Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 27
ÓÐINN 27 Björn Jónsson, hreppstjóri og Dbrm. á Veðramóti. Hann er fæddur 14. júní 1848 á Háagerði á Skagaströnd í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru ]ón hreppstjóri Jónsson og kona hans Guðríður Ól- afsdóttir, er bjuggu full 40 ár á eignarjörð sinni Háagerði, og voru orðlögð sæmdar og dugnaðarhjón. Þau hjón eignuðust 16 börn og komust 13 af þeim til fullorðins ára, öll vel gefin og nýt í sinni stöðu. Þeir Háagerðis-bræður voru 5 og var Djörn þeirra yngstur. Arið 1865 dó faðir þeirra; var Björn þá 16 ára. Systkini hans voru flest fullvaxta um það leyti og tíndust smám saman burtu, og fljótt var hann einn eftir heima af þeim stóra og mannvænlega systkinahóp. Gerðist hann þá ráðsmaður hjá móður sinni, 18 ára að aldri. Þótti honum þegar farast það vel úr hendi, og sýnt þótti það, að þar væri efni í búmann að hagsýni, áhuga og dugnaði. Hann var ráðs- maður hjá móður sinni 10 ár, þar til vorið 1877. Þá hætti móðir hans búskap og skifti nokkru af eigum sínum meðal barna sinna, og fór hún til Björns sonar síns, sem þá reisti bú á föðurleifð sinni Háagerði. Sama vorið kvæntist hann heitmey sinni Þorbjörgu Stefánsdóttur frá Heiði í Gönguskörðum. Þau Heiðarsystkini voru alls þrjú, Þorbjörg kona Björns, og hinir þjóðkunnu Heiðarbræður, sjera Sigurður í Vigur og Stefán skólameistari á Akureyri. Á Skagaströnd er veðurátt hörð, en landkostir eru þar allgóðir, og sjórinn fyrir framan gefur margan málsverð og jafnvel marga krónu líka. Til þess að búa þar vel þarf duglega menn, og Björn skorti ekki dugnað nje atorku og lag, og var jafnvígur á hvorttveggja, landbúnað og sjómensku. Stundaði hann hvorttveggja af kappi, bæði meðan hann var hjá móður sinni og eftir að hann tók sjálfur að búa, og komst þá oft í hann krappan. Eitt sinn sem oftar reri hann og ýmsir fleiri; skall þá á ofsa-útsunnan- veður og fórust þá tveir bátar í næstu lendingum og týndust menn allir. Þegar Björn kom að lendingu sinni, var þar ólendandi. Sneri hann þá frá, vatt upp segl og sigldi sínum litla bát út fyrir alt Króksbjarg, sem er langur vegur, og lenti heilu og höldnu utar- lega á Skaga, í Nesjum, og þótti það frækilega gert. í Háagerði bjó Björn 7 ár (1877—1884) eftir að hann kvæntist, og efnaðist hann þar talsvert og voru þó um það leyti hörð ár, t. d. frostaveturinn mikli (1880—81) og hið voðalega mislingasumar 1882. Það mátti segja, að hjá honum fjölgaði bæði úti og inni, fjenaðurinn úti og börnin í bænum, því þar fæddust honum elstu synirnir þrír. Vorið 1884 fluttist hann búferlum af föðurleifð sinni, Háagerði, á æsku- stöðvar konu sinnar, Heiði í Gönguskörðum. Þar bjó hann að eins 4 ár og eignaðist þar 4 börn, svo nú tók heimilið að verða talsvert þungt. Þá voru enn hörð ár með köflum, t. d. fjárskaða- vorið mikla 1887. Vorið 1888 fluttist hann á næstu jörð við Heiði, Veðra- mót. Þar bjó hann síðan allan sinn búskap, sem eftir var, alls 27 ár, en búskapar-árin urðu alls 38 og að auki þau 10 ár, sem hann var fyrirvinna hjá móður sinni, eins og áður er sagt. Veðramót var þá landsjóðs eign. Það er að sönnu landkostajörð, en stór og erfið, og hafði lengi verið illa setin og niðurnídd. Næstu ár áður en Björn fluttist þangað hafði tengdafaðir hans búið þar, hinn mikli atorku og framkvæmdamaður Stefán frá Heiði, og hafði hann þegar tekið til við umbætur á jörðinni. En nú tók nýi bóndinn þar til óspiltra málanna við jarðabætur og byggingar, einkum peningshús fyrst, og síðan við bæjarhúsin og varði til þess miklu erfiði og fje. Allar jarðirnar þrjár, sem hann bjó á, sat hann ágæta vel og vann að umbótum á þeim af miklu kappi, enda meira kappi en heilsa hans leyfði, sem oft var veil, einkum á fyrri búskaparárum hans. Sjálfur smíð- aði hann það er á þurfti að halda, óf á vetrum og var sívinnandi á öllum tímum árs, jafnframt því sem hann fylgdist vel með í öllu er annarstaðar gerðist, því fróðleiksgjarn var hann ekki síður en iðjusamur. í Háagerði bygði hann öll peningshús og jók þau, heyhlöður yfir 300—400 hesta af heyi og sljettaði talsvert af túninu. Á Veðramóti vann hann svo ötul- lega að húsabótum og öðrum jarðabótum að honum voYu þrisvar veitt verðlaun úr Ræktunarsjóði og Jarðabótasjóði. Mörg trúnaðarstörf hafa honum verið falin, víst flest þess konar störf, sem bestu bændur hafa með Björn á Veðramóti.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.