Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 32

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 32
32 ÓÐINN gesti bar að garði, þó ekki þyrfti þar ábætis við, að því er snerti tengdason og dóttur, en samlífið á heimilinu var svo gott, að varla var hægt að greina sundur af hverjum maður þáði. Enda ekki hægt að hugsa sjer húsföður, sem reyndi að gera heimilið hugðnæmara en Þorsteinn gerði sitt. Svanborg kona Þorsteins er skynsöm kona og hin besta búkona og einkar stjórnsöm. Hún mun ekki hafa leitast eftir vinsældum fjcldans, en var vinavönd og vinföst. Og hún hafði til að sýna það verulega í verkinu, að hún mat vináttu mikils við sig, en þó einkum mann sinn. Sama vinfestan og trygðin kom fram hjá Þorsteini sál. til æfiloka. Þorsteinn andaðist 21. nóvember 1923 og varð lungnabólga banamein hans, þá á 66. aldursári og eftir 43 ára farsælt hjónaband og sambúð við konu sína, sem nú lifir í hárri elli hjá dóttur sinni og er búin að missa sjónina fyrir nokkrum árum. Með fráfalli Þorsteins Guðbrandssonar misti hjer- aðið og hreppur hans mann, sem hafði verið með hans sterkustu stoðum og í mörgum greinum fyrir- mynd annara bænda. 25. apríl 1925. Gj. G. Strindberg og Gejerstam. Adam Poulsen leikhússtjóri. Hann er hjer í gervi Danaprinsins í leik Holgers Drachmanns „Einu sinni var“, sem fyr er á minst í þessu hefti Óðins. er ástatt, rifjast upp fyrir mönnum málshátturinn, að sjaldan sje einbýli svo lofað sem vert sje. Þetta er nú reyndar fremur hugboð en vissa, því Þorsteinn var ekki margmáll um hagi sína, en heimili hans á Bjarnanesi var hreinasta prýði, þó það væri ekki stórt. Þar lagaði hann alt og endurbætti og þar mátti sjá, að hans eiginleikar sem búmanns nutu sín vel. Þegar Þorsteinn var aftur kominn að Kaldrana- nesi til dóttur sinnar og tengdasonar, var hann enn- þá sístarfandi og sem annar húsbóndi þar, þegar August Strindberg (1849—1912) er töluvert þektur hjer á landi, þótt ekki sje margt þtftt eftir hann á íslensku, að eins nokkrar smásögur og kvaeði, og svo leikritið Júlía, sem sýnt hefur verið hjer á leiksviði og mikið sótt. Strindberg er ein- hver frægasti rithöfundur Svía frá síðari hluta 19. aldar. — Gustav af Gejerstam (1858—1909) er einnig frægur sænskur rithöfundur, höfundur Ieiksins Tengdapabbi, sem oft hefur verið sýndur hjer. V e t u r. Hríða spennir grýla grá grundir, bæinn, vangan; skíða brennur arni á eldur daginn langan. Árni G. Eyland. Leiðrjetting. í Afmælisvísu V. B. á bls. 24 er prentvilla f 4. vísuorði; fornu vinum fyrir: horfnu vinum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.