Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 9
ÓÐINN 9 Jón Bergsson og Margrjet Pjetursdóttir á Egilsstöðum. Þar sem blaðið »Óðinn« hefur flutt myndir og æfiágrip ýmsra merkra Islendinga undanfarin ár, finst mjer, sem þetta rita, einkar vel til fallið að það flytji fáein minningarorð um ]ón Bergsson og konu hans Margrjeti Pjetursdóttur, sem lengi hafa búið rausnarbúi á eignarjörð sinni Egilsstöðum í Suður- Múlasýslu. Tel jeg þau fyrir flestra hluta sakir í röð allra fremstu bændahjóna þessa lands. ]ón Bergsson var fæddur í Ðjarnanesi í Austur-Skaftafells- sýslu 22. maí 1855, en dó 9. júlí s. 1. Foreldrar hans voru Bergur próf. Jónsson og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Af systkinum Jóns eru á lífi: Brynjólfur, sem er myndar- bóndi á Asi í Fellum, og Rósa ógift heima á Egilsstöðum. Dáin eru: Þorsteinn, dó 26 ára gamall, nýútskrifaður af prestaskólanum, og Sólrún, sem dó 8 ára gömul. ]ón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Bjarnanesi og fluttist þaðan með þeim í As og þaðan í Vallanes, þar sem faðir hans dó árið 1891 en móðir hans árið 1887. Arið 1884 gekk Jón á verslunarskóla í Kaup- mannahöfn. En var að öðru levti heimamentaður og var sú mentun engu staðminni en ýmsra þeirra, sem meiri skólagöngu höfðu notið. Arið 1886 varð hann framkvæmdarstjóri Pöntunarfjel. Fljótsdalshjeraðs og hafði þann starfa á hendi í 7 ár. Mundu önnur hafa orðið örlög þess fjelags, en raun varð á, ef hann hefði haft forstöðu þess á hendi áfram, en atvik ollu því, að svo varð ekki, og skal það mál ekki rætt nánar hjer. Þau Jón og Margrjet giftust árið 1887. Margrjet er dóttir Pjeturs Sveinssonar og Olafar Bjarnadóttur, sem bjuggu í Vestdal við Seyðisfjörð. Tveim árum eftir giftinguna byrjuðu þau hjónin búskap á Egilsstöðum, er þau keyptu þá, og bjuggu þar alla tíð síðan, eða samfleytt 35 ár. Brátt varð heimili þeirra eitt af fremstu heimilum Hjeraðsins, enda settu þau þegar í byrjun saman stórt bú, þrátt fyrir fremur lítil efni. En þau voru bæði ung og kjarkmikil og vildu heldur skulda en reka ekki myndarlegan búskap. Þegar póstafgreiðslan var flutt þangað frá Höfða á Völlum, sími lagður og Fagradalsbrautin bygð, urðu Egilsstaðir miðstöð Fljótsdalshjeraðs og jafnvel Austurlands. Þaðan liggja helstu leiðir til fjarða og einnig til annara landsfjórðunga. Umferð er þar því geysimikil, enda eru Egilsstaðir kunnir um alt land og húsráðendurnir, sem þar hafa verið undanfarið. »Bóndinn gerir garðinn frægan«. Þegar þau ]ón og Margrjet keyptu jörðina var hún í mestu niðurníðslu, bæði að íbúðar- og peningshúsum og eins að ræktuðu landi. Varð ]ón því brátt að byggja öll hús. Fjárhús bygði hann flest tvístæð með járnþaki, fyrir um 700 sauðfjár, og sömuleiðis hlöður fyrir mestalt hey handa öllum gripum. Fyrsta árið bygði hann einnig frammihús til viðbótar bænum. En bráð- lega reyndist það ófullnægjandi og bygði hann þá árið 1903 íbúðarhús úr steinsteypu 14 X 24 álnir, tvílyft með kjallara undir. Var miklum erfiðleikum bundið að byggja á þeim ár- um, þar sem alt efni þurfti að flytja í klyfjum frá höfn þar til Fagradalsbrautin var bygð, sem var nokkru seinna. Auk þess var þá lítt kunn sú aðferð við byggingar að steypa hús. Var þetta fyrsta húsið, sem þannig var bygt á Hjeraði, en nú eru þau fjölda mörg. Hins vegar varð ekki hjá því kom- ist lengur að byggja, þar sem gestagangur jókst ár frá ári og þurfti því oft að hýsa miklu fleiri en hús- rúm leyfði og var þá eina ráðið að stækka húsa- kynnin. Kom það sjer vel fyrir ]ón að honum var meðfætt að vera bæði stjórnsamur og sjeður við allar framkvæmdir, og átti þar að auki ráðdeildar- sama myndarkonu, enda hef jeg fáa þekt, sem höfðu gleggra auga fyrir öllu, sem til umbóta horfði, en hann. Þótt úr mesta húsaskortinum væri bætt með bygg- ingu íbúðarhússins, þegar það var reist, hrökk það ekki þegar fram í sótti, til þess að uppfylla þörfina, sem af hinni miklu umferð leiddi. Dáðist jeg oft að Egilsstaðahjónin. L

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.