið kirkjufje-
lag vort á þjer að þakka. Á þessari kveðjustund vilj-
um vjer votta þjer þakklæti allra safnaða og alls
fólks kirkjufjelagsins. Þín verður minst með þakk-
Sjera Friðrik Hallgrímsson og frú.